26.1.2009 | 13:28
blót....
Á föstudaginn var næst besti dagur ársins og upphafið á góðu tímabili.
Þá um kvöldið blótaði ég með Ásatrúarmönnum.... Næstu helgi blóta ég með jappaklúbbnum sem ég er aukafélagi í.... um miðjan næsta mánuð er það hornfirðingablót á höfuðborgarasvæðinu.... Og ef eitthvað vit er í Tenórnum get ég væntanlega gabbað hann í eina blóthátið hér á mínu heimili á meðan á þorranum stendur
Hákarl og hangikjöt
108 föt
skulum við í okkur troða
Blóðmör og brennivín
bryðjum við eins og svín
svo út fellur ógeðsleg froða
Sæll vertu hrútspungur
góður er harðfiskur
úr sviðunum sjúgum við augað
Smjörinu smjöttum á
laufabrauð Lukku frá
svo örlítið meira af Brennsa
Ælupest og iðrakvef
flestir hér verða með
og jafnvel má búast við dauða.
Hver var hér kokkurinn
spurði svo læknirinn
kannist þið nokkuð við kauða.
Sungið á þorrablóti 1993.....
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
21.1.2009 | 23:31
móð og másandi
Allt útlit var fyrir að ég yrði ein á ÚLFARSFELLINU í morgun. Það er að segja það mætti enginn á Select og því lagði ég ein af stað. En ég var varla komin upp í hálfa hlíð fellsins þegar Krílið kom hlaupandi upp á eftir mér.
Hún svaf yrir sig krúttið....
Ég var móð og másandi alla leið upp. Ég þurfti oft að hvíla mig og þegar ég kom niður hóstaði ég og hóstaði þar til ég ældi.
Ætli ég þurfi ekki að koma mér í betra form......
Ég er að fara að vinna í bókhaldsvinnunni minni þar til ég fer á kvöldvakt á Mínum Vinnustað. Ég á ennþá eftir að undirbúa kennsluna sem seinni hópurinn á að fá á morgun. Ég er ekki búin að klára verkefnið sem á að skila í dag. Og stórþvotturinn síðan í gær er ófrágenginn.
En ég á fullan pott af grænmetissúpu......
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
20.1.2009 | 22:24
leti
Ég er fædd undir merki tvíburans og má því skipta um skoðun hvenær sem ég vil.. deginum í dag ætlaði ég að eyða í stærðfræðiverkefni. Þess í stað vaskaði ég upp margra daga leirtau eftir mig og Grunnskólanemann, þvoði þvott frá því fyrir helgi, skrifaði á þrjú póstkort, lét mig dreyma um Tenórinn, talaði í síma við pabba, mömmu og systir mína, borðaði með frænku minni, hékk á facebook-inu, velti mér upp úr væntanlegum kennsludegi, kláraði að prjóna pilsið, talaði við deildarstýruna og skrapp í bónus......
Á morgun þykist ég ætla á Úlfarsfellið...
Í næstu viku ætla ég að hitta bekkjarfélaga mína á kaffihúsi.....
en núna nenni ég bara engu og það er EKKI gott.....
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
20.1.2009 | 00:04
ég er hætt að tala við fólk
Eins og megnið af þjóðinni er ég með síðu á Facebook-punktur-com. Síðu þar sem vinir, vinnufélagar og ættingjar játast fúslega við því að kallast vinir mínir og veita mér aðild af einkalífi sínu.
Þessi heimssýn er um margt athyglisverð. Þar sem þú þarft ekki annað en að opna síðu á vefnum og þá veist þú hvað allt þetta fólk sem þú þekkir er að gera eða ekki gera hvort sem það býr á Íslandi, í Danmörk, Mexíkó eða annar staðar. Á FACEBOOKsíðunni kemur fram hverjir eru vinir hvers. Hvað hverjum þykir skemmtilegast að gera svo sem leika sér í bílaleik, blóðsugustríði, ferðast um hammerfall eða daðra við aðra. Hvaða frístundir menn eiga eða hvað fólk dútlar við utan vinnu. Hvaða skóla fólk sótti og sækir, Hvað fólk er gamalt og hvenær það á afmæli. Og nánast allt sem vert er að vita um hvern og einn.
Það er því orðið nánast óþarfi að fara út fyrir hússins dyr til að hafa samskipti.
..........framvegis verð ég bara á andlitssíðunni minni.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
18.1.2009 | 19:22
konan ég....
Það er auðveldara að hugsa um að læra en að framkvæma það.....
Núna sit ég í stofunni minni með Women's Activity Tea í bollanum mínum. Hjá mér liggur bók um hvernig jarðsprengjusvæði konur þurfa að ganga eftir til að standa jafnfætis körlum á sínum vinnustað og í sjónvarpinu mala framsóknarmenn í þeirri trú að nú sé þeirra tími kominn til að bjarga þjóðinni....
Hvenær koma íslendingar til með að átta sig á því að það þarf að breyta íslenska stjórnkerfinu algjörlega... Það er sama hland í koppnum hvort sem það kemur frá framsókn, sjálfstæðinu, samfylkingunni minni eða öðrum örflokkum. Við viljum bara enga koppa lengur !!!!!
Tenórinn kom í heimsókn í dag og dró mig út að ganga. Þar sem ég hékk á hælunum hans, móð og másandi með hjartslátt uppi í höfði, áttaði ég mig á því að ég er í hræðilegu formi. Tenórinn malaði stanslaust og ég er ekki frá því að hann hafi tekið lagið annars lagið án þess að blása úr nös. Ég aftur á móti átti fullt í fangi með að svara honum vegna mæði og reyndi því að svara bara með jái og neii þar sem ég gat komið því við. Ég verð að koma mér í form....
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
18.1.2009 | 01:53
ég er yndisleg...
eða svo sagði íris......
Ég segi hins vegar að mig langar í uppskriftir af grænmetissúpum..... MARGAR uppskriftir ! !
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
14.1.2009 | 23:30
sjálfsöryggi
Frá yfirborði hugans
ég horfi niður í dýpið
á sjálfan mig.
Í rökkri óttans
hvíslar sálin:
Ég elska þig.
Meðan ómur þess liðna
gárar vatnið
og leggur sig.
Ég fór í tíma í dag. Ég fór í tíma hjá kennurum sem ætla að kenna mér notagildi leikja.. Ég kvaddi nemann minn sem hefur eitt síðustu dögum við að elta mig á röndum í þeim tilgangi að fá einhverja hugmynd um hvað það er sem Minn Vinnustaður gengur út á.. Ég fór og kíkti á bókhaldsvinnustaðinn minn og eyddi þar tveimur tímum við að prenta út reikninga og ganga frá hinu og þessu... Ég gekk upp á tuttugustu hæð og niður aftur... Ég fékk koss í dag.... ég sá hornfirðinga... ég fékk kaffiboð á sunnudaginn... og ég talaði við Toppmanninn.
Þetta var góður dagur, dagurinn í dag......
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
13.1.2009 | 22:43
skylda
Augun loga læstar dyr.
Leggstu hjá mér sem áður fyrr.
Síminn sefur, allt er hljótt
ég veit þetta verður þúsund kossa nótt.
Opinn gluggi, ágústkvöld
við þurfum engin gluggatjöld.
Blóð mitt streymir hægt og hljótt
ég veit þetta verður þúsund kossa nótt.
Skólinn er byrjaður. Reyndar er hann löngu byrjaður en ég mætti í minn fyrsta tíma í dag. Í dag talaði kennarinn um útikennslu og að mæting í staðlotu væri alveg frumskilyrði fyrir velgengni. Hún talaði um eitthvað meira en eftir að hún byrjaði á þessu um skyldumætingu hætti heili minn að starfa og ég sat með angist í hjarta þar til tíminn var búinn. Þegar tíminn var búinn bað ég kennarann um að auðvelda mér lífið og segja mér strax hvort ég ætti þá að gleyma þessu fagi þar sem ég kæmi ekki til með að mæta á fimmtudögum í vetur.
Bara svo að þið vitið það þá kem ég til með að læra meira um útikennslu í vetur.
Á morgun mæti ég svo í tíma til að vita meira um leiki í kennslu.......
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
13.1.2009 | 00:08
góð gjöf
LSH bauð okkur á sýningu á heimildamyndinni Sólskinsdrengurinn á sunnudaginn..... Mögnuð mynd.
Ég vann í dag tvöfaldavakt á mínu eigin frídegi. Reyndar á ég að eiga frí á morgun líka en eyðilegg það með enn einni vakt sem ég á ekkert að vera á. Vinnugleði mín er ótakmörkuð...
Í dag var fundur trúnaðarmanna...
Á morgun byrjar skólinn...
Núna er ég þreytt...
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
10.1.2009 | 01:53
transporter III
Borgarbarn þú þarft ekki að gráta
við elskum þig eins og þú ert.
Þó þú hafir ekki af neinu að státa
vitir ekki hver þú ert.
...............
Bróðir sæll þú þarft ekki að hata
þó líkaminn sé orðinn þræll.
Nýja veröld við saman skulum skapa
svo lifað getir þú sæll.
Í kvöld ómaði söngur út af baðherbergi mínu og hann kom ekki úr mínum hálsi.... hér ómaði reyndar gelt líka og á tímabili Vivaldi og Beethoven.... En ég fór í bíó í kvöld og þaðan fór ég í Hafnafjörðinn til að fá dóttur mína til að máta pilsið sem ég er að prjóna handa henni. það var eins og ég hélt.... hún var farin að stíga í faldinn svo að ég verð aldeilis að rekja upp nokkrar umferðar þegar ég hef tíma til vegna anna.
Það vill svo til að ég hef dálæti á Bubba......
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)