8.6.2009 | 23:09
hreyfing...
...engin.
Síðan HjúkkanSemStalNafninuMínu yfirgaf heimili mitt hef ég ekki gert handtak. Þegar plan A er ekki í heiðri haft ríkir plan B. Þar sem Plan B gengur út á að hreyfa sig sem minnst hef ég ekki vaskað upp, ekki hengt upp þvott og ekki skúrað eitt gólf...
Ég ligg bara í rúminu og dáist að öllum marblettunum mínum sem ég hef unnið mér inn á þessari viku.
Á morgun verð ég svo í því að halda áfram með hlaupaáætlunina.....
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
7.6.2009 | 23:51
ein rós...
....og smá poki frá Te og kaffi.
Eftir morgundaginn er ég farin í sumarfrí í nokkra daga. Hvort ég kem til með að eyða því fríi í skóla og vinnu kemur bara í ljós þegar þar að kemur.
Ég kíki alla vega á Akureyri, Hornafjörð, á Laugarveginn, Fimmvörðuháls, í Kjósina og að Hörgslandi.
Það er um það bil hálft ár til jóla..............
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
6.6.2009 | 23:44
06.06.'61
..ég veit ekki hvernig Bubbi Morthens eyddi sínum afmælisdegi en ég eyddi mínum viturlega..
Ég gerði allt sem ég vildi helst og naut þess......
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
6.6.2009 | 00:20
Til hamingju með daginn....
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
4.6.2009 | 17:42
almennileg manneskja...
Áðan sat ég á samkomu og tók þátt í útskrift síðasta Grunnskólanemans míns. Með tár í auga og grjóthnullung í hjarta velti ég því fyrir mér hvort ég hefði gert mitt besta í öll skiptin. Og hvort mitt besta hafi nægt......
Sitandi í þessum tregafullu þönkum var ég ófær um að gleðjast fyllilega með Útskriftarnemanum og sat því sem fastast fjarri þeim feðginum í minni einka kveðjustund sem ég vildi ekki með nokkru móti deila með Froskinum.....
Afhverju í ósköpunum á ég ekki öll börnin mín ALEIN....
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
3.6.2009 | 23:49
aldur....
...er afstæður.
Og ég sjálf er bara nokkuð ung fimmtug kona flesta daga. Eiginlega finnst mér ég nokkuð ung þegar ég hoppa upp á reiðhjólið og bruna á því alla leið til pabba. Eða þegar ég skokka niður í Kópavogsdalinn og tek þar minn mæðishring. Líka þegar ég labba í vinnuna mína og heim aftur. Svo ég tali nú ekki um þegar ég hef fest á mig gönguskíðin og mása eftir hinum eða renn mér á svigskíðum í barnabrekkunni.....
Bara alveg kornung.....
Það er alveg ferlega kúl að vera fimmtugur.
Svo að mér finnst það svolítið fúlt að ég skuli ekki standa á þeim tímamótum núna. Þá myndi ég bjóða öllum sem ég þekki í partý og fá Bubba sjálfan til að spila þar. Ég myndi bjóða upp á súpu og brauð og bjór eins og menn gætu í sig látið. En bara Thule. Síðan myndi ég gleðjast og hafa gaman af.
En þar sem ég verð bara fjörutíuogátta ætla ég að láta mér nægja að bjóða Fólki heim til mín í Humarsúpu á föstudagskvöldið þar sem Bubbi verður á fóninum..... Búast við börnum og barnabörnum í síðbúin morgunverð klukkan tvö á laugardag..... Og skríða upp á Esjuna seinni part þess sama dags.
Það er verulega gott að eldast....
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
1.6.2009 | 13:03
Stundum eru hlutirnir bara eins og þeir eru...
...þegar þeir eru það ekki eru þeir öðruvísi.
Heppin ég að vera að sigla inn í sumarfrí. Fíflunum í kringum mig er farið að fjölga svo verulega að ég verð að gefa mér tíma til að slá, plokka, reyta, rífa......
Afhverju segi ég: já, við einstakling sem á að fá nei...
Afhverju tala ég um einstaklinginn upphátt...
Afhverju horfi ég framhjá því sem ég á að sjá...
Og afhverju fæ ég undarlegar hugmyndir um að verja eitt og annað sem mér kemur bara ekkert við......
Humm.... nú er sko þörf fyrir almennilega sjálfshjálparbók.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
31.5.2009 | 21:18
stundum er ég töluvert á undan sjálfri mér...
Eitt augnablik hélt ég að Dalai Lama væri á morgun, ég yrði í snertingu og Fringe hefði verið í gær.... Svo fræðilega séð græddi ég einn dag.
Kannski ég lesi um Búddisma, skoða myndlistabækur eða ræð Sudoku-þrautir meðan ég bíð...
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
31.5.2009 | 20:04
mikil ábyrgð....
Fjórir kettir, tveir fiskar, einn hundur og töluverður fjöldi plantna lifir núna vegna árvekni minnar gagnvart fæðuinntektar þeirra.
Þetta er ekkert smá ábyrgð sem sett hefur verið á herðar mínar.
Ég er þreytt......
Í gær fór ég að velta mér upp úr Illuminati, Tom Hanks og Tenórnum. Ég fór líka í það að þvælast um fyrir tánum á Toppmanninum með HjúkkunniSemStalNafninuMínu. Þessi þvælingur varð töluvert tímafrekur og því hafði ég lítið sofið þegar morgunvaktin í morgun rann upp.
Ef ég væri ekki að þvælast um í snertingu við fólk sem snertist, alla næstu viku, væri ég á leið í Háskólann til að bera Dalai Lama augum í fyrramálið.
...samkynhneigð er víst málið....
ásamt Kjarval, jarðskjálfta, Evu og gjaldeyrishafta
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
30.5.2009 | 16:31
ég fór öfugumegin fram úr rúminu í morgun....
...sem er auðvitað myndlíking á staðreyndum því rúmið mitt stendur upp við vegg í þessum kústaskáp sem ég tel mitt konungsríki..
...í mínum veruleika er allt að fyllast af fíflum í kringum mig og því heppilegt að í morgun var AukavaktaHjúkki á Mínum Vinnustað sem létti mér lífið með gítarleik, söng, bröndurum og sögulegum staðreyndum úr sínu lífi.
Ég á eina vakt eftir svo er ég komin í sumarfrí....
Að vísu kem ég til með að mæta á Minn Vinnustað í heila fimm daga en ekki til að takast á mörk eða markleysi, kosmos eða kaos eða eitt eða neitt sem Minn Vinnustaður hefur upp á að bjóða heldur fæ ég að vera í snertingu við mann og annað í tilraun til að kenna aðferðir, til að aðstoða fólk við að ná stjórn á sér..... eða þannig..
Í morgun vaknaði ég klukkan hálf sjö til að geta gengið í vinnuna. En eftir að hafa snúsað á símann sneri ég mér á eina hlið og svo aðra og aðra og aðra þar til ég var búin að sannfæra sjálfa mig um að eitthvað væri líkami minn að kvarta undan álagi og þyrfti því það frí sem hann væri fær um að fá....
Núna er ég að reyna að selja sjálfri mér að ég þurfi að þrífa, taka til og vinna ýmis viðvik hér heima.
Ég veit ekki hvernig það fer...........
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)