4.5.2009 | 22:55
letin borgaði sig...
.......í dag. Ef ég hefði farið gangandi í vinnu í morgun eins og ég var búin að lofa sjálfri mér að gera alla morgna hefði ég verið í slæmum málum...
-ég hefði ekki náð að ljósrita prófblöðin fyrir nemendur mína.
-ég hefði ekki náð að versla í bónus.
-ég hefði ekki náð að vitja LauksÆttarMinnar.
-ég hefði ekki náð að vera í þurrum klæðum í dag.
og
-ég hefði ekki náð að taka úr uppþvottavélinni fyrir háttatíma.
Núna borgar sig hins vegar að koma sér í rúm því ég MÁ mæta á aukavakt á morgun á Mínum Vinnustað.
Á ég að labba ?
á ég ekki að labba ?
á ég að labba ?
á ég ekki að labba ?
á ég ?
á ég ekki ?
Athugasemdir
Miðað við fyrri færslu þá er það enginn spurning; ekki labba
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 5.5.2009 kl. 09:39
hehehe.... ég labbaði ekki ! letin fór með mig. En ég er búin að fara upp á tuttugustu hæð...
í dag.
Elín Helgadóttir, 5.5.2009 kl. 17:17
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.