29.12.2008 | 00:08
..áramótaheit..
Mig langar að strengja áramótaheit.. ég veit bara ekki um hvað það ætti að vera.
Ætti ég að strengja þess heit að ganga á Heklu.. taka Hvannadalshnjúk.. fara á Oktoberfest í Þýskalandi.. eða kannski það sem heillar mig mest að bragða ekki áfengi á árinu 2009.
Veit ekki .... þarf að hugsa þetta betur þessa fáu daga sem ég hef til stefnu.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
28.12.2008 | 02:41
óð'inn
Um.... þetta fer að verða ansi gruggugt. .....óð einhver inn sem hét Óðinn eða er bara verið að tala um óðinn? Sem skýrir ansi margt því ef óðinn og Bragi eru nefndir í sömu andrá dettur manni bara í hug einhver skáldskapur.
Þar fyrir utan kem ég ekki til með að hugsa um neitt nema sparkandi eða kýlandi limi sem reyna að æða inn þegar mér verður hugsað um Óðinn í framtíðinni... þökk sé GunnaGötustrák og hans athugasemd.
Tenórinn bauð mér í mat í kvöld. Hann bauð mér heim til sín í mat. Heima hjá honum er píanó sem ég varð alveg heilluð af og fékk að leggja fingur á. Hljómurinn maður minn, hljómurinn...... Í fyrsta skipti, síðan ég var lítil og heima hjá afa að hlusta á hann seiða fram tónlist úr hvaða hljóðfæri sem er, langaði mig að hafa tækifæri til að læra á píanó og þá æfa mig á ÞETTA píanó.
Undanfarna daga hef ég verið að feta mig út í lífið eftir leikreglum sem ég kann ekkert á.... Ég efast ekki um að það sé til bók sem getur hjálpað mér að átta mig á málunum en ég er ekki viss um að ég nenni að lesa hana.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
26.12.2008 | 01:04
fyrirspurn..
Á Mínum Vinnustað hafði fólk það til málanna að leggja þegar ég sagðist hafa tekið skólabók með mér í rúmið að það væri biluð hegðun í jólafríinu...
Identity in ADOLESCENCE the balance between self and other var eina bókin í gærkvöldi sem æpti á mig: ..lestu mig, lestu mig... sem auðvitað var rétt hegðun af minni hálfu því ég sofnaði strax.
En minnug orða samferðafólks míns fyrr í dag leit ég yfir hilluraðirnar með ögn öðruvísi hugarfari þegar ég kom heim úr vinnunni tilbúin til að leggjast í lestur.
Á stofuborðinu lentu nokkrar bækur svo sem eins og Íslandsklukka Halldórs Laxness, Reynsla menntunar Johns Deweys, þessar tvær bækur sem ég á eftir Terry Pratchett, Að mörgu er að hyggja eftir Ingvar Sigurgeirsson, nokkrar bækur eftir Einar Már, Draumur um veruleika sem í eru nokkrar sögur um og eftir konur og Norðurljós Einars Kárasonar....
Eftir smá flettingar og skönnun á innihaldi þessa bóka langar mig að vita hvaða eina erindi það er sem Óðinn sjálfur getur átt eða vill eiga við konur. Þar sem bókasafnið er lokað er ég að vona að einhver sem veit þessa staðreynd geti miðlað henni til mín....
NÚNA !!!!
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
25.12.2008 | 17:29
vinna..vinna, vinna
Í gær skrifaði ég:
Gleðileg jól
Mín jól verða hér á Mínum Vinnustað með GrískaGoðinu og OfvirkuHjúkkunni...
Elsku Tenór, Toppmaður, ArtDan, Ofurhjúkka, VísaStrákur, Gunz, GunniGötustrákur, Meistari, Satisti, FrekaSjúkraliðaKona, Ráðherradóttir, Kríli, Lady, SkrítnaSkrúfa, Deildarstýra, SkreppiHjúkka, Næturvaktaíbúðaeigandi, Tónlistagúrú, Ballettdansari, Ljósmyndari, Aldursforseti, MineShrink, SjúkraliðaSkvísa, Fjallgeit og HjúkkanSemStalNafninuMínu megi þið eiga góða hátíð...
Sömuleiðis þið ÖLL hin sem ekki hafið fengið koss og knús hjá mér í dag.
Í dag var ég að skríða inn úr dyrunum eftir vinnu og er komin í náttfötin og er að hringa mig saman í stólnum mínum þar sem ég ætla að vera þar til síminn hringir og einhver segir eitthvað skemmtilegt við mig....
Á morgun mun ég vinna og eftir þann vinnudag koma öll mín kríli í mat til mín.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
23.12.2008 | 16:06
tíunda hæð....
Vegna þess að ég er sjálfselsk og eigingjörn fór ég að leika mér frekar en að gera klárt fyrir jólin til að hoppa inn á heimili mitt...
Ég ætlaði að labba upp tröppur upp á tuttugustu hæð en ég komst bara upp á tíundu þá voru lærvöðvarnir farnir að titra, æðaslátturinn í höfðinu var orðin óbærilegur og öndunin var svo skrikkjótt að ég hélt ég væri að deyja.
Núna hugsa ég um hvað vantar í matinn, hvaða pakka ég á eftir að kaupa og hvað ég þurfi að þrífa...
BRÁÐUM KOMA BLESSUÐ JÓLIN.......
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
23.12.2008 | 10:06
heims um ból....
Ég vaknaði upp alveg skelfingulostin.........
Ég uppgvötaði að það eru jól á morgun og ég á eftir að gera svo margt. Ég á eftir að kaupa í þá einu jólamáltíð sem borðuð verður á mínu heimili á þessari jólahátíð. Ég á eftir að kaupa möndlugjöfina. Ég á eftir að kaupa einhverjar gjafir. Og það eru engir peningar lengur í fjársjóðskistunni minni.
Svo veit ég ekki í hvaða föt ég á að fara í í vinnuna annað kvöld...
Ég veit ekki hvar ég á að finna tíma til að fara í bókhaldsvinnuna mína þar sem ég er að vinna alla daga fram að 31.des...
Og ég hringsnýst eins og venjulega utan um sjálfa mig alveg ráðþrota....
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
21.12.2008 | 14:07
aðventan....
Ég er eiginlega alveg tínd í því hvað jólin gefa mér...
Á ég að tína mér í hreingerningu... á ég að tína mér í að finna gjafir handa manni og öðrum... á ég að tína mér í því að baka, skreyta og finna uppskriftir af hinni einu sönnu máltíð sem mun hleypa mér inn í framtíðina....
... eða á ég að tína mér í styrkjum, sjálfboðaliðastörfum, væntumþykju til náungans eða hugsuninni um hinn guðdómlega helgiboðskap....
Á þessari aðventu er ég alveg búin að missa mig í tónleikum, sjálfselsku og samveru við við jafnaldra....
Ég hitti bernskuvinkonu mína yfir kaffibolla á heimili mínu...
Ég hitti MineShrink yfir kaffibolla í snjókomunni um daginn...
Ég fór á DominosVox, Frostrósir, Skólakór Kársnesskóla, Sinfóníuna og tónleika einsöngvara við Tónskóla Sigurðar (eitthvað)...
Ég fór í bíó með Tenór..
Ég fór að viðra hundinn með ArtDan..
Ég fór og velti mér meira um Reykjavík með Tenór...
Og ennþá er eftir að baka, þrífa, kaupa jólapakka, skrifa á kort, ákveða hvað verði í matinn og skreyta meira....
En í dag koma börnin mín í súkkulaði, súkkulaðiköku og spil.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
18.12.2008 | 23:52
jólagleði
Ég er búin að vera á bólakafi ofan í súkkulaðipotti í allt kvöld..... þegar því lauk söng Hamrahlíðakórinn fyrir mig á meðan hann gekk inn og út ganginn á Mínum Vinnustað.
Þvílík snilld getur fallegur söngur verið.
Ég á lax í frystikistunni og ég á disk með dagvaktinni.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
16.12.2008 | 23:44
vá....
Ég var í kirkju í kvöld að hlusta á nokkra einstaklinga syngja....
Ég var líka í símanum í kvöld að tala við hluta af vinum mínum um lax, gönguferðir, Toppmanninn og hunda.
Vinkonur mínar anda, börnin mín blómstra og ég er með fiðrildi í maganum.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
15.12.2008 | 22:55
ég lifi á ábyrgan hátt
Í lífi hverrar manneskju gerast þrír stórviðburðir; Fæðingin, lífið og dauðinn. Hún veit ekki af fæðingu sinni, hugsunin um dauðann veldur henni þjáningu og hún gleymir að lifa. La Brayere
humm.... einhver sagði við mig að hugsanlega væri fíkn flótti frá veruleikanum. Viðkomandi sagði eitthvað meira en þar sem heili minn er eins og svissneskur ostur get ég alls ekki hent reiður á hvað eða hversu gáfulegt það var.
Ég er farin í lífsstílsbreytingu.... framvegis mun ég virða sjálfa mig.
FÓLK ER ALLTAF AÐ KENNA AÐSTÆÐUM UM HVERNIG ÞAÐ ER. ÉG TRÚI EKKI Á AÐSTÆÐUR. FÓLK SEM KEMST ÁFRAM Í HEIMINUM ER FÓLK SEM RÍS Á FÆTUR OG LEITAR AÐ ÞEIM AÐSTÆÐUM SEM ÞVÍ HENTA, OG EF ÞAÐ FINNUR ÞÆR EKKI ÞÁ BÝR ÞAÐ ÞÆR TIL. george bernard shan
Í mínum heimi verður fullt af tíma....
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)