fuglarnir

Vegna hræðslu við væntanlegt frost, reif ég rifsberin af trjánum í kvöld, henti þeim í pott og er búin að krukka eina 3 lítra.  Á morgun tíni ég ber til að frysta til frekari nota og svo má fjarlægja netið af runnunum og gefa fuglunum fenginn. 

Lengi lifi dugnaður minn....

Svo er það rabbabarinn.  Og bráðum sjáið þið mig á bryggjunni með veiðistöng eða með riffilinn mundaðan á rottu, kanínur eða mávann, sem er hvort eð er öllum til ama. Blóðuga upp fyrir haus við húsdyrnar, verkandi aflann, sem ég kem svo til með að frysta eða hakka eða salta í stóra tunnu. Eða við eldavélina að malla eitthvað úr rótum og arfa.

Ég ætla sko ekki að horrenna í þessum mánuði.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Elín Helgadóttir

Hreindýrasteik væri nú alveg ágæt... 

Elín Helgadóttir, 7.9.2008 kl. 17:32

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband