27.8.2008 | 11:30
ég hafði það
Pottþétt staðin.....
Þetta próf var samt of létt til að vera satt. Og eftir á að hyggja held ég að ég hafi átt að hafa fleirri nákvæm orðrétt fagorð úr lesefninu inn á milli í bland við bullið mitt.....
hummm.....
En þá er bara að snúa sér alfarið á hugsuðum fyrri alda.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
26.8.2008 | 21:25
próf á morgun
Ég er með hnút í maganum, herping í hálsinum og svima yfir höfðinu...
Ég er samt sannfærð um að ég hef þetta. Málið er bara að mig langar að fá tíu eða í það minnsta níu komma eitthvað en get ekki alveg lofað sjálfri mér því.
Þetta próf stendur sko alveg fyrir eðlilegu Common sense þegar maður er búin að lesa eitthvað um efnið á annað borð. Hver veit ekki hvað ritun gerir fyrir fólk, hvað áhrif upplýsingartæknin hefur á nám og kennslu móðurmáls, hvað hljóðkerfisvitund er og gildi hennar fyrir lestur, hvernig við kennarar metum ritun, hvernig þróun ritunar er hjá ungum börnum, stig í þróun lestrarnáms o.s.fr.
ja.... ég veit þetta alla vega!!
Ég rokka sko...
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
26.8.2008 | 10:39
lærðu að hafna
Ég er alltaf að fá spennandi fyrirspurnir.
Það er hringt í mig og mér er sagt frá því að viðkomandi hafi fengið fyrirspurn um að gera eitt eða annað og hvort ég sé til í að taka þátt í því.
Ég segi yfirleitt JÁ .... og það já kemur til af því að mig langar. Ég sé ekki að það skipti mig svo miklu máli hvort ég geri það eða ekki. Ég tapa ekki. Eina sem gerist er að ég græði reynslu. Reynslu af einhverju sem hugsanlega getur skipt mig máli og hugsanlega ekki.
Það er samt skrítið að þessar eilífu athugasemdir fólks um hvort ég kunni ekki að segja NEI hvort ég segi JÁ við ÖLLU eða augngotur og orð eins og MEÐVIRKNI láta mér líða illa annars lagið. Ég fer að velta því fyrir mér hvort þetta sé óeðlilega mikið af JÁum.. hvort ég geti virkilega ekki sagt NEI... hvort ég sé svo illa meðvirk að ég geti hreinlega ekki aðskilið mig frá þörfum annara. Eða hvort ég hræðist höfnun ef ég segi NEI.
Ég held ekki.
Ég held að ég sé búin að sóa of miklum tíma af mínu lífi í að gera ekki neitt til að ég hefi efni á því að láta hjá líða að gera það sem ég get.
When we can't do what we want, we do what we can... erasmus
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
25.8.2008 | 17:01
ég gæti allt eins verið mús
Ég hef einhvern veginn tapað baráttuviljanum... Viljanum til að vinna meira, læra meira og gera allt hið skemmtilega líka.
Mig langar bara að skríða inn í holu og vera þar.
...hver nennir svo sem að vita hver sé megin þáttur lestrarnáms, hvað sé snemmbær íhlutun, hvað einkenni færsælt lestrarnám, hvað dyslexía er, hljóðkerfisvitund og annað misgáfulegt í lestrarkennslu....
Lífið er hvort sem er stærðfræði.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
24.8.2008 | 20:56
silfur
Ég velti fyrir mér staðreyndum um ritun barna... Ég sit við borðstofuborðið hennar mömmu og reyni að kyrrsetja stig ritunar á endurkræfum stað í heilaberki mínum.
Hugsanir mínar fljóta svo auðveldlega frá fyrirætlun minni um að sita bara hér kyrr og læra, að ég er að missa mig í leiða. Leiða yfir eigin getuleysi til að hafa áhrif á framgang minn í lífi mínu. Ég vildi að það dyggði að setjast niður hjá vitringi og allt myndi liggja ljóst fyrir. Að það dyggði að setjast niður hjá vitringi og þá myndi ég vita allt um ritun ungra barna, allt um lestrarnám og áhrif bókmennta á málþroska, allt um vitringa fyrri alda og allt um allt hitt sem mig langar til eða held að ég verði að vita.
Mig langaði í gull í morgun. Mig langaði meira að segja nógu mikið í gullið til að fara á fætur klukkan korter í átta til að hafa tækifæri til að senda stuðningsbylgjur til Minna Manna í gegnum raftækniheima Imbans. Ég var ekki búin að endurheimta lífsgleðina þegar ég fór aftur á fætur um hádegi og sennilega mun ég ekki gleyma þessum Ólympíuleikum þegar við vorum bara örfáum skrefum frá Ólympíugullinu 2008 fyrr en ég fæ tækifæri til að upplifa raunverulegan sigur á öðrum leikum eitthvað annað ár...
Áfram Ísland...
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
24.8.2008 | 14:12
ég er góð
Ég er búin að vera virkilega upptekin um helgina.
Ég hitti Imke, fór með henni í Bláa Lónið, bauð henni heim til mín og fór með hana á rúntinn. Hún gaf mér disk, sýndi mér frá hlaupi sem hún tók þátt í í Suður Afríku og talaði íslensku.
Ég fór líka niður á Háskólatorg og tók þátt í að hafa fyrir gestum og gangandi stærðfræðiþrautir.
Milli þess dansaði ég við Keflvíking...
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
21.8.2008 | 23:30
frænku hittingur
Það er á áætlun að hittast í byrjun næsta mánaðar heima hjá frænku í Kópavogi og borða saman súpu.
Ég á bara eftir að finna út hvenær ég er EKKI að vinna.
Ég er að skipuleggja afkomendamót næsta sumars, vísindaferð í október, síðsumarfagnað í sumarbústað, nám næsta árs og frí fyrir seinni jeppaferð sumarsins.
Á morgun ætla ég í Bláa Lónið, matarboð og læra eitthvað um Kómeníkus. Ég ætla líka að skúra eldhúsgólfið, taka á móti leigusala mínum og baka köku.
Síðan ætla ég að skoða hvað mig langar að sjá af þeirri menningu sem í boði er um helgina.
...flugeldasýning... miðnætur messa... Miklatún... háskólatorg... Skólavörðustígur...
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
20.8.2008 | 16:18
já prinsessa
Ég fékk símhringinu og auðvitað sagði ég strax .....JÁ.....
Það var um að ræða að taka þátt í stærðfræðiverkefni Menntavísindasviðs á háskólatorgi á Menningarnótt. Eitthvað sem ég get ekki sleppt að taka þátt í.
Í kvöld ætla ég að snúa aftur til borgarinnar þar sem gott er að búa. Ég mun fara með tár á vöngum því hér finnst mér gott að vera. Ég fer vegna þess að ég hef skyldum að gegna. Ég verð að vinna og ég verð að fara í Bláa Lónið með einni þýskri stelpu sem kemur til landsins til að taka þátt í Maraþonhlaupinu. Enn ein fyrirspurn sem ég fékk og gat ekki annað en sagt -JÁ- við.... Ekki það að ég sjái eftir já-unum mínum.
Ég er ofboðslega jákvæð kona.
A man is not born a man, but becomes one.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
20.8.2008 | 09:53
nýtt barn
Fyrir miðnætti í gær fæddist okkur víst ein frænkan...
FRÆNKA með stórum stöfum, eignaðist eitt barnabarn í viðbót og er núna einu barni ríkari en ég. Ég á reyndar að vera að huga að því merka hlutverki að fá að skreyta heilan sal fyrir skírn 11.september... en það er fyrir allt annað barn þótt það sé líka barnabarn hennar.
Ég verð bara að segja eins og er... ég má ekki vera að því að líta upp frá bókum.
Stundaskráin er komin upp fyrir næstu skólaönn og ég verð að hafa samband við námsráðgjafa til að hafa það á hreinu hvað ég ætti að vera eyða tímanum í....
Stundaskráin er líka komin upp hjá Mímir símenntun og eins og venjulega stangast þetta allt saman á við allt annað....
Mig langar í myndlistarnám... mig langar að læra á gítar... mig langar að fara á prjónanámskeið hjá Storkinum... mig langar að fara á námskeið í þjóðbúningagerð...
Það er virkilega gott að vera í Keflavík.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
19.8.2008 | 09:07
ég er ekki að nenn'essu
Ég er löngu vöknuð og löngu byrjuð að lesa.....
Strákarnir eru farnir í vinnu og ég er hér ein og alveg sjálfráða í ókunnugu húsi. Og það í húsi þar sem ég rekst ekki utan í veggina þó að ég hreyfi mig. Miðað við mitt eigið heimili dugar hér að labba hringinn þegar ég er orðin þreytt á lestrinum og ég verð þreytt og sveitt og tilbúin í meiri lestur.
Nöfnin Plató, Quintilanus, Rousseau, Fröbel, Ellen Key, Montessori, Bloom, Tómas, Erasmus, Kómeníus, Locke, Pestalozzi, Herbart, Dewey, Steiner, Kerschensteiner og Bruner hringsnúast fyrir augum mér og ég hef ennþá ekki hugmynd um hvert þeirra stendur fyrir hverju.
...og þó trúi ég á hina alvitru sá hvers og eins og að það sé bara hlutverk kennarans að koma nemendum í samband við sína eigin. Svo að greinilega er minn kennari ekki búin að koma mér í samband við mína.
Mig langar í sund.........
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)