18.2.2010 | 00:22
víðavangssundið
Eftir sjósund í kvöld mætti ég á fund, fyrirlestra eða fræðslu um ofkælingu í sjósundi. Er því núna fersk á fræðunum um orsök, einkenni og afleiðingu ofkælingar og viðbrögðum við henni. Ég er líka fersk á hugsun um sex-bjóra tilfinningu, sundbilun og því að Sjósund er hollt, gott og skemmtilegt........ en hættuleg íþrótt fyrir ofurhuga.......
Ég og Nördið skiptumst á gjöfum í dag. Hann gaf mér sultu, ég gaf honum vit. Núna get ég því borðað gæsabringur og lax með sultu í öll mál. Hann verður svo að eiga það við sig hvað hann gerir við allt þetta vit.
Arsenalgaurinn hringdi í kvöld og ég sagði honum allt um leti mína, ArtDan, Toppmanninn og aðra sameiginlega kunnuga einstaklinga. Hann talaði um bílalán, yfirdrátt, vísakort og fjármál í verulega víðu samhengi auk þess sem hann talaði um geðrof, andvökur og andleg málefni.
En í morgun framkvæmdi ég það sem toppaði daginn minn. Eftir að hafa látið Strákinn á risa, risastóra jeppanum ná að draga mig fram úr rúminu til að taka á móti klósettpappírsfjalli fór ég út í garð til að klippa og saga runna þar til komin var tími til að koma sér á vinnustað til að kenna einhverjum eitthvað.
Já það verður að segjast að dagurinn i dag var verulega góður dagur í alla staði......
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.