28.12.2009 | 23:50
Hver ert þú....
...spyr hafrún. Og ég er nánast búin að sita með hendur í kjöltu í tvo daga til þess að reyna að átta mig á því.
Ég verð að segja eins og er að ég er alla vega ekki staðal-ímynd af hinni fullkomnu fengsælu stefnumótaveru og ætli ég sé ekki bara nokkuð sátt við það. Ég, í það minnsta, nenni ekki að spranga um í nælonsokkum og háum hælum meðan það snjóar.
Að sita svona og velta sér upp úr eigin ágæti er virkilega mannskemmandi. Á tímabili var ég svo ánægð með mig að það bókstaflega ringdi upp í nefið á mér. Í önnur skipti læddist ég með veggjum. En að lokum komst ég að þeirri staðreynd að ég er bara eins og allir hinir eða frábær einstaklingur á minn hátt og inn við beinið.
Ætli það sé bara ekki nóg.....
Núna dreymir mig um að klífa öll fjöll og að lokum Kilimanjaro
Athugasemdir
Rétt ályktað hjá þér Ella mín, við erum öll frábær á okkar hátt.
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 29.12.2009 kl. 11:49
akkúrat - við erum bara frábær eins og við erum - hver og einn er sérstakur.
hafðu það gott um áramót og takk fyrir skemmtilega bloggvináttu á árinu - húmorinn hjá þér or óborganlegur
Gleðilegt ár
Sigrún Óskars, 31.12.2009 kl. 10:34
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.