7.9.2008 | 23:57
meira
Ég er marin og klóruð á öðru brjóstinu. Það er búið að draga heilu hárstæðurnar úr höfuðleðri mínu og það er búið að kalla mig akfeitt flikki, satista og pöddu í allan dag. Samt vakna ég glöð á morgnanna og langar virkilega til að mæta í vinnuna mína. Ég er meira að segja svo glöð að ég sat bara í kvöld og skráði mig á aukavakt eftir aukavakt án þess að þeim vöktum væri til að dreifa...
Syni mínum líður betur. Hann liggur samt inni á spítala og kemur til með að vera þar alla vega þar til á morgun.
Grunnskólaneminn missti sig í kvöld og heimilisrottan á ekkert að borða.
Ég verð upptekin alla vikuna.......... upptekin við að læra, gera klárt í endurskoðun, kenna, vinna á Mínum Vinnustað og taka þátt í skírn.
Það kemur svo í ljós hvernig næsta vika verður þegar að henni kemur. Ég geri samt fastlega ráð fyrir því að vera upptekin fram á vor.
.....og svo vill maðurinn meira....
Athugasemdir
Þakka þér fyrir klappið á bakið.....
Ég er sko alveg að vaxa mér sjálfri yfir höfuð í kjarki og áræðni.
Elín Helgadóttir, 9.9.2008 kl. 18:24
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.