þráhyggja mín...

...þessa dagana fellst í því að sjá ekkert, heyra ekkert og framkvæma ekkert nema með hugann bundinn við þennan hóp fólks sem ég kalla Ókunnuga fólkið.

Ég man ekki lengur eftir því hvernig Toppmaðurinn lítur út.  Ég hef ekki hringt í hann til að grátbiðja hann að koma út á lífið núna í lengri tíma og ég verð bara að segja eins og er að ég er farin að sakna þess að hafa ekki hans fallega smetti fyrir augunum og líkama hans til að rekast óvart utan í.  En það stendur til bóta.  HjúkkanSemStalNafninuMínu boðar til kveðjustundar heima hjá henni um helgina(hún er að fara að flytja til Brussel) og mögulega verður hann þar og ef ekki, eru allar líkur til þess að hann verði nálægt daginn sem ég ætla að horfa aðdáundaraugum á ArtDan og hlusta með athygli á allt sem hann hefur að segja.   Nú og ef mér verður ekki að ósk minni geri ég ráð fyrir að gera árás inn á hans heimili rétt til að sulla í mig eins og einum bjór í minni nánustu framtíð.  

Ég bara verð að fara að sjá hann........

Ég sakna líka FrekuSjúkraliðaKonunnar, FRÆNKU minnar, barna minna, barnabarnanna og VINKONU minnar.

hafrún er upptekin kona núna og við það að verða óviðræðuhæf......
hafún ég panta tíma.   Tíma til að fara í göngutút, í bókabúð, á sýningu eða hanga yfir kaffisopa einhvers staðar með þér.....


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband