8.9.2008 | 21:20
næringarpása
Í gær var stefnan sett á að ná að gera þrennt, þ.e.a.s. að mæta á Minn Vinnustað, koma við í Kolaportinu til að fjárfesta í gleraugum og heimsækja LaukÆttarMinnar á gjörgæsludeild Lsh. Ég segi stolt frá því að ég náði þeim markmiðum mínum. Ég segi stolt frá því vegna þess að það er ekki oft sem ég næ að gera allt það sem ég hef sett mér að framkvæma hvern dag.
Þess vegna hef ég ákveðið að setja mér ekki fleirri markmið þessa viku en að gera mitt besta.... og þykir mér samt nóg um.
Rottan ældi í sófann minn... Grunnskólaneminn ætlar að sofa hjá vinkonu sinni... og ég er farin að vinna meira.
Einhver sagði að það tæki sjö ár að kynnast öðrum einstaklingi VEL, ég er mikið að velta því fyrir mér hvað það tekur langan tíma að þekkja sjálfan sig.
Athugasemdir
Knús.....
Elín Helgadóttir, 9.9.2008 kl. 18:19
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.