7.9.2008 | 23:57
meira
Ég er marin og klóruð á öðru brjóstinu. Það er búið að draga heilu hárstæðurnar úr höfuðleðri mínu og það er búið að kalla mig akfeitt flikki, satista og pöddu í allan dag. Samt vakna ég glöð á morgnanna og langar virkilega til að mæta í vinnuna mína. Ég er meira að segja svo glöð að ég sat bara í kvöld og skráði mig á aukavakt eftir aukavakt án þess að þeim vöktum væri til að dreifa...
Syni mínum líður betur. Hann liggur samt inni á spítala og kemur til með að vera þar alla vega þar til á morgun.
Grunnskólaneminn missti sig í kvöld og heimilisrottan á ekkert að borða.
Ég verð upptekin alla vikuna.......... upptekin við að læra, gera klárt í endurskoðun, kenna, vinna á Mínum Vinnustað og taka þátt í skírn.
Það kemur svo í ljós hvernig næsta vika verður þegar að henni kemur. Ég geri samt fastlega ráð fyrir því að vera upptekin fram á vor.
.....og svo vill maðurinn meira....
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
7.9.2008 | 14:02
ljósanótt
..Ég vil meira var sagt við mig í gær...
Ég stóð opinmynnt með útglennt augu og dáðist að flugeldasýningunni. Með hugann fullan af áhyggjum af LaukÆttarMinnar. Drengurinn lenti inn á spítala með yfir 30 í blóðsykri eftir að hafa eytt deginum ælandi og spúandi heima hjá pabba sínum.
Ég veit ekki hvernig ég tek á'essu.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
3.9.2008 | 23:54
fuglarnir
Vegna hræðslu við væntanlegt frost, reif ég rifsberin af trjánum í kvöld, henti þeim í pott og er búin að krukka eina 3 lítra. Á morgun tíni ég ber til að frysta til frekari nota og svo má fjarlægja netið af runnunum og gefa fuglunum fenginn.
Lengi lifi dugnaður minn....
Svo er það rabbabarinn. Og bráðum sjáið þið mig á bryggjunni með veiðistöng eða með riffilinn mundaðan á rottu, kanínur eða mávann, sem er hvort eð er öllum til ama. Blóðuga upp fyrir haus við húsdyrnar, verkandi aflann, sem ég kem svo til með að frysta eða hakka eða salta í stóra tunnu. Eða við eldavélina að malla eitthvað úr rótum og arfa.
Ég ætla sko ekki að horrenna í þessum mánuði.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
2.9.2008 | 13:37
jeppaferðin er úti
Það sem ég hef vitskast (meira að segja ég þroskast) hef ég vit á að greina hvenær ég get eitthvað og hvenær ekki.
Fjárhagsleg staða mín eftir að hafa borgað 50.000 krónur í skatt, 25.000 krónur í skólabækur handa mér sjálfri og skóladót fyrir Grunnskólanemann fyrir 9.000 krónur er á núlli. Mánuðinn mun ég lifa af með því að ganga í vinnuna, borða upp úr frystikistunni og skemmta mér yfir lærdóminum.
Til þess að lifa af verð ég að hætta við að reyna að fá frí til að fara í jeppaferð í uppsveitir landsins. Ég verð að vinna mína vinnu til að hafa kannski örlítið meiri fjárráð þegar ég verð að borga næstu 50.000 króna skattgjöld, fara í vettvangsnámið sem ég vissi ekki að ég þyrfti að fara í og borga allt sem ég kem til með að fresta að greiða núna...
Ég valdi að fara í nám og ég kem til með að standa með því......
Heppin ég að eiga frystikistu og hafa góða fætur til að ganga á.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
1.9.2008 | 23:52
ein af þessum vikum
Það er of mikið að gera. Ég veit ekki hvað ég kemst upp með að framkvæma EKKI af öllu því sem ég verð að gera í vikunni.
Ég á fullt af fallegum bókum sem ég hef verið að strjúka síðan ég fjárfesti í þeim á bókasölunni..
Ég verð að vita hvað ég ætla að kenna áður en að kennslu kemur.
Ég á nokkrar vaktir á mínum vinnustað.
Ég þarf að klára afstemmingar fyrir endurskoðandann.
og ég á mér líf......
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
31.8.2008 | 22:40
úbbs
Það er að koma september.....
Með nýjum verkefnum og nýjum áætlunum.
Ég var að hjálpa hýslinum að þrífa fyrrverandi íbúðarhúsnæði eftir flutninga í það nýja núna í kvöld. Og næst þegar ég sé leigusalana mína er ég að hugsa um knúsa þá og faðma og þakka þeim fyrir að vera ekki að veltast fyrir augum mínum með leiðindi og dónaskap. Leigusali hýsilsins ætti í raun að liggja núna grátandi, útklóruð í rifnum fötum með hárflóka á víð og dreif um eldhúsgólfið með skítuga skúringartusku á kafi ofan í þverrifunni. Hún er dóni !!
En ég er bara svo ógeðslega stillt og góð stúlka.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
29.8.2008 | 13:17
ofurgreind
.......eða eitthvað annað.
The Kennari hringdi í mig og óskaði mér til hamingju með framistöðuna. Hann sagði, að ég hefði náð prófinu með sóma og þótt ég væri örugglega ekki sátt við svona lága einkunn mætti ég vel við una eftir svona snúið og erfitt próf. Hann benti mér á að mín einkunn væri fyrsta einkunn og miðað við meðalgildi, meðaltölu og allt annað sýndi ég framúrskarandi framistöðu.
Síðan sagði hann: ...þakka þér fyrir virðinguna sem þú sýndir annars þessu fúla fagi á sínum tíma.
Svo núna er ég sprynga úr stolti yfir hinni huguðu mér. Gömul saga, gamalt mál en einn magnaðasti kennari sem ég hef komist í tæri við.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
29.8.2008 | 10:53
kapút
Í sjálfsvorkunarkasti, niðurbeygð af líkamlegum sem andlegum kvillum og sannfærð um að allt væri betra en að mæta í próf, skrýddist ég lopapeysu og gúmmítúttum og fór sem leið lá niður í Stakkahlíð.
Sumarnámi mínu er formlega lokið.
Ég veit ekki meir hvort ég hafði það eða ekki. Ég treysti á hina alvitru sál mína og gloppótt minni á léttvæg atriði sem og eðlislægri hvöt til að velja rétt.
The education of the perfect orator.
Núna legg ég höfuðáherslu á að taka á móti systrum mínum og fallegasta frændanum, skrifa litla greinagerð um bók, undibúa mig fyrir kennslu á mánudag, byrja að lesa og læra fyrir Þroskasálfræði, nám og kennslu unglinga, agastjórnun og einhverja stærðfræðikennslu á unglingastigi. Og ég var að fatta að ég fer í LANGT-vettvangsnám í vetur sem ég hafði ekki hugmynd um.
Ég ætla líka að hjálpa verðandi Trúabragðafræðingi til að þrífa eftir brottfluttning úr Efstasundinu.
En vegna sjálfsánægjukastsins sem heltekur sál mína í augnablikinu, ætla ég að faðma sængina mína örlítið lengur og fastar og betur og.......
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
28.8.2008 | 21:39
kennsla og nám
Eftir helgi byrjar venjubundið líf mitt af fullum krafti. Staðlotan á Menntavísindasviði Háskóla Íslands byrjar eftir helgi. Ég byrja líka að kenna fullorðnu nemendunum mínum við Mímir Símenntun og ég byrja að vinna mína vinnu á Mínum Vinnustað.
Hið ljúfa líf sumarsins líkur og við tekur nakin kuldi vetrarins.
Burrr.... mér verður kalt við tilhugsunina.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
27.8.2008 | 23:31
pólskur vodki
Ég fór upp á loft til að skoða skreytingar á veisluborði....
Það kom ekki til greina annað en að smakka á veisluréttunum sem var paté, grillaður lax og jarðaber í hvítu súkkulaði. Svo núna er ég sprungin. Einni fellingu fleirri á skyrtunni minni og hausinn skýaður af vodkanum.
Ég greini ekki lengur mun á Rousseau og Locke.
Á morgun er það svo vinna og vinna, lærdómur og meiri vinna og svo þarf vinkona mín líka aðstoð við prjónaskap....
hik
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)