ég er sátt.....

....og þess vegna skil ég ekkert í afskiptum fólks af athöfnum mínum.

Helgin fór í vitleysu sem sóðaleg myndataka ber vitni um.  Ég afrekaði þó að ganga Búrfellsgjánna í þriggja og hálfs klukkutíma göngu með ókunnuga fólkinu. Baka súkkulaðiköku og mæta með hana heim til FRÆNKU þar sem ég hitti fullt af frænkum.  Sofa einhverja átján klukkutíma sem byrjuðu klukkan fimm á föstudag eftir vinnu og vörðu til um ellefu á laugardagsmorgun.   Og ganga upp í Esjuhlíðar.

Ég gerði eitt áramótaheit og það er að fara hraðar upp Esjuna en ég hef hingað til gert....

Síðan setti ég mér mörg markmið til að keppa að.  Eitt er að hlusta betur á sjálfa mig á komandi ári.    Annað er að gera eitthvað sem ég hef aldrei gert áður.   Svo var það að skrifa lista um allt milli himins og jarðar.   Lista um það sem ég vil gera áður en ég dey, lista um hvað ég vil eignast, lista yfir þarfar spurningar,  lista yfir staði sem ég vil skoða og lista um allt sem varðar mig einhverju.   Ég ætla líka að skoða innihald matarskápsins míns, ískápsins og hvað ég læt ofan í mig allan daginn.  Mig langar til þess að fara út í heilsusamlegra mataræði til þess að ná sem besta árangri úr þessu fjallabrölti mínu.   Ég get bara ekki áttað mig á því hvað er hollara en annað holt.  


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Halló!! lista yfir það sem þú ætlar að gera áður en þú deyrð?  elskuleg mín hahahaha... en annars það er gott að setja sér markmið.  Það er meira en ég get gert.  Knús og til lukku með afrekin.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 4.1.2010 kl. 11:41

2 Smámynd: Elín Helgadóttir

 Það getur verið gott fyrir rótlausa einstaklinga eins og mig að hafa eitthvað til að stefna að....   :o)

Elín Helgadóttir, 4.1.2010 kl. 22:59

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband