1.10.2008 | 12:56
ólétt
Ég er skíthrædd við tannlækna. Ekki bara að þeir tæmi alveg peningarveskið mitt sem er ekki feitt fyrir, heldur er ég sannfærð um að verkkunnátta þeirri nái ekki svo vítt að þeir viti alveg til fullnustu hvað þeir eru að gera þegar þeir byrja að troða einhverjum deifilyfjum í örfína taugaþræði í tannholdi MÍNU. Ég er bara alltaf dauðhrædd um að nú drepi þeir mig. Núna sé skiptið sem þeir sprauta eitthvað vittlaust og vit mín bólgna svo að ég kafni. Eða þá að það sem þeir eru að sprauta í mig hafi áhrif á virkni hjartans og vegna minnar sérstöðu í henni veröld verði ég fyrir því að þola ekki það áreiti....
Þess vegna fer ég ekki til tannlæknis nema ég sé tilneydd.
Í dag átti ég peninga og var ákveðin í að eyða einhverju af þeim í tannlæknirinn minn. Tannlæknirinn minn er kona og þessi tiltekna kona er komin sjö mánuðu á leið. Sem kemur þessari sögu ekkert við en mér finnst það bara svo krúttlegt. Nú hún reif úr mér tvær tennur og saumaði svo fyrir og bannaði mér að hlaupa, borða og halda á þungum hlutum í allan dag. En áður en hún var búin að sauma og leggja mér línurnar um hvað ég mætti og mætti ekki, braut hún í mér tönn. Jamm...... og svo segir einhver að tannlæknar séu ekki hættulegir. Ekki bara að hún bjó sér til verkefni þarna, heldur er það kosnaður upp á áttatíu þúsund fyrir mig að fá byggða krónu á þessa tilteknu tönn sem er sko stór biti fyrir fjárhag einstæðrar móður í leiguíbúð á frjálsum markaði.
Ég er og verð hrædd við tannlækna....
Athugasemdir
Ég er bara vön að þegja eftir að ég er sest í tannlæknastóla og kinka bara kolli við öllu sem þeir segja, borga og koma mér sem snarast út......
Hún tuðaði reyndar um ónýta tönn sem hefði gefið sig hvort eð er fljótlega og ég er alveg að kaupa það.....
Elín Helgadóttir, 2.10.2008 kl. 22:37
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.