Hver ert þú....

...spyr hafrún.    Og ég er nánast búin að sita með hendur í kjöltu í tvo daga til þess að reyna að átta mig á því.

Ég verð að segja eins og er að ég er alla vega ekki staðal-ímynd af hinni fullkomnu fengsælu stefnumótaveru og ætli ég sé ekki bara nokkuð sátt við það.   Ég, í það minnsta, nenni ekki að spranga um í nælonsokkum og háum hælum meðan það snjóar.

Að sita svona og velta sér upp úr eigin ágæti er virkilega mannskemmandi.  Á tímabili var ég svo ánægð með mig að það bókstaflega ringdi upp í nefið á mér.  Í önnur skipti læddist ég með veggjum.   En að lokum komst ég að þeirri staðreynd að ég er bara eins og allir hinir eða frábær einstaklingur á minn hátt og inn við beinið.

Ætli það sé bara ekki nóg.....

Núna dreymir mig um að klífa öll fjöll og að lokum Kilimanjaro


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Rétt ályktað hjá þér Ella mín, við erum öll frábær á okkar hátt. 

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 29.12.2009 kl. 11:49

2 Smámynd: Sigrún Óskars

akkúrat - við erum bara frábær eins og við erum - hver og einn er sérstakur.

hafðu það gott um áramót og takk fyrir skemmtilega bloggvináttu á árinu - húmorinn hjá þér or óborganlegur

Gleðilegt ár

Sigrún Óskars, 31.12.2009 kl. 10:34

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband