30.7.2009 | 23:50
leti
Þegar kemur að þrifum heima hjá mér er ég heimsmeistari í að finna upp handbærar ástæður fyrir mig sjálfa til að fresta þeim verknaði aðeins lengur.
Í dag er ég alveg að kaupa það að ég sé búin að vinna nóg í dag. Sama afsökun var upp á teningnum í gær og í fyrradag. Þetta fer bara að verða spurning um hvað ég ætla að trúa þessu bulli lengi.
Annars er ég frekar einföld sál. Ég til dæmis skipti ekki um vinnu nema ég sé tilneydd. Ég get búið í sömu íbúðinni ár eftir ár þó að hún sé of dýr fyrir mig, of lítil og alveg við það að rotna niður. Og ef mér finnst eitthvað gott get ég borðað það aftur dag eftir dag.
Í dag fékk ég póstkort frá Dalatangavita, ég fór á stefnumót við vinkonu mína á Kaffi Flóru og ég sat í garðinum með kellingunum í húsinu í um það bil klukkutíma að ræða um brúna maga, breytingarskeiðið og peninga...
Ég vænti þess að dagurinn á morgun verði jafn skemmtilegur ef ekki betri.....
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
29.7.2009 | 23:57
vinna eftir vinnu....
...og svo vinna í fyrramálið.
Mér finnst virkilega gaman að vinna en þegar ég fer í vinnu eftir vinnu sem ég fór í eftir vinnu verð ég leið yfir öllum þessum vinnum og langar virkilega til þess að vinna bara ekki handtak...
Ég á bangsa sem er þrjátíu og sex ára gamall. Í dag fór hann í annað skiptið á ævi sinni að heiman án mín og ég get varla af heilli mér tekið af áhyggjum yfir líðan hans...
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
28.7.2009 | 23:03
taugatitringur....
Þess í stað er ég farin í sturtu og upp í rúm að sofa.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
27.7.2009 | 23:27
ég finn fyrir skjálfta.....
...yfir því að ætla að vakna í fyrramálið og ganga mína leið í mína vinnu.
Ég er komin með þráhyggju, tölvuþráhyggju. Ég er hætt að lifa mínu lífi nema í gegnum tölvuna. Ég byrja á því á morgnana að skoða ástandið á tölvubúgarðinum mínum. Síðan skoða ég hvað vinir mínir og vandamenn hafa fyrir stafni á facebook og skrifa athugasefndir við það ef ég hef einhverjar.
Ég athuga hvað hefur gerst í heiminum, hvaða veður ég á von á næstu daga og les svo bloggsíður þeirra sem ég hef áhuga á. Ég hef samband við vini og ættingja á msn eða facebook ef ég hef eitthvað að segja og ef ég vil einhvern einhvers staðar útbý ég viðburðarsíðu sem ég sendi viðkomanda.
Seint á kvöldin fer ég svo aftur yfir það hvað allt þetta fólk hefur haft fyrir stafni og segi svo heiminum jafnframt frá því sem mér liggur á hjarta.
Og svo segja þeir að það eigi að fara að gjaldfæra facebook aðgang........
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
26.7.2009 | 22:23
ósk...
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
24.7.2009 | 23:38
ekkert í boði....
Og ég sem ætlaði að sita og horfa á sjónvarpið í kvöld. Kannski ég leggist bara upp í rúm með IQ-bókina mína.
Eða SUDOKU......
.....en fyrst ætla ég að vökva blómin mín.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
24.7.2009 | 19:09
ræktun....
Tómatplantan mín hangir hnípin úti í glugga..... Það er ekkert útlit fyrir ávöxt á næstunni frá henni enda ekki hægt að hrósa húrra yfir þeirri meðhöndlun sem hún fær hjá mér.
Sama má segja um fennelið mitt uppi í garði, kartöflugrösin, kálið og radísurnar....
Íbúðin sem ég bý í þrengir að mér í augnablikinu. Mig langar í gólfpláss fyrir tærnar. Mig langar líka að hafa pláss fyrir gesti og gangandi. Ef ekki væri staðsetningin, garðurinn og nágrannarnir væri ég flutt í íbúðarhæft heimili.
Ég er að skipuleggja mína nánustu framtíð.......
Bloggar | Breytt s.d. kl. 19:11 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
24.7.2009 | 00:28
ofát...
Í dag er ég búin að borða allt sem ég hef séð í seilingarfjarðlægð. Og þegar ekkert var innan seilingar stóð ég upp til að leita að einhverju ætilegu.....
Hugsanir mínar eru að fara með mig. Þær eru svo súrar að það spretta fram tár í augnhvörmum mínum. Ef.... og aðeins ef, hvað þá.....
Vinkonur mínar plana ferðalag um Verslunarmannahelgina. Ferðalag í þá átt þar sem sólin verður og ekki langt frá Reykjavíkinni og ég verð með....
Ég á humar, ég á enga peninga, ég hef ekkert gert í þrjá daga og ég er með æluna í hálsinum. Eins gott að ég gaf ketti Flubbans eitthvað að borða.....
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
22.7.2009 | 23:27
hiti....
....inni í mér sem utan.
Táin er að detta af og ég bíð í ofvæni. Þá kemst ég aftur í skó og get farið að ganga á fjöll, ganga í vinnu og ganga um hér heima hjá mér.
Pólverjinn gaf mér súpu í hádegismat. Hinir nágrannarnir fyrir ofan mig gáfu mér nýveiddan lax. Og nágranninn við hliðina gaf mér kaffi í könnu.
Geðveikt góðir grannar.....
Afhverju ætti ég að vilja flytja....
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
21.7.2009 | 12:08
afrek...
....ég er búin að vaska upp allt leirtau á heimilinu.
Framundan er vinna og meiri vinna. Aukavinnan hafði samband við mig og bað mig að vinna meira en til stóð. Auðvitað sagði ég ,,já". Ég hef lengi verið víðfræg fyrir þessi já mín. Ekki það að ég sjái eftir þessu jái frekar en öðrum jáum sem út um varir mínar hafa komið undanfarið.... en það er nú sumar.
Ég veit ekki hvort ég er asni, hinn aðilinn sé asni eða hvort það sé einhver asni til staðar yfir höfuð í þessu máli. En mikið er þetta allt samt asnalegt eitthvað.
Ég er brún á maganum....
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)