ég er búin að skíta á mig upp á bak....

einn vinnuveitenda minna sagði:  ..annað hvort verður þú að fara að hugsa almennilega um okkur eða við verðum að finna einhvern annan til að gera það..
Auðvitað kom það mér ekki á óvart því ég er búin að hugsa um það í mánuð að ég sé kannski í einni vinnu of mikið ef ég ætla að hafa tíma til að eltast við allt þetta Ókunnuga Fólk  eða allar vonir mínar og þrár. 
Þetta spark þurfti samt, til að ég áttaði mig á því að ef ég ætla að sleppa einhverri vinnu þá er það kennslan við tómstundarskólann sem fær að fjúka.  Í fyrsta lagi er það verktakavinna.  Í öðru lagi er það ótrygg vinna.  Og í þriðja lagi skapar hún mér mesta stressinu af öllum þessum þremur vinnum sem ég hef.....

ein af Ókunnuga fólkinu sagði:   ..ég veit þú elskar mig mest af öllum á eftir manninum sem þú ert búin að biðja um að giftast þér.. 
Auðvitað hefði ég sagt henni það einhvern tíma en það var bara ekki komið að því enn og enn síður var það tímabært að fregnin fengi að fljúga um alla netheima. 

ég undirbý skíðaferð til Ísafjarðar með vinnufélögum og það er engin snjór í spánni...
ég undirbý áætlun um að mæta í ræktina og það eru bara 24 tímar í sólahringnum...
ég þarf að gera svo margt,  langar að gera svo margt og vil gera svo margt en núna ligg ég með höfuð undir kodda með kulda í kroppnum, verki í vöðvum, hor í nefi, illt í eyra og sársauka í sálinni eða eitthvað.  Ófær um að mæta í vinnu eða taka þátt í öllu hinu.....


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband