sextánkommafimmkílófarin...

Í þrjátíu ár er ég búin að bíða eftir að geta byrjað að lifa lífinu og þá eftir að vera búin að losa mig við þetta eða hitt. 
Loksins þegar ég er búin að sætta mig við minn hlut og ákveðin í að bæta bara lífi við árin með því að ávinna mér heilbrigðari lífsstíl sem fleyti mér yfir á sextugsaldur og þaðan yfir á sjötugsaldur þannig að ég hafi þrek og þrótt til  að takast á við það sem koma skal og það alveg fram í rauðann dauðann, þá og bara þá fara kílóin að hverfa á braut.

Ég hef nánast ekkert gert til að léttast.   Eina sem ég gerði var að fara út að ganga til þess að verða heilbrigðari.....

Á hinum hluta rúmsins míns liggja tvær bækur:   ,,A History og God"  og ,,að morgni var ég alltaf ljón".   Frammi í stofu liggja prjónablöð, uppskriftir og handavinnudót í lange bane.   Í þvottahúsinu liggja fötin mín óhrein og bíða þess að verða þvegin.  Á baðherberginu er allt í drasli en........ það sem eftir er af íbúðarkitrunni sem ég bý í er glansandi hreint og fínt og það þakka ég Nördinu óbeint fyrir.   Ég hafði ekkert betra að gera en að sópa, ryksuga og skúra meðan ég beið eftir að hann mætti til að ég gæti leyft honum að njóta kunnáttu minnar....

Núna er ég að fara að ganga með gönguglaða ókunnuga fólkinu um Elliðarárdalinn.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigrún Óskars

það er geðrækt að fara út að ganga - það er mín skoðun, svo er bónusinn að léttast og verða heilbrigðari.

Sigrún Óskars, 25.11.2009 kl. 18:44

2 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Amm ég er sextíu og fimm, hef lifað eins og mig listir.  Gert allof lítið af því að fara í líkamsrækt eða labba.  En alltaf verið góð við sjálfa mig.  Að vísu eru hnén eitthvað að angra mig, en restin af mér er í fínu formi.... þannig er nú það ljúfan mín.  Málið er sennilega bara að LIFA og þykja vænt um sjálfa sig og aðra auðvitað.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 26.11.2009 kl. 21:45

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband