Ég er búin að fá nóg af hvíld...

hreyfing :   í og úr rúmi fimm sinnum, sundferð þar sem heiti potturinn var aðalega mátaður og seta úti í garði í sólinni seinni partinn....

næring:    spínat, frosinn banani, skyrsletta, kanill og vatnsglas. allt blandað vel saman með klaka í matvinnsluvél....


Núna á ég að vera að hugsa um myndaefni sem segir eitthvað um fjölmenningu eða málefni tengd minnihlutahópum....

Ég á líka að vera gera klárt fyrir staðgreiðslu og tryggingagjöld...

Og ekki myndi það saka að ég hugsaði um að pakka niður fyrir ferðalag....

Þess í stað ligg ég uppi í rúmi að hamast við að hvíla mig.  Hvíld er góð upp að vissu marki.  En eftir að þessu vissa marki er náð er hvíldin bara til ama.....

Mig langar í útilegu....


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jóhannes Guðnason

HA HA HA HE,nokkuð gott hjá þér Elín,það er nokkuð gott tjaldstæði hér á Minni-Borg í Grímsnesi,svo er stutt í sundlaug,góðar gönguleiðir,nú svo getur þú fengið gott kaffi hjá mér,er rétt fyrir ofan tjaldstæði,drífðu þig bara á stað,það er mjög gott veður logn,sól og heitt,já kannski nærð þú í restina af grillkjötinu mínu,ef þú hleypur út í bíll strax,gjörðu svo vel.HA HA HA HE. kær kveðja. konungur þjóðveganna.

Jóhannes Guðnason, 14.6.2009 kl. 19:52

2 Smámynd: Elín Helgadóttir

Þakka þér fyrir gott boð Jóhannes.  Ég geri ráð fyrir að ég sé orðin of sein fyrir grillkjötið svo við sjáumst bara seinna í sumar.....

Elín Helgadóttir, 15.6.2009 kl. 09:39

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband