6.10.2009 | 23:01
í veröld ellu...
...stækka fötin í kommóðunni, vegalengdirnar eiga það til að teygjast og alla daga er eitthvað skemmtilegt um að vera.
Þar sem íbúðin sem ég bý í er svona svolítið samanþjöppuð hefur öll mín fataeign fengið að kúrdast í nettri kommóðu, úr rúmfatalagernum, sem er staðsett inni í stofu. Núna nýverið hefur mikið borið á þeirri staðreynd að föt sem áður reyndust of lítil eru allt í einu orðin of stór. Föt sem voru of stór eru orðin allt, allt, allt of stór. Og föt sem hafa verið allt, allt, allt of lítil eru bara aðeins of lítil núna. Ég er mikið að hugsa um að hætta að geyma brjóstahaldarana mína ofan í þessari kommóðu......
Þar sem ég er nýskriðin upp úr flensu ætlaði ég að fara sérlega vel með mig og tók því strætó í og úr vinnu sem í dag fólst í því að mæta í skólahúsnæði, halda fyrirlestur í þrjá tíma yfir þrettán nemendum og læsa síðan skólastofunni á eftir mér. Þar sem það er þriðjudagur í dag mætti ég samt í Elliðarárdalshringgönguna með ókunnuga fólkinu rétt fyrir sólsetur. Og auðvitað fannst mér það ódýrasta lausnin að ganga að heiman á Sprengisandshittingarstaðinn, ganga dalinn og ganga svo heim aftur. Núna ligg ég skjálfandi uppi í rúmi, hálfvælandi yfir vöðvaverkjum í þjóhnöppunum......
Í gærkvöldi hitti ég ókunnugt fólk og ræddi við það um bókmenntir. Í dag hitti ég ókunnugt fólk, gekk með því og ræddi um þjóðmál við það. Á næsta sunnudag mun ég hitta ókunnugt fólk, drekka kaffi með því og ræða um það sem verður okkur efst í huga þá stundina.....
Svo er það kaffi með stóru systir á morgun. Vinnugleði með hafrúni seinni partinn og afmælisboð um helgina með fallegustu karlmönnum heimst..... ja.. eða allt að því.
...það er ekki hægt að prútt með lífsgleðina...elizabeth gilbert
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
3.10.2009 | 21:21
skelfilegur dagur...
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
2.10.2009 | 22:34
uh... hey... mom and dad, i'm dropping out of college...
Ég er að skoða teiknimyndabók....
Hröpun Prógesteróns míns veldur kvenlegum veikleikum svo sem aukinni táramyndun, ruglingslegs hugsanagangs og löngunar í súkkulaði.
Líkamshiti er enn yfir æskilegum mörkum, hóstinn veldur truflunar á eðlilegu lífsmynstri og mig verkjar um allann skrokk.
..Mig langar eitthvað stórt og mikið.....
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
1.10.2009 | 22:00
bara svo þið vitið það.....
..... þá er ég lasin. Og þar sem Testósterónið í mér er vel virkt síðan ég fékk stóra, ljóta, leiðinlega, sársaukafulla marblettinn á framhandlegg vinstri handar minnar, á ég ROSALEGA bágt.
Er einhver til í að koma og hjúkra mér ?
Ég er með háan hita, verk í hjartanu og höfuðverk. Það ískrar í fráblástri vinstri lungans, ég er með beinverki í herðum, mjóhrygg, lærum. rassvöðvum og fingrum. Ég er með hósta neðan úr því neðra og það mikið af honum og ég er með aukna slímmyndun í nefi, augum, munni og eyrum.
Ég er ekki samkvæmishæf. Ég hef litla orku og heilinn er ekki beint á fullum blæstri....
En ég hef svo sem séð hann verri....
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
1.10.2009 | 00:21
sjósund....
hreyfing: hjólað að og frá nauthólsvíkinni til að henda mér út í sjó....
næring: allt sem að kjafti kom...
Eftir langan dag nennti ég ekki að hjóla heim og hringaði mig því utan um öklann á Nördinu og horfði svo bænaraugum í átt til hans þar til hann bauðst til að keyra mig heim..
Í Nauthólsvíkinni í morgun hamaðist ég við að horfa aðdáundaraugum á allt þetta harðgerða sjósundsfólk sem skemmti sér jafn vel og ég við að labba út í 9°heita Atlantshafið ánægjunnar vegna. Allir sem litu út fyrir að hafa eitthvað vit á því hvernig ætti að bera sig að við þessa iðju fengu óskipta athygli mína meðan ég helti yfir þá þeim spurningum sem gætu fært mér nær því að geta synt yfir Ermasundið einhvern daginn....
Vá... hvað þetta var eitthvað Töff
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
29.9.2009 | 10:29
tímaþröng....
Ég hef einstakt lag á því að taka mér fyrir hendur eitt og annað sem ég hef ekki hundsvit á og hef svo engan tíma til að læra eitt eða neitt um heldur er tilneydd til að rumpa bara af.
Núna hugsa ég debet og kredit út í eitt.
Framhaldsskólaneminn er veikur. Hún syndir um í eigin slími og hóstar úr sér lifur og lungum. Í gær reyndum við að brosa okkur inn í gleðina með því að troða okkur út af ruslfæði, sælgæti og sykri á meðan við horfðum á bíómynd. En eina sem eftir situr er legusár og útþaninn kviður svo verkjar í.
Og ég sem er að fara í sjósund á morgun.
Teiknilöngun mín öskrar á mig. Á náttborðinu mínu (þeim hluta rúmsins sem helgaður er karlmanninum sem ekki er til) liggur teikniblokk, blíantur og bók barrington barber A Pracatical and Inspirational Course of Drawing Portraits.
Ég er búin að lesa fyrstu þrjár blaðsíður í þeirri bók.
Annars er það af mér að frétta að ég er aftur orðin Töff Gella akandi um á jeppa. Vinkona mín, Jeppaeigandinn, skrapp austur á firði og á meðan hef ég einstakt tækifæri til að nýta þennan jeppa til að komast í kartöflugarðinn, upp að esjurótum og um landið vítt og breitt eins og hugur girnist.
Heppin ég.
...Ég get haldið ástasorginni gangandi í tíu ár út af 'einstaklingi' sem ég hef ekki einu sinni kysst...elizabeth gilbert
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
26.9.2009 | 18:44
aðframkomin...
...drullaðist ég hérna upp á horn að gá hvort þeir ættu ekki eitthvað hollt handa mér vinnandi konunni. Atlantsolía reyndist eiga til ávexti á lager, pulsu með hráum, kókómjólk og poppkorn. Svo að núna sit ég hér á blístri við það að telja mér í trú um að komin sé tími til að halda heim á leið svo að ég geti gert mig klára fyrir afmæli.....
Ég bara nenni ekki að labba heim
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
25.9.2009 | 21:56
sumir planta kjúklingatrjám.....
...meðan aðrir taka dýrin af lífi og éta þau.
Sjálf Daman sat eins og argasti sjómaður áðan og prjónaði. Og það í sumarkjól. Ég er ekki búin að jafna mig eftir þá sjón enda treysti ég á að hún væri ,,dama" yst sem innst. Ætli ég geti átt von á því að hún fari að hrækja og klóra sér á óviðeigandi stöðum í tíma og ótíma á næstunni.....
Ég er búin að kveikja á kertum, hella mér í hvítvínsglas og hækka á Grensás. Notarleg kvöldstund með ...já,ég seldi þig... ómandi í höfði mér. Ég er heilluð af Fjallabræðrum. Nýjasta markmiðið er að eignast disk með þeim, mæta á tónleika og tína mér í aðdáund minni....
HjúkkanSemStalNafninuMínu mætti hingað í súpu og brauð í kvöld. Við töluðum um próteinneyslu, börn, hummus og utanlandsferðir. Við töluðum líka um getnaðarvarnir, kynlíf og stráka. Auk þess, veltum við okkur örlítið upp úr Okkar Vinnustað og starfsandans þar. Það er notarlegt að sita á spjalli.....
Í gær sat ég á spjalli við fullt af ókunnugu fólki sem ég var að deila með þeirri athöfn að troða í mig mat. Indverskum mat. Mér finnst gaman að vera á spjalli við fullt af ókunnugu fólki, í ókunnugu umhverfi að borða ókunnugan mat...
- ég mun samt sem áður elska þig -
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
24.9.2009 | 23:38
honey, honey, touch me baby, aha....
hreyfing: labbaði í vinnu og heim aftur....
næring: indverskt matargerð í góðum félagsskap....
Deildarstýran bauð mér rúm á deildinni í dag þegar ég bað hana um tveggja tíma frí af vakt þann 30.september til að ég gæti farið í sjósund. Heiti potturinn í Nauthólsvíkinni er nefnilega ekki opin í hádeginu á þriðjudaginn eins og við gengum út frá við fyrsta undirbúning þessa brjálæðis okkar og væntanleg ferð því færð yfir á miðvikudag. Ég er ekki að skilja þessa Deildarstýru alveg....
Enn ein vikan liðin, enn ein helgin að ganga í garð, enn einn mánuður að klárast og enn eitt árið að líða undir lok.
Mér líst vel á það sem þau voru að tala um á Bylgjunni í morgun þar sem sagt var að öldrunargenið er fundið og ormar fimmfölduðu lífaldur sinn þegar þetta gen var afvirkjað í þeim. Núna sé ég glitta í það að ná fjögurhundrað ára aldri eða nánast lifa endalaust. Hugsa sér allt sem ég get gert áður en ég dey.....
Mamma mia.....
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
22.9.2009 | 12:53
ég er töff...
...ég er alveg svakalega töff.
Sá sem setti upp þjálfunarprógrammið hamaðist við að segja mér hvað ég væri flott frá því ég kom inn og þar til ég fór út um leið og hann klappaði mér á herðarnar, hrygginn og handleggi.
Ég er alveg að trúa honum.
Um helgina hugsaði ég bara um egg og fiðrildi. Núna hugsa ég um annað, meira og stærra. Ef ekki væri fyrir að ég er ég, ætti ég kanínu og aðra nytsama smáhluti.
Ég er ekki frá því að ég sé komin með gæsahúð við tilhugsunina um sjósundið sem ég ætla að skoða næsta þriðjudag. Grískagoðið og HjúkkanSemStalNafninuMínu ætla með mér en það er óvíst um hvort fleirri hetjur leynist á Mínum Vinnustað. Þarf ég ekki að vera í ullasokkum og með lopahúfu.... eða hvernig framkvæmir maður svona brjálæði...
Á laugardaginn var ég fjórum skrefum frá því að fá að eltast við rollur. Fjórum skrefum frá því að mega hlaupa á mig gat í góðum tilgangi. Ég skil ekki afhverju allt skemmtilegt þarf að gerast á sama tíma......
Ég þarf að æfa pool
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)