20.7.2009 | 23:59
uppskeran....
hreyfing: þramm fram og til baka með vatn í fötu og garðkönnu..
næring: radísur úr fyrstu uppskeru sumarsins..
Fæturnir passa ekki í neina skó lengur. Þar sem ég nenni ekki að ganga um á sokkunum, eins og í gær þegar ég endasentist með Verðandi Trúabragðafræðingi eftir Skólavörðustígnum til að sinna minni Aukavinnu, tróð ég mér í sokka og plastskó þrátt fyrir allt.... Vann mína vinnu og sinnti mínum garði og tróð svo fótunum þar sem þeir eru best geimdir.
Það er sýking í stóru tá vinstri fótar og Pólverjinn á hæðinni er búin að endasendast upp og niður til að finna eitthvað við eymslum mínum. Hún kom með hydrogenium peroxydatum og helti yfir litlu tá hægri fótar og milli allra táa þess fótar. Síðan kom hún með epsomsalt eða magnesíumsalt sem hún vildi að ég setti fæturnar í til að koma í veg fyrir frekari skemmdum á hægri hæl mínum þar sem ég stakk gat á blöðru sem ég gat illómögulega gengið á. Svo taldi hún mér í trú um að ég þyrfti í apótek til að kaupa bakteríudrepandi grisju fyrir tánna.
Góður nágranni, pólverjinn......
Svo uppsker hver sem sáir.....
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
19.7.2009 | 23:31
Laugavegurinn og hlauparar....
hreyfing: fyrri dagur- 7 klukkutímar og 45 mínútur að ganga 24 kílómetra eftir upplýsingum úr bók sem ferðafélag Íslands gefur út...
seinni dagur- 11 tímar og 15 mínútur að fara 31 kílómeter samkvæmt þeirri sömu bók...
næring: helmingurinn af nestinu mínu...
HjúkkanSemStalNafninuMínu sló í gegn með því að redda okkur fari yfir Krossá og yfir í Bása. Hún lofaði því jafnframt að minna okkur stöðugt á þessa björgun. Ekkert við því að amast, því ekkert okkar hefði svo sem gengið þessa síðustu metra með bros á vör og sum okkar jafnvel með tár í hvörmum vegna fótafúa....
Ég komst að þrennu í þessari ferð:
-Skórnir mínir eru of litlir fyrir langar göngur...
-Dagpokinn minn dugar ekki fyrir svona langar göngur....
og
-ég þarf að vanda val mitt á nesti fyrir svona langar göngur...
Fjallafríkin á Mínum Vinnustað hljóp fram á okkur áður en við náðum að Emstrum og núna er ég með samviskubit yfir því að hafa tafið hana um nokkur sæti með því að hafa samskipti við hana sem tvímælalaust kostaði hana nokkrar dýrmætar sekúndur.
Ég er nett ánægð með mig og alveg heilluð af tilhugsun um að ganga Laugaveginn aftur og aftur bara á annan hátt....
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
16.7.2009 | 17:25
röskun....
Núna á ég bara eftir að taka á því fyrir stóru kringlóttu hlussuna.........
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
14.7.2009 | 22:28
ein.....
Fúlt....
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
14.7.2009 | 15:51
hnéð...
....er víst þreytt og þarf hvíld.
Ég er ekki hrifin af því að eiga líkamsparta sem geta ekki fylgt mér eftir í gegnum súrt og sætt. Líkamsparta sem gefast bara upp og senda svo einhver taugaboð um verki og vesæld.
Læknirinn sagði að ég kæmist þetta ekki á tveimur dögum með hnéð eins og það er. Hún gaf mér samt lyfseðil á Voltaren Rapid og Parkódín og sagði mér að versti kaflinn fyrir hnéð yrði brekkan niður að Álftavatni ef ég tæki ákvörðun um að fara. Hún sagði mér að renna mér helst á rassinum niður brekkuna og dæla í mig Parkódíni áður en að því kæmi og vona það besta.
Hún sagði að ég yrði að hafa Hnjáhlíf og tvo Göngustafi, Orkubita af bestu sort og borða Pasta áður en ég leggði af stað.
Núna horfi ég á þennan lyfjaforða og hamast við að telja í mig kjark að renna einhverju af þessu niður.
Vita læknar ekki að lyf eru hættuleg............
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
12.7.2009 | 22:50
niðjamót....
Eitthvað af okkur mætti á Hörgsland til að gleðjast og hafa gaman af....
Fjallgana, heitur pottur, barnadansar, grillveisla, grískurhringdans og línudans var það sem hafði hug okkar og hjarta þessa helgi.
Á næsta ári verður svo niðjamótið haldið einhvers staðar á milli Akureyrar og Höfuðborgarsvæðisins og verður að mestu í höndum FRÆNKU.
Núna sit ég í stól, inni í stofu, grátandi og nuddandi á mér hægra hnéð sem tók upp á því að gefast upp undan þunga mínum og hreyfigleði. Þar sem ætlunin er að nota þetta sama hné óspart um næstu helgi í tíu tíma göngu upp á hvern dag í alla vega tvo daga neyðist ég til að fara til læknis á morgun.
Bara Rassgat í bala....
Ég er að sjóða mér svið !!
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
9.7.2009 | 23:45
Euphorbia Tirucalli
Ég heillaðist gjörsamlega í Garðheimum áðan... Blómið er æði og væri mitt ef það kostaði ekki litlar 9.500 íslenskar krónur !!!!
Ég fékk aukavakt á Mínum Vinnustað í morgun. Síðan eyddi ég því sem eftir lifði dags í að labba um með fimm lítra garðkönnu aftur á bak og áfram ýmist fulla af vatni eða tóma.
Núna er ég orðin stoltur eigandi örsmára kartöflugrasa.....
Kvöldmaturinn minn fór aldrei í eldun en núna á ég samt fullan pott af ilmandi GraskeraSætkartöfluSúpu með múskat og kanill. Kjúllinn fer svo bara í ofnin á morgun áður en ég hendist í Hörgsland með svefnpoka og tjald.
Lífið er alveg ljómandi......
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
9.7.2009 | 00:18
breytingar breytinganna vegna....
hreyfing: ganga niður Laugaveginn á launum....
næring: dominos pizza....
Ég er strax farin að sakna deildarstýrunnar á Mínum Vinnustað og hún er bara búin að vera í sumarfríi í tvo daga u.þ.b. Ég held að hún komi ekki til með að þekkja deildina sína aftur þegar hún kemur til baka. Hinar hjúkkurnar eru nefnilega búnar að vera alveg spinnigal síðan hún fór..... Núna má ekki hengja upp upplýsingar og drasl á alla veggi og hurðar í húsinu, það má heldur ekki borða við hringborðið í hádeginu lengur, það má ekki hafa fætur uppi á borði, það má ekki gagnrýna neitt og það má ekki sleppa því að vinna verkin.....
Svo eiga þessar konur það líka til að senda okkur út í sólina til að njóta lífsins löngu fyrir löglegan tíma.
Ekki veit ég hvar þetta endar...........
Á morgun er hittingur við Esjurætur klukkan tíu. Planið er sett á að arka upp og hendast niður fjallið á hraða... HjúkkanSemStalNafninuMínu tók leiðina upp að Steini á 39 mínútum án vitna um daginn og ég á ekki von á að ná að slá það fyrr en það verður búið að leggja rúllustiga þessa leiðl.
Ég þarf námskeið í að þekkja nytjaplöntur frá skrautjurtum....
Ég þarf tíma til að geta nýtt mér sjálfstæða aðganginn að tuttuguhæðastigaganginum....
Ég fékk tvær tillögur að aukavinnu í dag...
og
Ég þarf hugmyndir að leikjum fyrir niðjamótið sem verður um helgina...
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
8.7.2009 | 17:56
timburmenn...
...eða hangover var bíómyndin sem við stelpurnar fórum að horfa á í gær.
mamma, litla systir og fallegasti litli frændi í heimi eru í heimsókn núna svo að ég neyðist til að taka til svo að þær haldi ekki að ég sé sóði, elda svo þær haldi ekki að ég sé löt og skemmta þeim svo að þær haldi ekki að ég sé leiðinleg...
MIG VANTAR AUKAVINNU.... núna !!!
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
7.7.2009 | 01:32
humar....
Ég fann GunnaGötustrák. Hann á sér víst líf utan Míns Vinnustaðar......
Svo að ég bakaði mér bara sjálf pönnukökur. Ekki eins góðar og pönsurnar hans en pönsur engu að síður.
Síðan þreif ég til á mínum vinnustað, heimtaði þögn, talaði við mig sjáfa, kvartaði hástöfum og fletti myndaalbúminu mínu fram og til baka....
Helginni eyddi ég á Humarhátíð á Hornafirði þar sem ég gekk upp og niður Almannaskarðið fram og til baka, dansaði burt af mér tærnar, rölti fram og til baka frá bryggju og að tjalstæðinu og tók einn sprett út eftir Syðri Ægissíðu...
Ég borðaði humarlokurnar hans Gísla óspart, gæddi mér á humarsúpu, kyssti og knúsaði alla Hornfirðinga sem ég komst í návígi við, andaði að mér menningu staðarins og komst á spjall við fjöldan allan af ættingjum...
Ég þurfti að þola það að ferðagrillinu mínu var stolið, að tjaldið svignaði svo í verstu vindkviðunum að það lagðist nánast ofan á mig og að mig mátti vinda á Laugardagskvöldinu fyrir brennu...
Ég get bara ekki beðið eftir næstu Humarhátíð.....
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)