fallin

Geimurinn gæfi að ég mætti draga einhvern lærdóm af síðustu önn og það mér til gangs um aldur og ævi.....

Öll næsta vika fer í það að láta leggja sig og koma sér á fætur aftur.  Öll kvöld þessa sömu viku koma til með að vera nýtt til hins ítrasta.

Á morgun á ég stefnumót við eina vinkonu mína. 
Á þriðjudag fæ ég að mæta á tónleika eina ferðina enn og hlakka mikið til.
Á miðvikudag ætla ég að ganga tröppur.
Á fimmtudag vinn ég á Mínum Vinnustað og ætla að vera þar á jólaballi með Hamrahlíðakórnum.

Svo er það jólapakkaverslun, að búa til matseðil fyrir annan í jólum, skrifa á jólakort og labba upp í Esjuhlíðar...


piparkökuhús

Ég hef fallið fyrir kórsöng.. tenórum, dívum og ave maría.

Annað barnabarnið mitt er hér og við erum búnar að borða súkkulaðismákökur, málaðar piparkökur og horfa á SHREK the halls.

Ég er að prjóna lopapeysu.


einfalt líf

Ég eyði miklum tíma af lífi mínu í að flokka og raða öllu í kringum mig.  Ég flokka matinn inni í ískáp.  Álegg í eina hillu, ávextir í aðra og grænmeti í þá þriðju.  Ég flokka vefsíður sem ég er sífellt að geyma, því þær eru svo sniðurgar að HUGSANLEGA vil ég skoða þær einhvern tíma seinna.  Ég flokka bækurnar í hillurnar,  blaðabunkana sem eru alls staðar um húsið mitt og leikföngin mín (hnoðstrokleðrin, pappírinn, litina, stimplana og allt hitt). Ég flokka skóladótið mitt aftur og aftur yfir hverja önn.....

En svo geri ég ekkert meira með dótið mitt.


hreyfing

Ég fæ frítt í WorldClass gegn því að ég skuldbindi mig til að mæta einu sinni í viku.   En ef ég mæti ekki, þarf ég að borga háa fjárhæð í hegningarskini.

Á ég að skrifa undir samninginn....

Ég vil labba tröppu einu sinni í viku.  Ég vil líka labba á fjall einu sinni í viku.  Síðan vil ég hafa tækifæri til þess að taka magaæfingar og þjálfa efri part líkamann einhvers staðar.

Næsta vika verður helguð snertingu.  Ég ætla að snerta Grískagoðið og Ljósmyndarann á hverjum degi í heila viku og það í átta klukkutíma stanslaust.  

Þetta verður skemmtileg vika...

harðsperrur

Ég á ullarnærföt, vettlinga, tvo góða bakpoka, gönguskó, húfu, ullarsokka sem Grunnskólaneminn ásælist og góð flísteppi.  Mig vantar svefnpoka, þriggjalaga hlífðarfatnað, nýja lopapeysu og þrek til að ganga þangað sem mig langar.

Ég ætla að labba Laugarveginn næsta sumar með Vísa-Stráknum og Grískagoðinu.  Reyndar ætla ég að reyna að draga Krílið með líka, Toppmanninn og aðra göngugarpa af Mínum Vinnustað en það verður bara að koma í ljós.

Svo að núna er það bara göngugleði....


framhald

Ég veit ekki afhverju ég er að hanga hér á mölinni þegar dreifbýlið vellur um í blóðrásinni.  Tuttugu bíla jeppaferð um uppsveitir landsins er eitthvað sem fær mann til að finna lyktina, heyra hljóðið og sjá....  um hvað lífið snýst.

Ég fór í kvikmyndahús með strák sem ég þekki núna í kvöld og það var svo gaman hjá okkur að við ætlum aftur saman út seinna...

Jólagleði Míns Vinnustaðar fór fram með jólapakkaskiptum, gítarsöng, ljóðalestri, leik og gleði heima hjá Skreppihjúkkunni á föstudaginn.  Mæting var dræm að vanda en kom ekki að sök frekar en fyrri daginn þar sem Toppmaðurinn var á staðnum, VísaStrákurinn, BallettDansarinn, Meistarinn,  Ráðherradóttirinn, SætaSjúkraliðaSvísan, MineShrink,  GunniGötustrákur, Aldursforsetinn, Tónlistagúrúið, HjúkkanSemStalNafninuMínu og ég og húsráðandi vorum á staðnum.   

Því miður þurfti ég að yfirgefa samkvæmið mjög snemma vegna anna og veit því ekki meir um það hvenær, hvar og hvernig því lauk...

Vegna þess að heilabúið á mér er ekki alltaf í sambandi, kom ég ofan af fjöllum þegar mér var sagt að ég hefði fyrr í lífi mínu sagst ætla að halda partý þegar ég væri búin í prófum og nú væri alveg að koma að því...  Ef það væri ekki formaður jeppaferðaklúbbsins sem ég er aukameðlimur í sem rukkar um framkvæmd væri ég sko ekki að reyna að axla ábyrgð af þeim löngu gleymdu orðum.

Mig vantar bara lausan tíma í minni nánustu framtíð.....


hafrún

Ef ég fitja upp 160 lykkjur og eyk svo út um átta lykkjur þegar stroffinu lýkur og prjóna upp að handvegi þá langar mig að vita áður en ég byrja hvort þessi tiltekna peysa sé prjónum með einni sléttri og einni snúinni í stroffi og hvað það séu svo margir sentimetrar upp að handvegi á þessari einu og sönnu peysu.....

Ég keypti léttlopa í pils í dag handa VerðandiTrúabragðafræðingi.  Þú ættir að sjá lopakjólinn í prjónablaðinu sem ég fjárfesti í. Nú er bara að taka upp prjónana...

Hvenær starfar prjóna-föndur-teikni-göngu-klúbburinn okkar eiginlega á þessu ári ?

Svo er það Þórsmörkin hafrún...  og nestið okkar.  Er það ekki kaffibrúsi og upphellingargræjur í þessari ferð ?   Koníakið og Laufabrauðs-skurðhnífurinn ?  pepsímax og beinharðir peningar ?

Ef mig bráðvantar norskar ullarbrækur og ullarbol hvert á ég þá að fara til að versla þessar græjur ?   Og fæ ég þá vettlinga þar ?

Eru svefnpokamál á hreinu eða kemur þú til með að fjárfesta í einum slíkum fyrir mig á morgun ?

hafrún.....  ertu til í að lesa bloggið mitt og svara þessum spurningum fyrir klukkan þrjú á morgun ?


melancholy

Ég nenni ekki fyrir mitt litla líf að læra......

Þess í stað tek ég til heima hjá mér, geri við föt fyrir aðra, plana helgarferð í óbyggðir landsins, plana partý, segi já þegar mér er boðið með í gönguferð, geri mig klára að aðstoða aðra við lærdóm, kíki í Ikea eina ferðina enn, elda stórsteik handa mér og Grunnskólanemanum og hangi á netinu.

Á morgun verð ég að ganga frá vsk, kaupa laufabrauð, kaupa bjór, kaupa lítinn jólapakka, skreppa inn í Keflavík eftir lopapeysunni minni, pakka niður í bakpokann minn, kaupa mér norskan ullarbol, leita að vettlingunum mínum, brosa framan í heiminn og rukka inn fyrir kennsluna.

Í hvert sinn sem ég lít í átt að skólabókunum mínum er eins og dreginn úr mér allur máttur, mér sortnar fyrir augum og sýnist allt svo dökkt og drungalegt.

Ég ætla að prufa að sofa með skólabók undir koddanum í nótt...


rósir

Í dag kenndi ég síðasta kennsludaginn á þessu ári.  Þessi kennsludagur fór meðal annars í að horfa á Engla Alheimsins og vinna eitt lítið verkefni.  Þar sem ég sat í vinnunni minni í dag og var að lýsa því fyrir samstarfsfólki mínu hvað það var sem ég ætlaði mér að kenna þennan daginn spratt upp úr þessu gáfufólki fullt af nöfnum af öðrum kvikmyndum sem gætu staðið undir þeim væntingum mínum að finna meira óformlegt kennsluefni....

Ein hjúkkan nefndi til að mynda:  "I Never Promised You a Rose Garden."  og það sem af er kvöldinu er ég búin að hlusta á þetta lag tíu sinnum af YouTube.com í flutningi Lynn Anderson....

I beg your pardon I never promised you a rose garden
Along with the sunshine there's gotta be a little rain sometime
When you take you gotta give so live and let live and let go oh oh oh oh
I beg your pardon I never promised you a rose garden

I could promise you things like big diamond rings
But you don't find roses growin' on stalks of clover
So you better think it over
Well, if sweet talking you could make it come true
I would give you the world right now on a silver platter
But what would it matter
So smile for a while and let's be jolly love shouldn't be so melancholy
Come along and share the good times while we can

I beg your pardon I never promised you a rose garden
Along with the sunshine there's gotta be a little rain sometime
I beg your pardon I never promised you a rose garden

I could sing you a tune and promise you the moon
But if that's what it takes to hold you I'd just as soon let you go
But there's one thing I want you to know
You'd better look before you leap still waters run deep
And there won't always be someone there to pull you out
And you know what I'm talking about
So smile for a while and let's be jolly love shouldn't be so melancholy
Come along and share the good times while we can

I beg your pardon I never promised you a rose garden
Along with the sunshine there's gotta be a little rain sometime.....

I beg your pardon I never promised you a rose garden
Along with the sunshine there's gotta be a little rain sometime.....

Myndin var gefin út 1977 með Kathleen Quinland og Bibi Andersson í aðalhlutverki.


fan

Ég er einlægur aðdáandi tónlistagúrúsins.....  Drengurinn er snillingur.  Hann og GunniGötustrákur eru eins og tvíburar fæddir og nærðir af sömu plánetunni.  Plánetu sem er ekki pláneta okkar hinna.... 

Ég ætla að horfa á Engla Alheimsins.


« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband