faðmlag...

... er allra meina bót.

Ég held að ég þyrfti á einu slíku að halda núna.   Ég er þreytt, hér er drasl og það er bara ekkert til að borða.

tákn...

Ég var að klára að lesa Afleggjarann um helgina og núna vantar mér að komast í bók sem útskýrir fyrir mér hvað fellst í öllum þessum táknum.

....til dæmis....     ....Blá stígvél, talan stötíu og sjö, lilja, átta blaða rós, dauð dúfa með bara einn væng ogTómas....

Núna liggur bók markus zusak Bókaþjófurinn og bókin að morgni var ég alltaf ljón á hinum helming rúmsins.  Reyndar liggur prjónadótið, tvö prjónablöð, dagspokinn, þrjár plötur af lopa og sparipilsið mitt þar líka.....

Fyrir utan það að liggja yfir bókum og lesa þá leiðbeini ég alla þessa viku fólki að hjálpa fólki við að ná stjórn á sér.  Eftir það leiðbeini ég fólki sem vinnur við að hjálpa fólki að hjálpa fólki.....


ég var að fá mér gmail..

...eingöngu til að geta búið til dagatal sem vinkona mín getur lesið og þá fylgst með því hvort ég eigi lausan tíma til að leika við hana.....

Núna prjóna ég á hálfu öðru hundraðinu í þeim lausa tíma sem ég á, les og reyni að vera húsleg.   Ég er að prjóna vettlinga fyrir heimilisfólk og sokka.   Síðan var ég mikið að pæla í lopaheilgalla fyrir þetta sjóbrölt mitt.  Alla miðvikudagsmorgna mætir hópur af mjög fallega vöxnum karlpeningi í Nauthólsvíkina og flestir eru þeir í lopabrók.  Síðan hef ég mætt konum í lopavestum, einstaklingum með lopahúfur og sjálf mæti ég yfirleitt í lopasokkum.   Ég held að lopaheilgallinn sé málið...........


blindur er bóklaus maður

Heppin ég því ég á nokkrar bækur í hillunum í stofunni minni.

Heimili mitt er byggt á bjartsýni.  Bjartsýni þess sem engu nennir og heldur að einn daginn verði parketið orðið heilt, ofnarnir farnir að virka, fúurnar og flísarnar á baðinu orðnar vatnsheldar og allt hitt komið í lag án eigin framlags.   Núna vantar mér réttu  How to do it bókina.

Mig vantar líka að fara að spá í orð Röggu Nagla en hún segir á bloggsíðu sinni: Grjótharður kviður og mjótt mitti verða til við eldhúsborðið.   Ætli ég verði farin að borða prótein í hvert mál og kolvetni í kringum morgunverð áður en ég veit af eða ætli ég verði að hafa fyrir því......


núna les ég....

....bók Auðar A.Ólafsdóttur,, Afleggjarinn".   Ég er með blíant og krota óspart út á spássíurnar þegar mér dettur það til hugar.

Á morgun hitti ég vinkonu mína á svolítið óvenjulegum stefnumótastað....
Í dag var ég að koma úr Þórsmörkinni, klára að taka uppskeruna upp úr garðinum og að borða óhollt út í eitt...
Um daginn hitti ég hornfirskar gellur á Kofa Tómasar frænda þar sem ég fékk mér súpu.  Súpan var framreidd í brauðbollu.  Sem kannski skiptir ekki öllu en var skemmtilegt því það er einmitt þess vegna sem ég fer á Hornafjörð á hverju ári.   Til að borða súpu úr brauðbollu.   Reyndar humarsúpu.....
Í vikunni kem ég til með að vinna mikið, leika mér slatta og gera það sem ég get til að skipuleggja hollara mataræði...

Það er svakalega mikið að gera í augnablikinu.


það er betra að hugsa áður en maður talar...

....sagði pabbi alltaf.

hafrún nennir ekki að vera svona kurteis og segir:  ..þagnaðu aðeins núna.. þegar ég æsi mig sem mest yfir einhverju sem ég skil ekkert í..  og ef ég næ ekki að loka túlanum nógu hratt segir hún með pirringi í röddinni:  ..þegiðu..  Síðan spyr hún mig spurninga sem ég verð að leggja hugsun í og áður en varir veit ég hvað út á hvað þetta gengur.

hafrún er bara snilld.....

hreyfing:    ganga út á Kársnesið og heim aftur, ganga niður í FÁ og heim aftur, ganga aftur út á Kársnesið og þaðan heim og skriðið upp í rúm....
næring:    lakkrísreimar...

Á morgun fer ég í sjósund og um helgina fer ég í Þórsmörk.  Megi ég lengi lifa...


guð hjálpar þeim sem hjálpa sér sjálfir...

.....sagði hafrún en kom nú samt og bjargaði mér.

Þessi björgunaraðgerð stendur enn yfir og það er nóg að gera á meðan hún varir.

kennari ætlaði kerla að verða....

...skrifaði hafrún eitt árið í einu af bréfunum sem færðu mig aftur til lífsins á sínum tíma.   Síðan þá fór ég í skóla og meiri skóla.  Svo í annan skóla og enn annan skóla.  Núna er ég hætt í skóla, hugsa ekkert um skóla en leiðbeini samt sem áður við einn af tómstundarskólum landsins.

Ætla ég enn að verða kennari þegar ég verð stór.......

Ég veit það ekki því ég er svo upptekin við að hugsa um heilsuna.  Áður en ég fór að hugsa um heilsuna vaknaði ég venjulega með hjartslátt og kvíðahnút í maganum um miðja nótt í angist yfir að eitthvað væri ógert, eitthvað ekki klárt fyrir morgundaginn eða að einhverju allveg bráðnauðsynlegu væri enn ólokið.  

Það er ekki laust við að þessi tilfinning sé að láta á sér kræla aftur.....

hafrún,  HJÁLP !!  


ég er ekki alltaf ánægð með mig eftir á....

....en þar sem ég er heldur ekki neitt fyrir það að velta mér upp úr eigin kjánaskap reyni ég að sjá hlutina frá öðru sjónarhorni en því sem beinast liggur við.

Þess vegna hef ég ákveðið að trúa því:
.....að Guð hafi fyrir löngu teiknað hring í sandinn nákvæmlega utan um blettinn þar sem þú stendur núna.  Ég hefði aldrei ekki komið hingað.  Þetta hefði aldrei ekki gerst.elizabeth gilbert


Og það sem meira er,það er alltaf eitthvað gott við allt,hversu slæmt sem það virðist vera...


ég á popp....

...og ég er að borða það.

hreyfing:    engin...
næring:    grænmetis-pasta-súpa heima hjá frænku minni...

Stundum lýtur leti mín engum takmörkunum.   Þá daga geri ég eins lítið líkamlegt og ég get og helst bara ekki neitt.
   
Í dag fór ég á lögreglustöðina og heimtaði að löggan lýsti eftir hjólhýsi sem ég hefði einu sinni átt en ætti ekki lengur.  Löggan bað mig vel að lifa en sagði að Umferðastofa yrði að axla sína ábyrgð þar ein og óstudd án þeirra aðstoðar.   Svo að ég fór niður á Umferðastofu í sjötta sinn og viti menn þar var allt í einu hægt að gera það sem hafði ekki verið hægt að gera áður eða eyða þessu aftanítæki með einu pennastriki.  Megi vanrækslugjöld lengi lifa.

Á morgun er ég tilneydd til að mæta á Minn Vinnustað aftur......


« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband