samviskubit.....

Það er ekki laust við að ég sé miður mín yfir að vera að veltast um á jeppa þegar ég þykist ætla að lifa bíllausan lífsstíl þennan vetur.   Ef ekki væri fyrir það hvað mér finnst ég töff þar sem ég hoppa upp í jeppann í pilsinu og ek út í buskann, stæði bílinn bara alls ekkert í hlaðinu mínu.  Auk þess sparar hann töluverðan tíma sem fer í að koma sér á millu vinnustaða.....

Í gær fór ég að hitta fullt af ókunnugu fólki og það var ekki laust við að ég upplifði mig pínulitla frík þegar ég var spurð að því hvar ég ynni...   Framvegis mun ég því eingöngu svara því til, að ég vinni á Mínum Vinnustað þegar ég verð spurð.

Rifsberjatínsla, berjatínsla, kartöflutínsla og önnur tínsla verður að bíða þar til styttir upp.  Ég er ekki að kaupa það að það sé vit í að framkvæma þennan verknað í rigningu. Mig langar að sulta...

Framvegis mun ég borða lifur einu sinni í viku, taka lýsi á hverjum degi og innbyrða vítamín í hvaða formi sem er.  Ég á mér markmið......

ArtDan hringdi í mig og núna bíð ég í ofvæni eftir því að fimmtándi renni upp.  Hann byrjað náttúrulega samtalið á því að móðga mig þvílíkt þegar hann sagði:  ,,ég ætla að segja þér, þó að ég viti að þú segir strax frá, að ......".    Ég meina það.   Það er ekki eins og ég skelli þessu á internetið, dagblaðið eða séð og heyrt.....

Eftir 9 daga...........


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigrún Óskars

eru markmiðin að borða, biðja og elska - hvernig er annars bókin?

ég bíð líka spennt eftir hvað gerist þann fimmtánda

Sigrún Óskars, 6.9.2009 kl. 20:56

2 Smámynd: Elín Helgadóttir

o...já.   bókin hittir sko alveg í mark í mínu lífi á þessu augnabliki svo að ég bíð spennt eftir hverju tækifæri sem gefst til að kíkja í hana.

Ég var eiginlega búin að gleyma hvað það er gaman að lesa afþreyingarbókmenntir.

Elín Helgadóttir, 7.9.2009 kl. 23:59

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband