letin borgaði sig...

.......í dag.  Ef ég hefði farið gangandi í vinnu í morgun eins og ég var búin að lofa sjálfri mér að gera alla morgna hefði ég verið í slæmum málum...

-ég hefði ekki náð að ljósrita prófblöðin fyrir nemendur mína.
-ég hefði ekki náð að versla í bónus.
-ég hefði ekki náð að vitja LauksÆttarMinnar.
-ég hefði ekki náð að vera í þurrum klæðum í dag.

og

-ég hefði ekki náð að taka úr uppþvottavélinni fyrir háttatíma.

Núna borgar sig hins vegar að koma sér í rúm því ég MÁ mæta á aukavakt á morgun á Mínum Vinnustað

Á ég að labba ?
á ég ekki að labba ?
á ég að labba ?
á ég ekki að labba ?
á ég ?
á ég ekki ? 


ég er skelfingulostin....

Ég uppgvötaði það í dag að ég er orðin ein af þessum eldgömlu úreltu fornaldarskrímslum sem ég leit niður á fyrir svo stuttu síðan eða svona um það bil í kringum árið 1976.

Allt eldra en tuttugu var í þá tíð úr sér gengið og átti sér ekki á nokkurn hátt viðreisnar von í mínum augum.

Það sem skelfir mig mest er að ég tók ekkert eftir þessu.   Mér líður ekki á nokkurn hátt öðruvísi en áður en árin byrjuðu að líða...........


fermingar...

Ég er orðin atvinnuskrópari í fermingar.....

Filipíska hjúkkan beið eftir mér um síðustu helgi og annað og þriðja skróp á sér stað á morgun.   En í stað þess að vera í fermingarveislum á morgun mun ég veltast um á Mínum Vinnustað að baka köku, hekla túmteppi og heimsækja Tenórinn yfir á hinni deildinni..   Auk þess sem ég mun vitja um LaukÆttarMinnar á LSH-Hringbraut þar sem hann er inniliggjandi og hugsanlega kíkja á pabba minn ef tími vinnst til.

Þar sem skipulagsleysi mitt er algjört hef ég ekki haft vit á því að láta fermingarbarnið eða nánustu skyldmenni þess vita um væntanlegt brottfall mitt af kirkjubekkjum þessa dags.  Sem mér þykir eiginlega miður því mér þykir verulega vænt um þetta fólk.

Á morgun fara svo JeppaKlúbbFélagar á rúntinn án mín........


nördið....

......skellti nammiskál á borðið og bauð mér svo svart kaffi.   Stundum held ég að það sé ekki í lagi með'ann.

Ef ég á að vera sérlegur ráðgjafi í hans skólamálum verður hann að sýna sóma sinn í því að eiga í það minnsta G-mjólk einhvers staðar ofan í skúffu.

Það er ekki eins og ég sé að biðja um eitthvað mikið.......


ég lifi í draumi mínum....

Ég sat hér og hugsaði um hvað þessi dagur hefur liðið mjúkhentur hjá þegar ég rak minni til þess að draumurinn í nótt snérist um val, höfnun og undarlega tilfinningu og kannski hafi hann bara tónað við það sem er...

Ég er með grænt hjarta á hendinni.  Ég fékk það meðan aðrir fengu kross.  Ég held að það sé vegna þess að ég er ég.   En hjartað fékk ég vegna þess að ég borgaði þúsund krónur inn á leiksýningu ungs fólks á efsta stigi Kársnesskóla núna fyrr í kvöld þar sem dóttir mín meðal annars sat á sviði við hlið gítarleikara og söng undurfagurri röddu eftir að hafa ásamt fríðum hópi ungmenna brætt hjörtu okkar, kallað fram sorgarviðbrögð og kitlað hláturtaugar stoltra foreldra.

Ég er ekki bara montin af að eiga svona flotta dóttur heldur er ég líka montin yfir að þekkja megnið af þessum flottu ungmennum....

Í dag er ömmudagur og því er ég búin að vera þess aðnjótandi að hanga í sundlaug með einu smápeði í morgun.   Rölta um á eftir þessu sama smápeði í gegnum Kársnesskóla þar sem nemendur voru með sýningu á verkum sem þeir hafa verið að vinna að á undangenginni þemaviku.    Mörg snilldar verkin þar....   

...Síðan hitti ég báða syni mína á sjúkrahússtofnun.


ég slapp fyrir horn....

Ég fór með bílinn í skoðun tímalega svo að ég þarf ekki að borga vanrækslugjöld. Ég þarf ekki heldur að mæta með hann aftur í endurskoðun því hann telst í fullkomnu akstursástandi.

Næst á dagskrá er að gefa honum útlit sem sæmir.

Ætli ég sé enn á nagladekkjum......


lazy

....ég nenni ekki að hafa fyrir lífinu.

Þegar eitthvað er leiðinlegt þá framkvæmi ég það ekki fyrr en tilneydd og helst ekki fyrr en löngu seinna.

Ég lifi þessu lífi bara einu sinni og á bara alveg skilið að njóta þess í botn.  


kosningar...

Ég mætti á kjörstað, kaus og eyddi svo því sem eftir var dagsins við að velta því fyrir mér hvort ég hafði kosið rétt.

......whatever will be will be..........

Ég fjárfesti í peysu handa mér í gær.  Fleespeysu fra Cintamani.  Rauðri frábærri fleespeysu frá Cintamani.   Í næsta mánuði ætla ég svo að eyða tíma í að leita mér að buxum.

Mig langar í tjald, prímus, tjaldlukt og ferðagrill...
Mig langar í reiðhjól, hjálm, hjólabuxur og grifflur...
Mig langar í léttan svefnpoka, bísak, göngustafi og legghlífar...
Mig langar í gönguskíði, skó, festingar og stafi....
Mig langar í sundbol og sundkort í sundlaugum Reykjavíkurborgar....

Og mig langar til að athuga hvort aðrir strigaskór en þeir sem ég er að nota núna henti mér betur..   ég fæ verk í sköflunginn og get ekki áttað mig á því hvort það eru skórnir sem valda því eða þessi tuttuguogfimm aukakíló sem ég ber utan á mér....

Stefnan er sett á betra úthald við að koma sér á fjall.  Getu til að skokka í skemmtanaskokki Reykjavíkurborgar um miðjan ágúst og meiri hluta leiðarinnar á vinnustað í sumar...

Ég var að lifa mig í gröfina á síðasta ári og get ekki lengur staðið aðgerðarlaus hjá.  

Ég á fjögratíma prufukort hjá Kraftgöngu, ég vinn með einum af aðalforsprökkum Toppfara, ég hamast við að líta upp til Hjúkkunar sem hleypur tíukílómetrana í tíma og ótíma og ég þekki góðan hóp íslandsunara sem ganga og skoða umhverfið sér til ánægju allan ársins hring....

Það kveikir....


kryddjurtir...

Núna rækta ég í stórum stíl í götóttum pottum. 

Við skoðuðum ávaxtatré, Eyrabakka, Stokkseyri og Geitafell.  Björguðum hundi frá drukknun og borðuðum ís.   Núna ætlum við svo í matarboð hjá Bifvélavirkjaleigubílstjóramenntaskólakennaranum.....   og eftir það að kíkja á jeppaklúbbsformanninn og konuna hans.

Það er nóg að gera.....

davíð

,,Ég hef ekkert að gera, hef engin plön" sagði ég um tíu leitið í kvöld.
Núna sit ég og spái í því hvernig ég eigi að púsla saman dagskránni svo að ég nái að gera sem mest af öllu sem hugsanlega er í boði.

Ná í fermingapeningana á Mínum Vinnustað og koma þeim í hendurnar á öðrum því ég kemst bara því miður ekki. 
Svo er það ferðalag, kosningar, ná í bílinn minn, lesa yfir tíu verkefni (löng), kaupa afmælisgjöf, mæta í afmæli, undirbúa kennslu mánudagsins, prufa hjól, þvo þvott, reita arfa og æfa fyrir fimm kílómetra hlaup.

Nobb... ekki allt á morgun, heldur alla helgina.   Svo að í sjálfu sér ,,hef ég ekkert að gera, hef engin plön"

mig langar í knús.....


« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband