HjúkkanSemStalNafninuMínu

...er alveg að falla í gleymskunardá.

Einn daginn var Minn Vinnustaður til vandræða fyrir mig því allt í einu ómuðu gangarnir af röddum sem sögðu elin og voru ekki að kalla eftir svörum frá mér.  Þar sem ég er ég og ég hef alltaf verið ferlega ánægð með að vera elin í þessum heimi fannst mér vegið þungt að mér með þessum stelpukrakka sem ruddist inn á Minn Vinnustað  og tók ekki bara athyglina frá mér heldur einkarétt minn á mínu nafni.   Svo auðvitað fékk hún ekki hlýjar móttökur frá mér.  Ég sagði henni bara strax að mér væri illa við hana fyrir þennan þjófnað.....

Siðan hafa margir bjórar runnið til upphafsins fyrir okkar tilstilli.  Laugavegurinn var genginn... Esjan var tekinn nokkrum sinnum upp að Steini og það á tíma...  Sjósundið var prófað...  plan var sett á Októberfest...  hæðir og hólar voru gengnir í litlum sem stórum hópum frá Okkar Vinnustað...   og ýmislegt skemmtilegt rætt utan sem innan Vinnustaðar.

jamm.... þetta er búið að vera ansi góður tími.....

Með tímanum eða út vikuna mun ég venjast því að þegar nafnið mitt er notað þá er verið að tala við mig og mig eina.   Ég mun svo eyða næstu helgi í að væla af söknuði en síðan mun ég halda áfram að lifa mínu lífi án þess að leiða hugann að því  sem var.

Hamingjan er smitandi -veldu sessunaut þinn af kostgæfni....  stóð í einhverri bók sem ég las einhvern tíma.

Ég vil þakka þér fyrir að setjast hjá mér..... vilta hjúkka !!


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband