greining

Ég er komin með einhverja kvíðaröskun.  Jafnvel gæti það verið svo að ég sé að þróa með mér einhverja hátækni geðröskun án þess að hafa hugmynd um það.

Að sú röskun skuli vera hátækni hefur ekkert með tækni að gera, ég finn bara ekki í augnablikinu nógu flott og fagmannlegt orð um mitt geð eða mína geðröskun.

Málið er að í augnablikinu fer ég létt með að sofa í 12 tíma.   Það er að segja, að eftir að ég er komin í rúmið mitt er ekkert sem dregur mig fram úr því nema skyldumæting á einn eða annan stað. 
Ég fresta undirbúningi fyrir kennslu þar til að það er ekki eftir neinn tími til að gera eitt eða neitt og því er ég alltaf á neyðaráætlunarkennslu aftur og aftur.
Ég mæti úrill og þreytt á uppáhalds vinnustaðinn minn dag eftir dag.
Ég hreyfi mig ekki í átt að bókhaldsvinnustaðnum mínum fyrr en atvinnurekandinn hringir í mig til að spyrja um eitthvað.
Og ég tek ekki til höndum á heimili mínu fyrr en ástandið er svo slæmt að ég get ekki tekið á móti heimsóknum....

Ég er með illt í maganum, pirring í hnjánum og flatneskulegt geðslag þegar ég nenni að halda opnum augum.  Ég er með skerta raunveruleika skynjun, er með ofskynjanir og dvel löngum stundum við dagdrauma...

Ef mér verður ekki batnað á morgun, fer ég að hafa áhyggjur.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Þetta lagast allt vertu viss..Um miðjan mars förum við að vakna í björtu. Lýsingin þín er þrátt fyrir allt skemmtileg veistu það?

Hallgerður Pétursdóttir (IP-tala skráð) 8.2.2009 kl. 10:26

2 Smámynd: Elín Helgadóttir

Þakka fyrir það.....

Þetta er ekkert alslæmt en svona kvíðakonguló er samt verulega óþægileg meðan á henni stendur og klárlega erfitt að fangana og koma henni í búr.....

Elín Helgadóttir, 8.2.2009 kl. 17:16

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband