9.9.2009 | 23:53
ég er skriðin út úr hellinum...
....og farin að stunda akuryrkjusöfnun.
....ég yrki mitt land á vorin og tek upp kartöflur á haustin. Síðan ligg ég utan í runnum og lyngum í von um efni í sultu, saft og sætindi í frysti.
NæturvaktarHjúkkan sem einu sinni réði öllu, keyrði mig heim. Ég ætlaði í strætó en hún krafðist þess að fá þann heiður að aka mér upp að húsdyrum. Ég er bara vön að hlýða henni. Svo löngu fyrir áætlaðan tíma verð ég lögst upp í rúm með bókina mína og get velt mér upp úr mínu Shrek-drama þar til draumar mínir taka völdin.
Ég hringdi í Toppmanninn og vældi í honum. Hann sagði mér að þegja og hætta þessu væli. Ég hékk þá utan í GunnaGötustrák og vældi í honum. Hann heyrði ekki orð af því sem ég sagði því hann var svo upptekin við að svara essemmessunum sem hrúguðust inn á tækið hans. Þá hengdi ég mig utan á GrískaGoðið og bauðst meira að segja til þess að nudda á honum tærnar en alveg án árangurs.
það var helst að LitluLambakrullurnar nenntu að veita mér athygli í kvöld......
Eftir sex daga.....
Athugasemdir
Ég skil ekki baun í bala Nema ég veit að það væri ótrúlegt ef það fyndist engir grænir fingur á þér, miðað við bæði pabba og afa þinn elskuleg.
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 10.9.2009 kl. 08:52
Ég er með alveg heilan hellings grænar fingur. Mig vantar bara tíma til að leyfa þeim að vinna sín verk. En þeir framleiddu radísur, kál og kartöflur í sumar þessir fingur...
Einn oggulítill grænn tómatur er líka að líta hér dagsins ljós.... og svo safna ég berjum að öllum stærðum og litum og sulta þau og frysti.
Elín Helgadóttir, 10.9.2009 kl. 23:16
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.