mér er illt....

.... þess vegna sagði vinkona mín :  ,,..þú ert asni, farðu til læknis..."   

Auðvitað tjáði ég henni það í mörgum fögrum orðum að læknar væru asnar líka og því tilgangslaust að reyna að bera sig aumlega við þá.

Þá sagði hún að þá þýddi ekkert fyrir mig að kvarta og kveina í henni.   Við yrðum að líta svo á að það væri bara ekkert að mér og ég gæti engum um kennt nema sjálfri mér ef eitthvað yrði ónýtt og óafturkræft í mínu lífi.

Auðvitað pantaði ég tíma hjá lækni.  Ég vil halda fullum rétti til að kvarta og kveina í henni þegar ég vil.

Svo að ég mætti upp í Salahverfis-heilsugæslustöð upp  úr hádegi í dag.  Aumingja lækninum sem tók á móti mér þar varð það á að segja að kannski væri best fyrir mig að hreyfa mig meira og borða minna.  

Eftir djúpar og innilegar samræður um lyfja andúð mína, vangetu tiltekins sjúkraþjálfara, meint hreyfingarleysi mitt og þá staðreynd að mér ER illt yfirgaf ég svæðið með tilskipun í röntgenmyndatöku, veikindavottorð og tíma í alsherjar blóðprufu... 

...en svona í aðalatriðum sagði læknirinn:  Það er ekkert að þér.  Farðu heim taktu þér taki og haltu áfram að lifa.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Það er samt gott Elín mín að vita að það er ekkert að manni.  Óvissan er versti óvinurinn. 

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 13.6.2009 kl. 09:39

2 Smámynd: Elín Helgadóttir

..ég er samt ekki að nenna að liggja uppi í rúmi þegar ekkert er að mér !!!

Það er ALLTAF orsök fyrir ÖLLU og ef maður veit hana getur maður bætt stöðuna.

Elín Helgadóttir, 13.6.2009 kl. 14:34

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband