27.8.2009 | 00:07
harðsperrur
Í allan dag hef ég átt erfitt með að færa annan fótinn fram fyrir hinn..... Viðvarandi verkir í rassvöðvum hafa haft áhrif á lífsgæði mín frá því að ég vaknaði í morgun. Svo... þegar ég horfði út í myrkrið á Mínum Vinnustað í kvöld ímyndaði ég mér mörg skelfileg slys sem gætu átt sér stað þar sem ég brunaði um á hjólinu mínu þarna úti í myrkrinu.... Það endaði með að Daman keyrði mig heim.
Mig langar í:
lukt á hjólið...
kort í strætó...
hjólagrifflur...
afturljós...
ennisljós...
afturbretti...
hlífðarpoka...
SUNDKORT...
og eitthvað til að drekka núna.
Athugasemdir
til hvers er ennisljósið?
svo eru til ódýr neongul vesti - margir hjólreiðamenn og vélhjólamenn í svoleiðis.
Sigrún Óskars, 29.8.2009 kl. 09:54
Ennisljósið tengist þessu ekkert.... mig langar bara í það svo að ég geti lesið í skála, labbað á Esjuna í myrkri o.s.fr.
Núna er ég búin að setja neongult vesti á löngunaralistann minn....... Þakka þér fyrir hugmyndina.
Elín Helgadóttir, 29.8.2009 kl. 14:14
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.