26.12.2009 | 00:00
það er gott að elska en erfiðara að þrá...
....segir konan sem liggur alltaf í heita pottinum með mér á þriðjudögum eftir rölt um Elliðarárdalinn.
Síðan segir hún að ég eigi kannski bara að skoða Tónlistamanninn betur. Með orð hennar að leiðarljósi mun ég setja upp sterku gleraugun næst þegar ég á hitting við þann gaur og virða hann vel og vandlega fyrir mér.
Ekki það að ég hafi hugmynd um hvað hún ætlast til að ég sjái......
Létt Bylgjan hljómar hér inn og út allan daginn þar sem ég er að njóta jólatónlistarinnar út í ystu æsar. Og þær birgðir af sælgæti og sætindum sem ég hamaðist við að hamstra að mér fyrir jólahátíðina minnka átakanlega hratt. Á morgun kem ég til með að mæta á Minn Vinnustað og þar kem ég til með að vera fram á nýtt ár. Á morgun eins og aðra daga þessa hátíðar kem ég ekki til með að nenna að hreyfa mig of mikið og því kem ég til með að hoppa upp í jeppann sem stendur hér í hlaðinu og keyra þá leið sem ég annars er vön að ganga.
Lengi lifi leti mín eða alveg fram á sunnudag því þá ætla ég að ganga á Vífilfellið.......
Athugasemdir
"lengi lifi leti mín" - þetta er eins og talað úr mínum munni - hef sko verið löt um jólin.
góða ferð á Vifilfellið á morgun
Sigrún Óskars, 26.12.2009 kl. 21:54
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.