meira

Eftir að vera búin að eyða þremur dögum liggjandi uppi í rúmi, hef ég ekki komist hjá því að horfa á veggjakrotsvegginn minn áður en ég loka augunum og um leið og ég opna þau aftur.   Núna langar mig að setja útlínur blóms í aðeins dekkri lit en veggurinn sjálfur er málaður í og svo langar mig alveg svakalega mikið að teikna útlínur nakins karlmanns í fullri stærð með kolamola.....

.......Toppmaður, ArtDan, VísaStrákur, GunZ, GunniGötustrákur, Satisti, Meistari, Íbúðakóngur, Ljósmyndari, Ballettdansari, Tónlistagúrú og Nýjistrákur....  getur ekki einhver ykkar sitið fyrir...  ég spyr.

Ég er alveg að gefast upp á því að vera í skóla....  það er bara allt of mikið af öðrum mikilvægari atvikum sem ég þarf að taka þátt í önnur en sita og lesa um mikilvægi þess að setja rúmfræðina rétt fram fyrir æsku landsins, ræða það og skrifa um.   Núna langar mig til að mynda að fara í Jeppaferð, gerast meðlimur í fjallgönguklúbb, hitta vinkonur mínar á kaffihúsi, mæta í jólafagnað Míns Vinnustaðar sem við erum að halda í desember heima hjá Skreppihjúkkunni, prjóna lopapeysu, ullarsokka, vettlinga, húfur og herðateppi og hekla einhver lifandi bísn af treflum, sjölum, gardínum og dúkum.

veggjakrotið

Hugmyndinni er stolið af vef.....  http://wulffmorgenthaler.com/

 kelling 029


veggjakrot

Trúarbragðafræðingurinn (Hýsillinn) kom hér á föstudaginn og krotaði upp mynd á svefnherbergisvegginn minn og málaði.  Ég fékk svo að skrifa nokkur orð og skyggja myndina aðeins.....

..núna vantar bara gardínur, ljósakrónu, vegglampa og snagaprik í þetta herbergi..

Ég er búin að vera að reyna að hringja í íbúðareigendur og segja þeim að parketflísarnar séu að springa upp ein og ein.   En enginn svarar mér.  Núna vil ég flytja í 90 m2 íbúð sem ég þarf ekki að borga meira fyrir en 100 þúsund kall með hita, rafmagni og hússjóði....

látið mig vita ef þið finnið eitthvað..


í glerkúlu

Ég öskra hér og æpi meðan ég hringsnýst um sjálfa mig en engin hlustar á mig.

Rottuskrípið liggur í makindum sínum og lyftir annari augnbrúninni til marks um það að hann viti að ég sé að tala.  Grunnskólaneminn hins vegar lítur bara upp þegar ég er farin að froðufella og segir;  ,,sagðir þú eitthvað". 

Það er ömmu-dagurinn í dag.

Eftir hádegi ætti ég að fara að kenna og í kvöld á ég miða á Ladda.  
Á morgun er það svo VVO og um helgina á ég að vinna.......


rétt dræp

Það vantaði röddina í morgun þegar ég vaknaði, augun gráta, nefið lekur og ef ég hósta æli ég í kjölfarið.

Ætli ég sé lasin.....

rúmfræði

Ef ég vissi hvað eftirfarandi þýddi væri lífið ekki eins erfitt og það sýnist í augnablikinu.....

    Spatial sense includes two main spatial abilities: spatial orientation and spatial visualization and imagery.

Líf mitt væri mun einfaldara ef kennslugögn væru á íslensku.   Mér dugar nefnilega ekki að vita hvað ég er að lesa um heldur verð ég að vera fær um að yfirfæra það á íslenska tungu.

Bara rassgat í bala.   Hvað er ég eiginlega að gera í skóla.

Í augnablikinu kenni ég eitthvað 20 tíma námskeið sem öll mín orka fer í að undirbúa...  með lestri, búa til glærur, prenta þær út og fjölfalda.  Auk þess tekur það bara töluverðan tíma að pússa gler, finna pláss fyrir allt dótið mitt og þvo gardínur.

Og svo er ég að fara á kvöldvakt....


totem

forvitnin drap köttinn og því ætti hún ekki að gera það við mig..............

ég verð alltaf alla vega drullu þreytt á að þrífa upp skítinn eftir mig eftir að forvitnin er búin að draga mig út og suður.

Skyldi ég einhvern tíma finna það sem ég vil.


hollt

Kvöldmaturinn saman stendur af ís, draum og layers-snakki......  Við mæðgur situm hér í sitthvoru horni stofunnar og lærum. 

Í gær fór ég í gönguferð um Heiðmörkina.  Ég var eiginlega búin að stein-gleyma því hvað mér finnst gaman að vera úti undir berum himni.  

Stofan er næstum því klár.  Á morgun verður ráðist í það að mála svefnherbergið mitt.  Eftir það læt ég mér dreyma um málaðan gang, vegglampa, snaga og fleirri myndir...

Það eru að koma jól.....

áhrif

Stundum hringir síminn minn og einhver á hinum enda línunnar segir ,,hvað ertu að tala um ella:" og er þá viðkomandi oftast að tala um hvað ég  meina með þessu bulli sem veltur á skjáinn í gegnum fingur mína frá flóknu kerfi heilastarfs míns.... 

Ég veit að ég er ekki alltaf sanngjörn en þegar ég lendi í slagsmálum við vinnufélaga getur það orðið að margslungnum ástarleikjum sem staðið hafa yfir í áraraðir þegar ég segi frá.   Og bara það að tala við mig getur orðið að skammaræðu yfir mér sem veldur mér sálartjóni fram í andlátið eða lengur.    

,,Útvarp"  sagði strákur um mig og ég er búin að vera í fílu síðan við þann náunga.....

Annar náungi sagði; 
Elsku Ella mín, mig langaði til að gefa þér eitthvað, en ég átti ekkert.
.....þannig að ég ákvað að stela bara frá þér  ...og gefa þér aftur í mínu nafni,  Í þessari möppu er allt, eða allavega allt sem ég fann af bloggsíðunni þinni sem þú hefur skrifað um mig í þessi yndislegu 3 ár sem við höfum þekkst.  Sums staðar rétt nefnirðu mig á nafn en annars staðar talarðu látlaust um ágæti mitt eða lesti.  Mér er í raun alveg sama,

"Bad publicity is good publicity"

Vonandi áttu eftir að geta yljað þér við lestur þessarar möppu á ókomnum árum, ef ekki með lestri þá með því að brenna blaðabunkann og ylja þér þannig við hann.....  Hver veit nefnileg hvernig kreppan á eftir að fara með okkur...  Þinn vinur í blíðu og stríðu, og alltaf í xxxxxx

Um helgina sagði einn vinnufélagi minn;   ,, ...hættu, núna hættir þú þessu eins og skot" og svo horfði hann reiðilegum augum á mig meðan ég hamaðist við að hætta öllu sem ég var að gera án þess að hafa hugmynd um hvað það í raun var sem ég átti að hætta að gera.

Ég meina það....  það getur verið ansi flókið að eiga vini og vita hvað maður má segja um þá og hvað ekki.


aum

Ég er lurkum lamin á líkama og sál eftir samvistir við Toppmanninn í gær....

Núna sit ég ein heima að sleikja sárin.  Glugginn nýlakkaður, allt dótið komið aftur í stofuna og ég á G-streng.

Ég vildi að ég ætti safaríka steik til slefa yfir......


« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband