myrkur

Í nótt verður rafmagnslaust heima hjá mér.........   Kópavogsbær hefur gefið út þá tilkynningu að ég verði án rafmagns framangreinda nótt.  Mér finnst það sorglegt.  Ég get þá ekki nýtt nóttina í að koma mér fyrir í stofunni aftur.  Ég get ekki heldur nýtt nóttina í að horfa á allar bíómyndirnar sem mig langar svo að sjá.  Og það sem meira er, ég get ekki lesið einn einasta staf á bók, verið í tölvunni eða tekið til.   Ég þarf rafmagn.....

Í morgun hefur mig tilfinnanlega vantað karlmann.  Ég hefi jafnvel látið mér duga að hafa kvennmann við höndina.   Ég þorði samt ekki fyrir mitt litla líf að senda út ákall um hjálp þar sem ég vil vera stór og sterk og sjálfstæð kona.  Ég berst eins og ljónynja við meðfætt hjálparleysi mitt sem vex eins og griplur frumunnar í ótal anga sem hver um sig ber löngun mína til að fá hjálp við eldamennsku, tiltekt, viðgerðir á hinu og þessu, bank á nagla, borun á götum og burð á mublum svo lítið eitt sé nefnt.

Mig vantar tíma til að koma mér fyrir aftur. 

*bros*

Ég er næstum því orðlaus...........  en inn í mér skríki ég af hlátri.  

GunniGötustrákur hefur bara eitthvað til að bera sem ekki öllum er gefið.


meðvirk

Ég er ekki alveg að kaupa forsendur allra þeirra sem stanslaust pota í mig og pota á meðan þeir segja ,,meðvirk, meðvirk"...............  fyrr en í kvöld.  Ef þetta er meðvirkni, þá er ég sko meira en meðvirk.

Mín meðvirkni fellst ekki í því að bjarga einum né neinum... 
Mín meðvirkni fellst ekki í því að kóa með einum né neinum...
Mín meðvirkni fellst ekki í því að hella niður víni, missa svefn eða vera á þönum út og suður fyrir aðra en sjálfa mig.

Ég held að ég hafi verið að lesa um eitthvað í sambandi við að sýna ekki eigingirni.  Ekki það að ég sé að skilja til hlýtar eitthvað blað sem ég renndi augunum hratt yfir á vaktaskiptum í kvöld.   En ég er alveg að sjá sjálfa mig í því að bjarga heiminum, gera eitt og annað til að koma í veg fyrir að einn og annar verði fyrir misrétti annarra á meðan ég er alveg ófær að verja mig sjálfa. 

Mig langar að eiga þetta blað.


the guys

Hugsanir mínar snúast nær eingöngu um GunnaGötustrák síðan á sunnudagskvöld....

Auðvitað hvarflar hugurinn til Toppmannsins og VísaStráksins af og til þar sem ég er nýbúin að eyða heillri kvöldstund með þeim og ég veit að þeir voru að leika sér í gær án mín. (frekar fúlt að vita til þess)   En það varir ekki lengi þar sem GunniGötustrákur sækir stíft á ennisblöðin. 

GunniGötustrákur er ekki bara augnayndi heldur kann hann að baka pönnukökur.   Og ekki nóg með það heldur kann hann líka að baka súkkulaðilostætakökur af mikillri snilld.  Svo getur hann nuddað á manni herðarnar þannig að sæluhrollur líði um allann skrokkinn með það sama.   GunniGötustrákur getur líka talað um menn og málefni, reytt af sér sjónræn súrealísk myndbrot og fengið mann til að liggja í krampahlátri hvar og hvenær sem er.   Svo nennir hann að búa um rúm með manni, baða mann og annan, liggja á óróaseggjum og horfa á sjónvarpið. 

Strákurinn er gull.....

Hvað ætli það sé sem hann ætlar að gefa mér á miðvikudaginn.........


miss'jú

FrekaSjúkraliðaKonan er hætt störfum í mína nánasta umhverfi....

Ég verð að segja það að Minn Vinnustaður er ansi líflaus eftir að hún hvarf á braut.  Engin lengur að reyna að stjórna mér og koma mér í skilning um að ég eigi að gera meira en ég nenni.  Engin lengur sem lætur mig fá það óþvegið hversu löt, frek og fordekruð ég er.  Engin sem bendir mér á hvað þarf að fara að gera eða hvað er illa gert eða mætti betur fara...... 

Ég sakna hláturs hennar og leyndardómsfulla andlitssvipnum sem var vanur að birtast á smettinu hennar ef hún var spurð að einhverju.  Ég sakna líka allra athugasemdanna í skilaboðaskjóðunni, ævintýranna sem hún átti til að gleðja okkur með og þessum frækna frásagnaranda sem hún er af svo ríkum mætti gædd......

Auk þess sakna ég bara frekjunnar

Far vel góða kona


heimilislaus

Þegar stofan er tóm og sá gólfflötur sem tilheyrir henni undirlagður þannig að þar má ekki labba.....  eldhúsið og svefnherbergið þjappað af hillum, borðum og bókum þannig að þar er enginn gólfflötur til að labba á.....  þvottahús, unglingaherbergi, gangur og baðherbergi með einhverja aukahluti sem taka töluvert pláss, er bara ekki orðið neitt heimili til að búa á lengur......

Ég kemst ekki í ískápinn þótt að ég sé svöng.   Ég get ekki þvegið þvottinn minn.   Ég get ekki farið í bað þar sem baðkerið er fullt af blómum.   Ég get ekki sitið við neitt borð.  Ég get ekki horft á sjónvarp.  Ég get nánast ekki neitt heimilislegt......

svik

Í morgun var ég hlunnfarin um samveru við litlu vinkonu mína.....  Dóttir mín hringdi og sagði að hún væri lasin en ég er ekki að kaupa það.  Ég meina það þetta er hraustur krakki eins og amma hennar og ég á þennan morgun !!!!

Þar af leiðandi hefur þetta verið frekar leiðinlegur dagur.

Ég er búin að labba og labba og labba fram og til baka í allan dag.  Ég tók bækur úr hillu, færði hilluna og raðaði bókunum aftur inn í hilluna. Þetta gerði ég aftur og aftur.  Ég er núna búin að troða öllu inn í svefnherbergið mitt nema sófasettinu og borðstofuborðinu.

Grunnskólaneminn er í söngæfingarbúðum þar til á morgun svo að ég hef svefnpláss í nótt.  Á morgun tek ég rest út úr stofunni og flyt að heiman.

Hvert veit ég ekki.........


jólatiltekt

Ég sat og spáði og spekúleraði.  Vegna rúmfræðigreindar minnar sé ég í huga mér að þetta gengur alveg upp.   Erfitt.... en gengur upp.

Að vísu er ég tilneytt til að segja mig úr einu fagi þar sem ég er ekki súpermann og get ekki gert ALLT á sama augnablikinu.  Svo er mál með vexti að leigusala mínum datt til hugar að það gæti verið snjallræði að pússa og lakka parketið í stofunni á Laugardaginn.

Núna er bara að reyna að finna geymslustað fyrir Grunnskólanemann og Rottuhundsspottið fram á mánudag.   Sjálf er ég það mikið í vinnu um helgina að mér dugar fleti til að fleigja mér á.

Það fer að vera spurning hvort einhver hafi svo mikinn tíma aflögu að geta hennt málningu á loft og veggi stofunnar fyrst þetta rask á sér stað á annað borð.   Eða kannski eftir helgi hafrún...  hvað segir þú um það....


draumur

Mig dreymdi að ég tæki bíl traustataki.   Bíl sem var í ættinni, var við mitt heimili, stóð úti og ég var með lyklana af.  Þessum bíl lagði ég við Grettisgötu í porti sem er ekki til  og hjá húsum sem eru ekki til.  Ég lagði honum þar vegna þess að ég hitti bestu vinkonu mína frá því í barnaskóla og hluta af hennar fjölskyldu.  Við hittum líka fyrrverandi froskinn minn og við ætluðum öll í sund saman, minnir mig.  Nema þegar ég sný mér við til að taka það sem var í þessum blæjubíl af veraldlegum eigum mínum var bíllinn horfin.  Þar sem ég trúði ekki mínum eigin augum og fór að kíkja inn í nærliggjandi port til að sjá hvort hann væri þar kom sá sem ég í upphafi draums taldi vera eiganda bílsins eða bróðir míns fyrrverandi og tók þátt í þessari leit minni með mér.  Þegar hann tók upp símann til að hringja í lögregluna var ég sannfærð um að hann væri að tala við myrkravöld undirheimanna til að fá þá til að finna bílinn fyrir sig og þá mig.  Við það rölti ég um og kom þar að sem allt mitt persónulega dót sem ég hafði haft með mér í bílum lá.  Prjónuðu töskurnar mínar, tölvutaskann og eitthvað fleirra svona töskutengt.
Meðan á draumnum stóð leið mér ekkert sérstaklega illa.  Ég upplifði það að bílnum hefði hvort sem er verið stolið af eigendunum.  Ég eða þeir, skipti ekki öllu.  Lyklarnir voru í vasanum mínum og því ekki mér um að kenna.  Í draumnum  var ég líka byrjuð að plana hvað ég gæti borgað á mánuði til eigendanna upp í bílaverðið og ég leiddi ekki hugann að fólkinu sem ég var á leið í sund með eftir að ég fór að leita bílsins.....

Þetta er ekkert sérstakur draumur.   Ég er bara ekki vön að muna drauma mína.


eignakona

Ég missti mig í brjóstahaldarakaupum í dag.  Ég missti mig svo mikið að ég man ekki eftir því að hafa átt eins marga brjóstahaldara um ævina.  Þeir eru svo margir að ég gæti notað þá sem gardínur í svefnherberginu mínu ef á þyrfti að halda.

En það er líka eins gott því ég sé ekki fram á að hafa aftur tækifæri til að eyða um efni fram miðað við þjóðfélagsástand.....  

Leigusalar mínir standa sig þokkalega í flísalögninni, veggjaspörsluninni og þurrkun á parketi.   Þetta rusk er samt farið að þrengja að mér og aðgengi mínu að öllum bókunum mínum.  Auk þess sem sjónvarpið er hulið drasli, stofusófinn aðþrengdur og eldhúsborðið ónothæft til þess brúks sem því er ætlað.

Ef ekki væri sú staðreynd að það er alveg tilgangslaust að skúra gólf og þrífa mublur fyrr en þessu ástandi léttir væri ég orðin verulega leið.......


« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband