27.7.2009 | 23:27
ég finn fyrir skjálfta.....
...yfir því að ætla að vakna í fyrramálið og ganga mína leið í mína vinnu.
Ég er komin með þráhyggju, tölvuþráhyggju. Ég er hætt að lifa mínu lífi nema í gegnum tölvuna. Ég byrja á því á morgnana að skoða ástandið á tölvubúgarðinum mínum. Síðan skoða ég hvað vinir mínir og vandamenn hafa fyrir stafni á facebook og skrifa athugasefndir við það ef ég hef einhverjar.
Ég athuga hvað hefur gerst í heiminum, hvaða veður ég á von á næstu daga og les svo bloggsíður þeirra sem ég hef áhuga á. Ég hef samband við vini og ættingja á msn eða facebook ef ég hef eitthvað að segja og ef ég vil einhvern einhvers staðar útbý ég viðburðarsíðu sem ég sendi viðkomanda.
Seint á kvöldin fer ég svo aftur yfir það hvað allt þetta fólk hefur haft fyrir stafni og segi svo heiminum jafnframt frá því sem mér liggur á hjarta.
Og svo segja þeir að það eigi að fara að gjaldfæra facebook aðgang........
Athugasemdir
'Esú minn Elín þetta er svakalegt
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 28.7.2009 kl. 09:09
jamm... þetta er sko alvarlegt.
Elín Helgadóttir, 28.7.2009 kl. 23:02
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.