24.11.2009 | 22:38
sextánkommafimmkílófarin...
Í þrjátíu ár er ég búin að bíða eftir að geta byrjað að lifa lífinu og þá eftir að vera búin að losa mig við þetta eða hitt.
Loksins þegar ég er búin að sætta mig við minn hlut og ákveðin í að bæta bara lífi við árin með því að ávinna mér heilbrigðari lífsstíl sem fleyti mér yfir á sextugsaldur og þaðan yfir á sjötugsaldur þannig að ég hafi þrek og þrótt til að takast á við það sem koma skal og það alveg fram í rauðann dauðann, þá og bara þá fara kílóin að hverfa á braut.
Ég hef nánast ekkert gert til að léttast. Eina sem ég gerði var að fara út að ganga til þess að verða heilbrigðari.....
Á hinum hluta rúmsins míns liggja tvær bækur: ,,A History og God" og ,,að morgni var ég alltaf ljón". Frammi í stofu liggja prjónablöð, uppskriftir og handavinnudót í lange bane. Í þvottahúsinu liggja fötin mín óhrein og bíða þess að verða þvegin. Á baðherberginu er allt í drasli en........ það sem eftir er af íbúðarkitrunni sem ég bý í er glansandi hreint og fínt og það þakka ég Nördinu óbeint fyrir. Ég hafði ekkert betra að gera en að sópa, ryksuga og skúra meðan ég beið eftir að hann mætti til að ég gæti leyft honum að njóta kunnáttu minnar....
Núna er ég að fara að ganga með gönguglaða ókunnuga fólkinu um Elliðarárdalinn.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
22.11.2009 | 23:42
slut
Ég varð að skrifa það á ensku þar sem það hljómar betur þannig og ég er eiginlega að segja þetta um sjálfa mig.....
Ekki það að þið fáið skítugu sögurnar um mig hér á prenti núna heldur er þetta svona meira að ég er að sparka í rassinn á sjálfri mér og reyna að ala upp í mér betri siðgæðisvitund...
Í gær fór ég í fjallgöngu. Í gær fór ég heim til manns sem ég mundi vilja giftast. Ég meina það, maðurinn eldaði þriggja rétta máltíð handa mér og tólf öðrum og fórst það hryllilega vel úr hendi. Ég fékk hráa hangilambalærisskinku í forrétt. Í aðalrétt fékk ég silung húðaðan einhverjum sykri og með brenndu smjöri og í eftirrétt var vaniluís með einhverri kökumús í skál. Vá..... við mundum sko liggja á meltunni öll kvöld og knúsast.....
Ég söng með ókunnugu fólki í gær íslensk dægurlög sem fólk á mínum aldri syngur gjarnan þegar það kemur saman í kringum hljóðfæri. Ég söng með hljómborðsleikaranum, manninum sem ég vil giftast, mótorhjólagaurnum, SætaTásukarlinum, Kennaranum sem vinnur vinnuna sem mig langar svo að vinna, konunni sem ég mundi giftast ef ég væri meira fyrir stelpur, LSH-kerfisfræðingnum, Selfosskonunni, Klifurmúsinni, TrúlofuðuSólóKonunni og nokkrum öðrum konum sem ég er ekki búin að kortleggja ennþá.....
Það er alveg rosalega gaman að vera innan um allt þetta ókunnuga fólk....
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
17.11.2009 | 23:24
letidagurinn mikli
hreyfing: þumalputtahreyfing til að húkka far....
næring: steiktar soðnar kartöflur með bökuðum baunum og ristuðu brauði....
Ég nennti ekki að ganga í gönguna og ekki heldur heim aftur svo að ég fór það á fingrinum. Og þótt sundlauginn er við hliðina á heimili mínu þáði ég skutl.
Ef fer sem horfir er illt í efni.....
Í dag fór ég með vinkonu minni í heimsókn til vinkonu. Önnur vinkona hringdi til að forvitnast um mætingu mína í sjósundið. Og dóttir mín VerðandiTrúarbragðafræðingur bauð mér í mat á föstudag.
Núna er það bara kennsla, vinna á Mínum Vinnustað, kennsla, vinna á Mínum Vinnustað þar til kemur að helgi. Ekkert spil... ekkert spjall... ekkert prjón
og svo....
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
15.11.2009 | 23:22
eyðimörk.....
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
11.11.2009 | 23:49
STRÁKAR......
....HJÁLP !!!
Núna er ég skelfingu lostin....
Hvað á ég að gera núna þegar allir þessir strákar veita mér athygli...... Þeir bjóða mér far heim án þess að ég hangi utan í fótleggjum þeirra. Og stoppa samt til að fullvissa sig um að mér sé alvara um að ganga heim þrátt fyrir allt.
Voru það kannski mín fyrstu mistök að þyggja ekki far......
Svo horfa þeir á mig opnum augum án þess að ég sparki í þá eða klípi. Svona augum sem segja: humm þú ert svolítið áhugaverð gæti verið gaman að kynnast þér... þið vitið svona augnaráð sem ber vitni um alvöru áhuga.
Á ég að halla aftur augunum og þykjast vera áhugalaus með öllu.....
Þið bara verðið að hjálpa mér strákar því ég er ekki að grínast með þetta Ég er skelfingu lostin. Hingað til hef ég bara haft ykkur og hef sko þurft að traðka á tánum ykkar, væla utan í ykkur eða sjúga mig fasta á hálsinum á ykkur til að fá athygli og bara til að fá að vera með. Svo núna þegar þessir strákar virkilega horfa á mig, láta orð falla og koma upp að mér með væntingar veit ég bara ekkert hvernig ég á að haga mér.
Ég meina það... Þetta eru alvöru strákar, sætir strákar, virkilega eigulegir strákar. Í það minnsta vel nýtanlegir strákar til allra athafna.
Á ég að byrja að mála mig og fara í eitthvað annað en gönguskóna........
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
11.11.2009 | 11:02
já ArtDan ég veit....
Þið karlkynsstarfsmenn fyrr og nú á Mínum Vinnustað eruð annað hvort giftir, samkynhneigðir eða bara hreinlega of ungir til að gera sér dælt við mig.
Ég veit.........
En ég vil ekki sætta mig við það og því geng ég um og segi GrískaGoðinu hvað hann er fallegur í hvert sinn sem ég sé hann. Í hvert sinn sem hann er í eldhúsinu geri ég mér ferð þangað inn og ef það er eitthvað sem hann biður mig um, stekk ég upp og framkvæmi það strax.
Ég ætla með honum á skíði á Ísafirði eftir jól. Ég ætla með honum á Fimmvörðuháls næsta sumar og ég ætla með honum í ævintýraferð út í heim við fyrsta tækifæri.
Þessi hrifning mín gengur svo langt að stundum mæti ég í vinnuna mína bara til að fá tækifæri til að líta hann augum.
En hvernig er það með þig ArtDan... afhverju er ég hætt að hafa tækifæri til að hlusta á rödd þína streyma klukkutímunum saman úr símtólinu.... afhverju er ég hætt að hafa tækifæri til að horfa aðdáundaraugum á þig meðan þú talar um það sem tala þarf um.... afhverju ertu komin svo langt í burtu að ég hef ekkert tækifæri til að slefa yfir ermahnappana þína...
Ég er í körgu skapi........
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
10.11.2009 | 23:28
í sex ár.....
....er ég búin að vera ein af strákunum á mínum vinnustað og ég er sko ekki sátt.
Í sex ár er þessi hrúga af fallegu vel vöxnu og vel gefnu karlmönnum búin að umgangast mig án þess svo mikið sem líta í átt til mín.....
Ég meina það Toppmaðurinn, Satistinn, Nördið, Artdan, Sjúkraliðinn sem heldur upp á Arsenal og AA, GunZ, Meistarinn sem öll sorgin liggur í kringum, Tónlistagúrúið, Næturvaktagaurinn sem á allar íbúðirnar, GunniGötustrákur, Kjötiðnaðrtónlistagúrúið sem fór til Englands til að læra skapandi skrif, GrískaGoðið, Vaxtarræktatröllið, SturlaðiStrákurinn, Ljósmyndarinn, Balletdansarinn og allir hinir sem stoppuðu stutt hafa ekki svo mikið sem klipið í minn rass, horft á eftir mér þegar ég geng ganginn eða strokist óvart við þúfurnar sem eiga, þegar allt er eins og það á að vera, að skaga beint út af bringu minni. Þeir hafa ekki beint að mér tvíræðum setningum eða horft löngunarfullu augnaráði í átt til mín í öll þessi ár en þeim hefur ekki þótt neitt athugunarvert við að taka utan um hálsinn á mér meðan þeir ræða það hvort þessi eða hinn rassinn sé flottur, hvort þessi sé með silla eða ekki, hvað þessi gamla hrukkótta haldi að hún sé, hvort það sé vit í að pota í þetta eða annað ..... o.s.fr.
Strákar, ég er kvenkyns, getum við talað um stráka næst........
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
10.11.2009 | 22:40
eitt augnablik....
....varð ég skelfingu lostin þar sem ég stóð inni í stofu sex og hélt fyrirlestur um kynlíf aldraða.
Hvað ef Toppmaðurinn er bara orðin þreyttur á mér... Þreyttur á að hafa augu mín hvílandi á sér hvað sem hann hreyfir sig um í návist minni. Þreyttur á að þurrka slef mitt af buxsnaskálmum sínum eða þreyttur á að þurfa að losa fingur mína af líkamshárum sínum sínkt og heilagt.
Getur það verið.........
Ég verð eiginlega að segja fyrir mína parta að mér er slétt sama. Þrátt fyrir einstaka marbletti er ég sátt. Sátt við að finna aðeins til, gegn því að finna ylinn frá honum, lyktina af honum og að finna kitlið undan líkamshárum hans þegar hann þrýstir sér upp að mér með fast ergilegt handtak á handleggjum mínum, frussandi af reiði yfir einhverju sem er bara alls ekki mér að kenna.
Hvað get ég gert að því þótt hann sé sætur.......
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
10.11.2009 | 11:22
Toppmaðurinn er æðislegur...
...Hann er ánægja fyrir augað, gott að hlusta á hann og skemmtilega þægilegur viðkomu. Og ég er ekkert að ljúga að ykkur..... ég get ekki haft augun af honum þegar ég sé hann, ég hlusta alltaf á allt sem hann hefur að segja og ég reyni alltaf að koma eins mikið við hann og ég get þegar ég er á sama stað og hann.
En þótt ótrúlegt sé hefur hann einn galla.......
ja.... eða frá mínum bæjardyrum séð verður þetta að kallast ókostur. Hann tekur ekkert eftir því að ég sé til og af einhverjum ástæðum kem ég alltaf blá og marin heim eftir samvistir við hann.
Skrítið.....
Ég hamast við að heillast af öllu ókunnuga fólkinu sem ég hamast við að deila lífinu með þessa dagana. Í gær var ég að spila við þau, í dag fer ég að ganga með þeim og bráðum ætla ég að eyða heillri helgi í Básum með alla vega hluta þeirra....
Þetta er skemmtilega magnað fólk....
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
7.11.2009 | 00:48
og þú þarna Nörd....
.....ekki halda að það þýði neitt fyrir þig að reyna að vinna mig þegar þú dregur mig með þér í keilu næst. Ég er sko ógeðslega góð í þessari íþrótt.
Snillingurinn, sem tekur fellu næstum því í hverju skoti, tók mig í þjálfun og þegar ég hitti á annað borð þá hitti ég auðvitað bara allar keilurnar. Og ekki var það verra fyrir hæfni mína að himnalengjan sem vinnur vinnuna sem mig langar svo að vinna kenndi mér trix. Trix sem virkar.
Á morgun en fæðingardagur ömmu minnar og þar sem hún hefði orðið hundrað ára á morgun ef hún hefði lifað ætlum við pabbi að kíkja ásamt fleirri ættingjum upp í kirkjugarð á morgun.....
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)