ef ég ætti gítar væri ég að glamra á hann núna..

..ef ég ætti píanó væri ég að strjúka yfir nóturnar undur varlega.
..ef ég ætti blokkflautu og kynni á'ana væri ég að renna vörum mínum eftir henni.
..ef ég hefði eitthvað vit væri ég að lesa eitthvað í þágu skólagöngu minnar.

Þess í stað ætla ég að hátta mig, skríða upp í rúm, leysa eins og eina SUDOKU-þraut og fara eldsnemma á fætur í fyrramálið og labba í vinnuna mína...


ganga-ganga-ganga

...eins og mér komi það eitthvað við þó Haraldur Örn fresti ferð sinni á Hvannadalshnjúk þar til á sunnudag.

Ekki er ég á leið á hnjúkinn þetta árið..........

...mér kemur það heldur ekkert við, að fólk sem ég þekki er á leið til Vestmannaeyja til að ganga, spranga og skemmta sér meðal Lunda um helgina.

Ekki er ég á leiðinni þangað...........

Í raun kemur mér ekki heldur við að SérstakaTónlistagúrúið er að fara að spila á Jazzhátíð...  Nördið á leið vestur...  Stelpurnar mínar á leið austur fyrir fjall og fólk vítt og breitt að færa sig um set.....  
Ég vil líka helst ekki vita af því að hafrún er að leika sér í sveitasælu með fjárhúsalykt angandi í fötunum og hárið flagsandi í hafgolunni......

ÉG ER AÐ VINNA ALLA HELGINA !


spegill, spegill hermd þú mér......

"Some people
no matter höw old they get
never lose their bauty
they merely move it from their 
        faces
            into their
                    hearts"eftir einhvern sem ég man ekki nafnið á


Ég er búin að standa við spegilinn í allan morgun að velta því fyrir mér hvert öll mín fegurð fór á þessum tæpu fimmtíu árum........  

kolamoli....

Ég sat úti í sólinni í morgun og fór yfir síðustu verkefnin.  Rölti síðan niður í Mímir og skilaði af mér verkefnum og einkunnum.   

Þar sem ég hef núna einum þriðja minna af skyldum að gegna fór ég niður í Rúmfatalager og fjárfesti í kolagrilli.  Stolt og ánægð með sjálfa mig eftir að hafa skrúfað það allt saman ein og sér og sjálf skellti ég kolamolum ofan í grillið, tæmdi hálfan brúsa af grillvökva og kveikti í.     Eftir að logarnir dóu og ég byrjaði að grilla kartöflurnar mínar hamaðist ég við að halda hitanum inni í grillinu með því að hafa lokið á.  Það voru víst mistök grillmeistarans því klukkutíma síðar var allt kalt......

Ég náði nú samt að skila af mér fyrsta verkefni sumarskóla HÍ þrátt fyrir annir við eldamennskuna.

Utan við gluggann minn dansar blóðrautt sólarlag darraða dans við skýin............  er það til vitnis um að sólin muni baka hörund mitt á morgun líka eða fæ ég rigningardag til að skúra gólf......


málið er alvarlegt....

.....alveg grafalvarlegt.

Ég fékk skilaboð á Facebook þess efnis að hugsanlega hefði einhver HERRA K.Helgadóttir skilið eftir sig $7.3 millionir handa mér.   Ég sagði viðkomandi að ef svo væri skildi hann gefa peningana í þarft málefni.

Núna sit ég og hugsa um allt það sem ég hefði getað gert við þessa upphæð. 

nýr bíll, aðra vespu, reiðhjól, hlaupaskó, bikiní, sundkort, íþróttaföt, göngutjald, prímus, lukt, ennisljós, buff, alvöru göngubuxur, eldabusku, gólftusku, göngustafi, skíði, skauta og bara allt hitt sem mig langar líka í...... 


nafngiftir...

Vinkona mín er svoooo..... sniðug stundum að það er má alveg gera út á hana..

Núna merki ég börnin mín sem Afkvæmi1, Afkvæmi2, Afkvæmi3 og Afkvæmi4 í símaskránni til að eiga ekki erfitt með að finna þau þegar mikið liggur við...

Þá get ég svo merk barnabörnin í sama samhengi eða Afkvæmi1-1 og Afkvæmi2-1 þegar þau ná aldri til að bera símanúmer...

Merkileg uppgvötun.


ég á mér nýtt áhugamál....

...núna sit ég í bílnum og tel allar hrukkurnar, óæskileg hár í andliti mínu og ógreinilegar brúnkuskellur meðan Grunnskólaneminn tekur út æfingaraksturinn.   Ég hef fulla trú á að það komi í veg fyrir að ég missi geðheilsu mína endanlega og það hefur alveg tvímælalaust mælanleg áhrif á aksturhæfni ökunemans.

Allir vinir mínir eru mjög uppteknar mannverur og því er ég ein núna.

Toppmaðurinn hugsar ekki um neitt nema nýju vinnuna, folald og hvað hann á flottan bíl..
Nördið æfir sig í lffærafræði  með því að kanna kropp konu sem ég kann engin deili á..
ArtDan leggur lífið að veði fyrir nýju vinnuna..
Tenórinn les bækur og pælir í innihaldi þeirra með félögum sínum..
og
...hafrún telur lömbin um leið og þau detta úr rollunum austur á fjörðum..

hvernig endar þetta.............

af nægtarbrunni...

Ég á gloss, júgursmyrsl og bilaða tölvu.....

Ekki að það hafi nokkur áhrif á líf mitt í dag.  Í dag ætla ég nefnilega að rölta eftir hjóli sem vantar að pumpa í....  Ég ætla að rölta með það á næstu bensínstöð, pumpa í það og máta það svo við rassinn á mér.

En það ætla ég samt ekki að gera fyrr en ég er búin að bruna á eðalvagninum út í Bónus og fjárfesta í næringarefnum fyrir mig og Grunnskólanemann til að narta í yfir helgina.

Á innkaupalistanum er brauð og ostur, bananar, poppkorn, PepsíMax, mjólk, sveppir, gulrófa, steinseljurót, sellerí.og rúsínur

Sumarskóli Menntavísindasviðs HÍ er byrjaður og ég er skráð þar í tvö fög.....


sextán dagar...

...þar til við Bubbi eldumst...

Þann dag ætla ég upp á Esjuna og það alla leið.  Á Esjunni ætla ég svo að eiga stund með sjálfri mér þar til ég geri mitt besta í að klöngrast niður...

Fyrir utan það að ég veit ekki hvort ég ætla um klukkan 06:06 að morgni dags eða kvölds, veit ég ekki hver kemur til með að fara með mér...


orðlaus...

Sumt lætur maður bara ósagt....

..ef ekki væri fyrir dugnað minn væri húsið mitt tínt í frumskógi og enginn sem í því býr sæi til sólar...

..ef ekki væri fyrir leti mína væri ég ilmandi hrein núna á leiðinni gangandi til vinnu...

En þar sem ég tel mig ganga um með svínaflensubróður verð ég að fara vel með mig og gera ekki of mikið  á einum og sama deginum fyrr en mér er batnað til fulls.

Ég er búin að vera heltekin af tilhugsun um sex......

Á ég að ganga á Esjuna klukkan sex....   hvort á það þá að vera klukkan sex að morgni eða kvölds....   á ég að bjóða sex vinkonum heim eftir Esjugöngu eða fyrir...   á ég að hafa sex kerti á borðinu eða sextíu og sex....   hvort er betra að hafa sex brauðsortir eða færri... 
 


sex-sex-sex-sex-sex-sex-sex-sex-sex-sex-sex-sex


« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband