6.10.2009 | 23:01
í veröld ellu...
...stækka fötin í kommóðunni, vegalengdirnar eiga það til að teygjast og alla daga er eitthvað skemmtilegt um að vera.
Þar sem íbúðin sem ég bý í er svona svolítið samanþjöppuð hefur öll mín fataeign fengið að kúrdast í nettri kommóðu, úr rúmfatalagernum, sem er staðsett inni í stofu. Núna nýverið hefur mikið borið á þeirri staðreynd að föt sem áður reyndust of lítil eru allt í einu orðin of stór. Föt sem voru of stór eru orðin allt, allt, allt of stór. Og föt sem hafa verið allt, allt, allt of lítil eru bara aðeins of lítil núna. Ég er mikið að hugsa um að hætta að geyma brjóstahaldarana mína ofan í þessari kommóðu......
Þar sem ég er nýskriðin upp úr flensu ætlaði ég að fara sérlega vel með mig og tók því strætó í og úr vinnu sem í dag fólst í því að mæta í skólahúsnæði, halda fyrirlestur í þrjá tíma yfir þrettán nemendum og læsa síðan skólastofunni á eftir mér. Þar sem það er þriðjudagur í dag mætti ég samt í Elliðarárdalshringgönguna með ókunnuga fólkinu rétt fyrir sólsetur. Og auðvitað fannst mér það ódýrasta lausnin að ganga að heiman á Sprengisandshittingarstaðinn, ganga dalinn og ganga svo heim aftur. Núna ligg ég skjálfandi uppi í rúmi, hálfvælandi yfir vöðvaverkjum í þjóhnöppunum......
Í gærkvöldi hitti ég ókunnugt fólk og ræddi við það um bókmenntir. Í dag hitti ég ókunnugt fólk, gekk með því og ræddi um þjóðmál við það. Á næsta sunnudag mun ég hitta ókunnugt fólk, drekka kaffi með því og ræða um það sem verður okkur efst í huga þá stundina.....
Svo er það kaffi með stóru systir á morgun. Vinnugleði með hafrúni seinni partinn og afmælisboð um helgina með fallegustu karlmönnum heimst..... ja.. eða allt að því.
...það er ekki hægt að prútt með lífsgleðina...elizabeth gilbert
Athugasemdir
gott að flensan er farin - og mér þætti gott ef fötin stækkuðu aðeins í mínum hirslum.
Góða helgi - bæði með ókunnuga fólkinu og með fallegustu karlmönnunum
Farðu samt vel með þig - hún er lúmsk þessi flensa
Sigrún Óskars, 8.10.2009 kl. 19:49
Jamm sigrún.... ég fer eins vel með mig og mögulegt er. Þakka þér fyrir það !!
Elín Helgadóttir, 8.10.2009 kl. 23:59
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.