græðgi..

Ég hreyfði mig of mikið í dag....

Ég fór gangandi í vinnuna.  Það eru u.þ.b. 8 kílómetrar heiman frá mér og á Minn Vinnustað. Svo gekk ég heim líka átta klukkutímum seinna.  Þegar ég kom heim var ekki til brauð og ostur svo að ég gekk niður í Nóatún til að fjárfesta í því eðalfæði og heim aftur.  Þar sem ég hafði meldað mig í göngu um Elliðarárdalinn hjólaði ég niður á Sprengisand til móts við samferðafólkið, gekk hringinn sem er á milli 6 og 7 kílómetra, hjólaði síðan upp dalinn til að tékka á þeim sem gafst upp og svo alla leið heim í Kópavoginn aftur þar sem ég skellti mér í heita pottinn.

Framhaldskólaneminn minn fékk svo kvöldmat klukkan 21:45.  Soðinn fisk með smælki úr garðinum MÍNUM...

Á morgun kem ég til með að hreyfa mig örlítið minna.

Ég get ekki ákveðið mig hvort lopapeysan sem ég var að byrja að prjóna eigi að vera grá eða svört......


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Lísa Björk Ingólfsdóttir

Hæ "frænka", þetta er ferlega krúttleg lýsing á deginum hjá þér :). Hvar í Kópavoginum býrð þú - bý nefninlega í Kópavogi líka:)

Lísa Björk Ingólfsdóttir, 25.8.2009 kl. 23:35

2 Smámynd: Elín Helgadóttir

Já hæ frænka !!

Ég bý á Digranesvegi.  Nánast alveg við upphaf hans.  Leigi þar litla íbúð.  Systur þínar mættu hér á frænkukvöld í síðustu viku.  Það var æðislegt að sjá þær tvær.  Hefði verið gaman ef að sjá þig líka......

Elín Helgadóttir, 26.8.2009 kl. 09:23

3 Smámynd: Sigrún Óskars

Þvílíkur dugnaður í einni konu

Sigrún Óskars, 26.8.2009 kl. 21:49

4 Smámynd: Lísa Björk Ingólfsdóttir

Hefði kannski mætt ef ég hefði vitað af því:)

Lísa Björk Ingólfsdóttir, 27.8.2009 kl. 14:06

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband