25.9.2008 | 10:54
krísa
Við það að verða svona slæm í bakinu að ég get ekki:
...mætt sem leiðbeinandi við að leiðbeina í því að hjálpa fólki til að ná tökum á sjálfu sér
og fyrst ég get það ekki þá
...mætt á Minn Vinnustað til að vinna mína vinnu
...bókað þá það sem þarf að bóka í bókhaldsvinnunni minni
...kennt verðandi félagsliðum eða undirbúið mig fyrir kennsluna
...lært heima fyrir mitt nám
...eða hugsað um mitt heimili
hef ég komist að þeirri niðurstöðu að það sé ekki möguleiki að framkvæma allt það sem ég þykist alltaf alla daga ætla að framkvæma.
Ég verð að hætta í skóla ef ég ætla að lifa eitthvað lengur. Alla vega ef ég ætla að lifa GÓÐU LÍFI.....
Ég hefði viljað segja að ég yrði að hætta að vinna og snúa mér að alvöru að námi. En það er bara ekki raunhæfur kostur.
Athugasemdir
Ekki veitir mér af.........
Elín Helgadóttir, 26.9.2008 kl. 17:04
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.