20.8.2009 | 22:36
óvænt frí á Menningarnótt
Þar sem ég skipti við Mine Psych á helgum verð ég í fríi núna en vinn svo aftur á móti um næstu helgi. Eitthvað í sambandi við ber og tínslu og pabbann hjá henni....
Ég er búin að baka súkkulaðiköku. Á morgun skelli ég svo í eina skúffu.....
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
19.8.2009 | 23:52
hnetusmjörsbragðarefur
hreyfing: Sundferð, 80 léttar magaæfingar, Elliðaráhringurinn og kraftastælar í burði á matarvagni upp um eina hæð....
næring: Nautasteik á la Lalla og döðlur með eplum...
Ég á orðið mína eigin krukku með hnetusmjöri í. Ég og Íþróttaálfurinn lögðum á ráðin með ís með möndlusmjöri, súkkulaði og m&m-i á síðustu vakt. Þar sem þetta er að mestu draumur Íþróttaálfsins veit ég ekki hvort ég nenni nokkuð að æla þeim bragðaref neitt á næstunni. En það væri alveg þess virði að prófa.
Núna hugsa ég ekki um neitt nema Skemmtanaskokkið í Reykjavíkurmaraþoninu. Ég vil vera með....... Ég gerði reyndar heiðarlega tilraun til að skrá mig á netinu áðan en án árangurs, kortinu mínu var bara hafnað.
Á morgun kemur mamma og litla systir og litli fallegasti frændi í heimi og á föstudag má gera ráð fyrir innrás 30-40 kvennkynsættingja.....
Svona á lífið að vera.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
19.8.2009 | 00:38
tölvan mín...
...yfirgefur hreiður sitt sem hingað til hefur verið í kjöltu minni og færir sig í fang VerðandiFramhaldsskólaNema í bítið í fyrramálið...
Það er ekki laust við að ég finni til söknuðar strax.
Í kvöld var ég á vakt með Íþróttaálfinum svo umræðuefnið var Próteinduft eða hvers vegna að bæta inn Próteindufti eða hvers vegna ekki, hreyfing með hlaupum eða göngum og Laugavegurinn....
Þetta var verulega fræðandi vakt hvað varðar heilsu og hollustu.
Deildarstýran var reyndar að þvælast á vaktinni og hvessti sig aðeins á mig en þar sem ég er óttalegt krútt ullaði ég bara og sýndi henni beran bossann....
Jæja eða næstum því.
Í gær smakkaði ég hnetusmjör í fyrsta skipti á ævinni og síðan hefur ekkert verið eins og það var. Þar sem ég sat í súpuveislu hjá systir minni með grænt jukk í skál, sykurlaust gróft speltbrauð og hnetusmjör í krukku gerði ég mér ekki nokkra grein fyrir því hvaða áhrif þessi máltíð mundi hafa á mig um aldur og ævi...
Ég meina það bragðið sat í höfði mínu, munni og líkamanum öllum ennþá þremur tímum eftir að ég kyngdi síðasta munnbitanum. Og ennþá get ég ekki hugsað um neitt nema hnetusmjör....
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
16.8.2009 | 21:44
gert og ógert
Vinkona mín kom hér og fór. Hún eiginlega kom bara í dyrnar til þess að gefa mér kál með snigli og radísur. Núna er ég alveg áttavillt til hvers er ætlast af mér. Átti ég að byrja sniglaræktun í snatri eða hélt hún að ég væri svöng.....
Þessi helgi er búin að vera ein af þessum helgum sem nóg framboð er búið að vera í samskiptum. Raunverulegum samskiptum við raunverulegt fólk.
Ég missti af:
-útilegu með æskuvinkonu minni....
-súpusamsæti á Duus í Reykjanesbæ....
-fjöri með HjúkkunniSemStalNafninuMínu...
-ferðalagi að Þingvöllum...
og það var bara í góðu lagi því ég framkvæmdi margt annað gott í staðin.
Ég:
-pússaði öll gler sem ég gat pússað. Núna verður ekki pússað meira þar í bráð...
-skúraði svefnherbergið mitt og skipti á rúminu. Jamm.... þar var kk-genið í mér virkileg orðið virkt...
-hjólaði vestur í bæ og heim aftur...
-hljóp allar götur í nágrenninu á eftir rétt að verða tveggja ára, togaði hana nakta inn úr garðinum, las tuttugu bækur fyrir hana og át súkkulaðirúsínur og pez með henni langt fram á nótt í gær...
-eldaði kjúkling og borðaði hann...
-ferðaðist til Reykjavíkur og aftur til baka með S1 ....
Góð helgi verð ég að segja. Núna er ég búin að ljúka verki sem ég tók að mér og get því farið að sjá laun erfiðis míns. Einn sjötti af íbúðinni minni er til vitnis um afrek mín í tíma og rúmi. Ég hreyfði mig hressilega svo hressilega að mitt allra helgasta er marið og aumt. Minnsta kosti annað barnabarnið mitt þekkir mig. Ég fékk alvöru prótein í kroppinn og ég fékk snertingu þar sem læri sessunauts míns nuddaðist þægilega við mitt alla leiðina frá heimili mínu og að vinnustaðnum í 101.....
Bráðum fæ ég gesti.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
14.8.2009 | 22:14
hvert sem það leiðir mig....
.....þá kem ég til með að taka til hér heima hjá mér fram á nótt.
Á morgun mun ég hjóla niður á Skólavörðustíg og vinna mín verk þar. Upp úr klukkan sex annað kvöld kem ég til með að rugla saman reitum við eina tveggja ára. Það sem hún vil gera mun ég gera. Það sem ég vil gera mun hún gera. Þegar önnur verður svöng borða báðar og þegar önnur verður þreytt þá sofa báðar..... Foreldrarnir ætla sér á grímubúningaskemmtun meðal vina.
Ég er búin að boða til Frænkukvölds um næstu helgi. Reyndar er ég búin að bjóða öllum í Naglasúpu heima hjá mér föstudaginn 21.ágúst klukkan 17:00 og fram eftir kvöldi. Það verður gaman að sjá hverjir mæta.
Pabbi talar um að fara á listasýningu. Systir mín talar um Þingvöll, spilakvöld á bar og ömmuleik. Sjálf held ég að ég verði að setja Esjugöngu framst á listann.
Ég á engan bíl...................
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
14.8.2009 | 15:04
ókláruð verk
Ég er haldi FRESTUNARÁRÁTTU ef vestu gerð...........
Einhvern vegin virðist ég ekki getað lifað lífi mínu nema láta eitthvað sita á hakanum í tíma og ótíma. Ég hef óstöðvandi áráttu til að gera bara það sem mig langar meira til að gera á þeim tíma sem ég verð að velja milli margra verka.
Sita úti í sólinni og hekla frekar en skúra gólf. Standa og góna á Hinsegin Fólk frekar en pússa gler. Hitta Allt Skemmtilega Fólkið af Mínum Vinnustað fyrr og nú frekar en pússa gler. Horfa á vídeó með VerðandiFramhaldsskólaNema frekar en pússa gler..... o.s.fr.
Núna kemst ég ekki í útlegu með VInkonu minni vegna þess að ég VERÐ að fara að pússa gler. Og ég er ekki sátt........
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
12.8.2009 | 23:59
*búmm*
Mig vantar eitthvað á prjónana........
hreyfing: 50 léttar magaæfingar og einhverjar tvíhöfða-strekkingar....
næring: flatbrauð með hangikjöti....
Vinnan mín í dag fólst í æfingum í íþróttasal, ökuferð og búðarrápi. Auk þess sem ég fékk að bregðast við æsingi, sita í tölvu og spjalla um nauðsin þess að setja ofan í sig mat....
Ég fann litla mús
hún heitir Heiða
ég var að greiða henni í dag
herra jón
Hún er ofsa fín
hún kann að dansa
og hún dansar svo vel
herra jón
þó að hún sé feit
þá er hún ofsa mikið krútt
með rauða slaufu
í skottinu
má ég ekki hafa
hana hjá mér
má ég gefa henni ost
herra jón
ef ég fæ að hafa hana
hjá mér
skal ég gæta hennar vel
herra jón
þó að hún sé feit
þá er hún ofsa mikið krútt
með rauða slaufu
í skottinu
ef ég fæ að hafa hana
hjá mér
skal ég gæta hennar vel
herra jón
hún skal aldrei
fá að sleppa frá mér
má ég gefa henni ost
herra jón
má ég gefa henni ost
herra jón........
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
11.8.2009 | 23:55
eins og ég er.....
eftir jólahátíðina og reyndar smá svefn líka mætti ég á hinsegin daga hálf hinsegin....
Til að mæta á þennan merkisviðburð tróð ég mér í strætó með nokkuð mörgum öðrum kópavogsbúum og með nefið klesst við framrúðuna var brunað áleiðs í átt að settu marki. Á Lækjagötu komst ég að því að bílinn minn reyndist vera enn á sínum stað og það alveg án sektarmiða...
Á móti Sólon fann ég mér stöðu sem ég barðist hetjulega við að halda þar til yfir lauk. Bæði var það að meðan ég beið gat ég horfst í augu við Pagas og Begga og fleirra fallegt fólk sem sat á svölunum og hélt okkur svo skemmtilega í frægafólkaátrúnafíling sem verulega stytti stundir okkar á meðan skrúðgangan kom sér frá punkti A og að þeim stað sem við vorum á leið hennar að punkti B og svo var ég þá svo nálægt hinsegin fólkinu að ég gat næstum snert það....
Eftir þessa eina af stærri upplifun lífs míns fór ég að hitta Toppmanninn, Nördið, SætuSjúkraliðaSkvísuna, Krílið og HjúkkunaSemStalNafninuMínu.
Uppáhalds félagsskapurinn á kvöldum sem þessum....
Kaffisopi á kaffihúsi daginn eftir í góðum félagsskap, vinna, meiri vinna og veikur VerðandiFramhaldsskólanemi og óhóflegur svefn sem endaði með hálsríg...
hreyfing: Elliðaárhringur í góðum félagsskap.....
næring: AB-mjólk með jarðaberjum, krækiberjum og ceerios.....
Góðir dagar... gott líf......
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
8.8.2009 | 04:20
það er allt hægt...
Þá er ég búin að halda jólin hátíðlega án þess þó að fá jólapakkann.......
Ég sá jólasveinkuna, jólatréð, einn af álfunum sem búa til jólapakkana, allt jólaskrautið og sjálfan jólasveininn. Ég spilaði á jólaspil, söng jólalög og teiknaði nánast jólamynd, Að vísu fékk ég engan jólapakka en hefði samt glöð sætt mig við að fletta utan af þeim sem næst mér var ef hann hefði verið stílaður á mig.....
Og svo var mér tjáð að ég gæti fagnað nýju ári um næstu helgi.
Afstemmingar... hinseginn dagurinn... gluggahreinsun... heimsóknir... bakstur... radísuræktun... hundaæði... Menningarnótt... Ljósanótt... nóttin öll og allt lífið sjálft.
ja.... eða þannig.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
5.8.2009 | 00:02
jamm....
Ég hugsaði með mér þegar ég var að ljúka vinnu minni rétt fyrir tíu að drífa mig heim, skreiðast upp í rúm og koma mér sem fyrst á vit drauma minna. En ég opnaði nú samt fyrst tölvuna og ætlaði að fara að tjá mig um vinnu, sumarfrí og vinnu í sumarfríi þegar ég áttaði mig á því að mér var alveg sama um þá hluti..
Þá hugsaði ég með mér að segja frá Kjósinni, Bubba, tjaldútilegu og teppi en áttaði mig þá á því að mig langar ekkert að tjá mig um það hér..
Hugurinn reikaði þá að draslinu hér heima, væntanlegum gestum í mánuðinum, peningaleysi heimilisins og brottför Tenórsins úr lífi mínu en það situr svo sem ekkert þvert í hálsinum á mér..
Ætli það sé ekki best að ég láta það þá bara eiga sig að vera að segja eitthvað hér og haldi mig við það að koma mér á vit draumanna..
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)