heilun

Ég finn gífurlega þörf fyrir að tala, skrifa eða hugsa um stóru loðnu værðarvoðina en þar sem það væri ábyrgðarlaust af mér og alveg úr takt við allt sem ég veit, ætla ég að koma mér út að skokka.

Mig verulega vantar plástur á sálina........

,,..æðandi um eins og stór, gapandi fiskur, ýmist að hrökklast undan einhverjum óþægindum eða að eltast af áfergju við enn meiri hamingju"elizabeth Gilbert


hellisbúinn....

...er leiksýning sem ég ætla á með hópi fólks í byrjun október.

Hellisbúinn gæti jafnframt verið ég.  Ég eyddi mörgum árum í hellinum mínum þar sem ég tók ekki þátt í neinu nema því sem tími vannst til að framkvæma á milli reykpása.  Og flest af því var þá að drekka kaffi, lesa bókmenntir og millifæra óhreinindi og drasl á milli skota hellisins.
Ég tók ekki þátt í neinu sem dró mig frá reykborðinu lengur en góðu hófi gengdi en tókst þó að fara á hattagerðanámskeið, mynsturprjónanámskeið, gerast skátahöfðingi og klára framhaldsskólanám með sjúkraliðaívafi.
Síðan hætti ég að reykja, tók upp á því að drekka til að reykja en hafði svo loksins vit á því að hætta alveg.
Ég hef ekki reykt í tvö ár annað en það sem telst til óbeinna reykinga og skrifast algjörlega á kostnað vina minna.    Og þannig verður um reyklíf mitt um ókomin ár....

Í dag er ég ekki hellisbúi.  Enginn hellisbúi gæti verið eins brúnn og ég án þess að eiga ljósabekk.   Í dag er ég drotting-sléttunnar enda eyði ég töluverðum tíma utandyra í að komast á milli staða og þess á milli til að njóta lífsins.

Það er orðið svolítið draslaralegt í tjaldi mínu......


ég er eins og ég er

hreyfing:    aðallega hugarleikfimi en svo líka smá sprikl um Elliðaárdal....
næring:    kjúklingur með tortellini, sætum kartöflum og jarðaberjum...

Ég sá auglýsingu um starf á Spáni og auðvitað sótti ég um.   Allir vita að ævintýrin gerast ekki af sjálfu sér.  Síðan þá hef ég opnað póstinn minn oftar en á góðum samskiptamánuði vegna  verkefnaskila nemenda minna.   En ekkert....

Ég heyrði líka í ArtDan fyrir nokkrum dögum síðan og þá lýsti hann fyrir mér fögru ævintýri sem myndi eiga sér stað 15.september.   Ég beiddi og beiddi.   En ekkert....

Þetta er það sama og gerist alltaf með handavinnuna mína.  Ég byrja á einhverju.  Er alveg rosalega dugleg.  Og það lengi.   En ekkert....

,, með alla mína eirðalausu þrá, með allan minn ákafa og mitt síhungraða eðli... " elizabeth gilbert


kynning......

Í gær sat ég með sex konum sem ég þekkti lítið sem ekki neitt og einum förðunarfræðingi sem leiddi okkur í gegnum sannleikann um að draga fram náttúrulega fegurð okkar með smá snyrtivörum.....  Núna kann ég að blettameika til að verja andlitið fyrir lífinu, heilmeika fyrir veiðiferðir og að velja varalit sem virkar.

Auk þess að læra tæknina borðuðum við alls kyns smárétti, drukkum hvítvín og skiptumst á sögum sem hækkaði lífaldur okkar töluvert þar sem þær kættu okkur svo að við nánast pissuðum á okkur.

Eftir magnaða kvöldstund og léttari buddu flestra nærstaddra mættum við á hitting á Torvaldssen með Sólóliðinu.

Toppmaðurinn og Nördið hámörkuðu svo hamingu mína.......


ég er að bíða....

Eftir 5 daga....

ég er skriðin út úr hellinum...

....og farin að stunda akuryrkjusöfnun.

....ég yrki mitt land á vorin og tek upp kartöflur á haustin.  Síðan ligg ég utan í runnum og lyngum í von um efni í sultu, saft og sætindi í frysti.

NæturvaktarHjúkkan sem einu sinni réði öllu, keyrði mig heim.  Ég ætlaði í strætó en hún krafðist þess að fá þann heiður að aka mér upp að húsdyrum.   Ég er bara vön að hlýða henni.  Svo löngu fyrir áætlaðan tíma verð ég lögst upp í rúm með bókina mína og get velt mér upp úr mínu Shrek-drama þar til draumar mínir taka völdin.

Ég hringdi í Toppmanninn og vældi í honum.  Hann sagði mér að þegja og hætta þessu væli.   Ég hékk þá utan í GunnaGötustrák og vældi í honum.  Hann heyrði ekki orð af því sem ég sagði því hann var svo upptekin við að svara essemmessunum sem hrúguðust inn á tækið hans.   Þá hengdi ég mig utan á GrískaGoðið og bauðst meira að segja til þess að nudda á honum tærnar en alveg án árangurs.

það var helst að LitluLambakrullurnar nenntu að veita mér athygli í kvöld......

Eftir sex daga.....


hreyfingarleysi...

hreyfing:    hjólað að og frá vinnu....
næring:    fennel...

Hjartað sló hraðar í dag en í gær.   Viktin sýndi minna í dag en í gær.  Blaðsíðurnar eru færrri sem eftir eru í bókinni í dag en í gær.  Tómaturinn á plöntunni minni er stærri í dag en í gær......

Mig langar í frosk, tattú og það þrjú, tekönnu og spegil.   Spegillinn var efstur á gjafalistanum fyrir næstu jól en eiginlega vantar mig að nota hann á laugardagskvöldið þegar ég mæti á dekurkvöld með fimm gellum þar sem farið verður í förðun, nartað í pinnamat og sötrað úr einni vel kældri...

Ég er farin upp í rúm að láta mig dreyma um shrek..

Eftir 7 daga


desilítramál....

hreyfing;    rölt á milli lyngs í Hafrafelli...
næring:    eitthvað sem var á pönnu í húsi á Þingholtsbraut...

Ég er enginn töffari lengur því það er búið að selja jeppann sem ég var að keyra olíuna af.  Ég er eignlega smá sorgbitin því að ég kunni virkilega vel við að lifa þennan keyraannaramannabíláþeirrakosnaðlífstíl sem ég lifði um helgina.   Eins gott að ég var búin að fara til Keflavíkur, skreppa í berjamó og reyta upp nokkur kartöflugrös...

Áðan gekk ég inn í íbúð fulla af bókum og þá meina ég fulla af bókum.  Ég gekk þaðan út með handfylli af skrifuðu orði og eitt desilítramál.  Loksins get ég farið að elda og baka eftir desilítramáli.  

Mig langar í skjaldböku, skammbyssu og Shrek.   Svo ég sagði við hafrúni að mig langaði í skjaldböku og ég gæti fengið eina og hvort það væri eitthvað vit í því.   hafrún lánaði mér vitið sitt og skjalbakan kemur til með að vera bara áfram þar sem hún er án minna afskipta. .  

Eftir 8 daga...


samviskubit.....

Það er ekki laust við að ég sé miður mín yfir að vera að veltast um á jeppa þegar ég þykist ætla að lifa bíllausan lífsstíl þennan vetur.   Ef ekki væri fyrir það hvað mér finnst ég töff þar sem ég hoppa upp í jeppann í pilsinu og ek út í buskann, stæði bílinn bara alls ekkert í hlaðinu mínu.  Auk þess sparar hann töluverðan tíma sem fer í að koma sér á millu vinnustaða.....

Í gær fór ég að hitta fullt af ókunnugu fólki og það var ekki laust við að ég upplifði mig pínulitla frík þegar ég var spurð að því hvar ég ynni...   Framvegis mun ég því eingöngu svara því til, að ég vinni á Mínum Vinnustað þegar ég verð spurð.

Rifsberjatínsla, berjatínsla, kartöflutínsla og önnur tínsla verður að bíða þar til styttir upp.  Ég er ekki að kaupa það að það sé vit í að framkvæma þennan verknað í rigningu. Mig langar að sulta...

Framvegis mun ég borða lifur einu sinni í viku, taka lýsi á hverjum degi og innbyrða vítamín í hvaða formi sem er.  Ég á mér markmið......

ArtDan hringdi í mig og núna bíð ég í ofvæni eftir því að fimmtándi renni upp.  Hann byrjað náttúrulega samtalið á því að móðga mig þvílíkt þegar hann sagði:  ,,ég ætla að segja þér, þó að ég viti að þú segir strax frá, að ......".    Ég meina það.   Það er ekki eins og ég skelli þessu á internetið, dagblaðið eða séð og heyrt.....

Eftir 9 daga...........


og ég les...

...þess á milli vinn ég.

Vinkona mín er farin í hálendisferð með Jeppaklúbbnum sem ég er aukameðlimur í.  Ég sit eftir hér heima með sárt ennið yfir því að þurfa að mæta á Minn Vinnustað alla helgina... 
Í gær mættum við á Prikið eftir að hafa hist heima hjá Dömunni að borða saman austurlenskan skyndibita.  Ég, Krílið, Skreppihjúkkan og Daman vildum endilega fara til að horfa á Tónlistagúrúið tjá sig í tónlistinni.   Vel ráðstafað kvöld og Trapparinn bara flottur....
Á morgun mæti ég svo í súpu með fólki sem ég þekki ekki neitt.  Horfi á flugelda, kíki á mannlífið og kem mér svo í svefn...

Ég, konan sjálf sem ætlar að lifa bíllausanlífsstíl komandi vetur, er á jepplingnum hennar vinkonu minnar og ætla því að kíkja undir kartöflugrösin í grænmetisgarðinum mínum á morgun.   Á morgun verður því stóri uppskerudagurinn !!!! 


« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband