18.6.2009 | 22:08
sól....
hreyfing: átján mínútna skokk með hvíldum og ryksugun á heilli íbúð...
næring: laukur, tómatar, paprika, kúrbítur og kartöflur af grilli...
Ég set stefnuna á Reykjavík á morgun. Þar sem sólinn hefur ekki haft fyrir því að halda sig á þessu landshorni nenni ég ekki að dvelja hér lengur.
Systir mín á stóran garð sem ég hefði alveg getað dúllast í fram á haust. Hér þyrfti að stinga upp kálgarð, reita upp túnfífla með rótum og taka heilann pall í gegn. En það verður að bíða betri tíma...
Ég vildi að ég væri mexikonsk....
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
18.6.2009 | 00:40
youtube....
hreyfing: 600 metrar bringusund í Hrafnagilslaug og miðnæturdans á Akureyrartorgi ..
næring: skyrterta með kanilkexi frá lu....
Akureyrsk ungmenni eru ekki alin upp við að fólk hreyfi sig með tónlist á kvöldi sem kvöldsins í kvöld... Þess vegna eru augu mín ennþá að jafna sig af blossunum sem þau þurftu að horfast í augu við.
Á morgun verð ég á bókasafni Akureyrar að læra.
Annað kvöld verð ég svo við grillið að gúffa í mig grillkjöti með tilheyrandi ...
Í kvöld var ég sorgmædd yfir að hafa ekki verið með húfu húfa minna með mér til að státa mig af fræknum sigri ársins 2003. Ég er samt komin með fastmótaða kröfu til FAS um að hafa útskrifatardaginn sinn í einhverri mynd nálægt því sem Akureyringar gera úr sínum degi...
Ég er stúdent og stolt af því.....
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
15.6.2009 | 23:31
ferðalag....
hreyfing: inn og út úr bíl á leið til Akureyrar........
næring: graskera-sætukartöflusúpa de la lalla.......
Ferðafélögum í Laugarvegsgönguna fjölgar jafnt og þétt. Sem betur fer segi ég nú bara því ég var farin að halda að ég yrði að gana ein með Krílinu og HjúkkunniSemStalNafninuMínu.
Við eigum 14 svefnpláss frátekin í skála.... svo koma svo allir sem vinna á Mínum Vinnustað eða hafa gert það....
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
14.6.2009 | 19:42
Ég er búin að fá nóg af hvíld...
hreyfing : í og úr rúmi fimm sinnum, sundferð þar sem heiti potturinn var aðalega mátaður og seta úti í garði í sólinni seinni partinn....
næring: spínat, frosinn banani, skyrsletta, kanill og vatnsglas. allt blandað vel saman með klaka í matvinnsluvél....
Núna á ég að vera að hugsa um myndaefni sem segir eitthvað um fjölmenningu eða málefni tengd minnihlutahópum....
Ég á líka að vera gera klárt fyrir staðgreiðslu og tryggingagjöld...
Og ekki myndi það saka að ég hugsaði um að pakka niður fyrir ferðalag....
Þess í stað ligg ég uppi í rúmi að hamast við að hvíla mig. Hvíld er góð upp að vissu marki. En eftir að þessu vissa marki er náð er hvíldin bara til ama.....
Mig langar í útilegu....
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
13.6.2009 | 19:32
plön...
hreyfing í dag: í og úr rúmi tíu sinnum....
næring: hunangsgljáðar léttreyktar svínasneiðar, bakað grænmeti og kúskús.....
Ég ásamt vösku liði Míns Vinnustaðar ætlum að ganga Laugarveginn 17.júlí 2009 á tveimur dögum. Við ætluðum í upphafi í Trússferð en vegna ófyrirsjáanlegra aðstæðna dettur það uppfyrir og því er ætlunin núna að ganga með allt sem þarf til ferðarinnar nema hugsanlega grillmáltíð í Langadal að kvöldi þess 18.
Þar sem planið er breytt frá því upprunalega spyr ég : Hver ætlar með?
...Við göngum svo léttir í lundu því lífsgleðin blasir oss við...
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
12.6.2009 | 15:09
mér er illt....
.... þess vegna sagði vinkona mín : ,,..þú ert asni, farðu til læknis..."
Auðvitað tjáði ég henni það í mörgum fögrum orðum að læknar væru asnar líka og því tilgangslaust að reyna að bera sig aumlega við þá.
Þá sagði hún að þá þýddi ekkert fyrir mig að kvarta og kveina í henni. Við yrðum að líta svo á að það væri bara ekkert að mér og ég gæti engum um kennt nema sjálfri mér ef eitthvað yrði ónýtt og óafturkræft í mínu lífi.
Auðvitað pantaði ég tíma hjá lækni. Ég vil halda fullum rétti til að kvarta og kveina í henni þegar ég vil.
Svo að ég mætti upp í Salahverfis-heilsugæslustöð upp úr hádegi í dag. Aumingja lækninum sem tók á móti mér þar varð það á að segja að kannski væri best fyrir mig að hreyfa mig meira og borða minna.
Eftir djúpar og innilegar samræður um lyfja andúð mína, vangetu tiltekins sjúkraþjálfara, meint hreyfingarleysi mitt og þá staðreynd að mér ER illt yfirgaf ég svæðið með tilskipun í röntgenmyndatöku, veikindavottorð og tíma í alsherjar blóðprufu...
...en svona í aðalatriðum sagði læknirinn: Það er ekkert að þér. Farðu heim taktu þér taki og haltu áfram að lifa.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
11.6.2009 | 13:23
baktak eða eitthvað...
Núna sit ég grenjandi uppi í rúmi vegna sjálfsvorkunnar.
Ég er með einhvern verk í síðunni eða út við hryggjarliðina sem veldur því að ég get varla gengið. Og fyrst ég get ekki gengið er það ekki að gera sig að vera í sumarfríi...
Ég sem ætlaði að ganga svo mikið, hlaupa svo mikið, ferðast svo mikið og hafa gaman af.
Skýjaborgin mín er að hrynja niður.......
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
10.6.2009 | 16:20
Hver er ég ?
Er ég dregin í dilka.... Flokkuð eftir útliti, búsetu, trú eða áhugamálum..... Verð ég fyrir sleggjudóm annara og særir sá dómur mig.....
Ég er:
-kennaranemi
-sjúkraliði
-móðir
-amma
-starfsmaður á Kleppi
-leiðbeinandi hjá Mímir símenntun
-leiðbeinandi í aðferðum til að aðstoða fólk við að hafa stjórn á sér
-kona
-dóttir
-systir
-vinkona
-ígildi karlmanns á Mínum Vinnustað
-dreifbýlistútta
-utan trúfélaga
-aðdáandi útivistar
-húsmóðir
-drátthög
-íslendingur
-forvitin
-góður hlustandi
-þögul
-meðvirk
-starfsmaður við bókhaldsvinnu
-vespueigandi
-hundahaldari
-gönguglöð
-löt
-bloggari
-einstaklingur sem er á Facebook
-lokuð
-misvirk
Ég er að vinna að sjálfsmynd !!!
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)