ein Árshátíð getur breytt öllu

Núna á ég skó með háum hælum og er búin að ganga á þeim nánast heila kvöldstund.  Jamm.... ég reif þá af mér hluta af dansgólfarhristingstímanum á hátíðinni til að eiga auðveldara með að hreyfa mig.   En nánast frá því klukkan 18:00 og til 04:30 var ég á 8 cm háum hælum og á hreyfingu.

Ég er sko algjör snilld......

Ég er í félagsskap Ókunnugs Fólks og er búin að vera það síðan í ágúst 2009.  Ókunnugs Fólks sem eyðir stundum sínum í að karpa um hvort það sé par eða ekki par ..hvort það sé of gamalt eða ekki of gamalt og ..hvort það sé í dateklúbb eða ekki í dateklúbb.   Ég mætti á aðalfund til að hafa eitthvað um það að segja hvort og hvernig þessi klúbbur kemur til með að þróast um mína nánustu framtíð.  Þar taldi ég atkvæði, reyndi að halda fólki á staðnum og tók við embætti í nefnd.  Á Árshátíðinni sjálfri tókst mér að vera í móttökunefnd, syngja uppi á sviði og það tvisvar, hlæja óskaplega og dansa eins og enginn væri morgundagurinn.

Ég hafði sko nóg fyrir stafni þennan Laugardag......

Milli aðalfundar og Árshátíðarinnar hamaðist ég við að breyta mér í dömu.  Sá gjörningur var framkvæmdur með aðstoð Menntaskóladömunnar sem greiddi mér og Tengdadótturinnar sem málaði mig.   Auk þess sem undirkjóll sá um að strekkja á varmavarnarmassanum og náttúrulega húðslaka líkamans ásamt aðhaldssokkabuxum.   Til að kóróna verkið tróð ég fituvefjunum á bringunni í aðhald, klæddist níðþröngum hvítum kjól, hengdi á mig glingur, sveipaði mig sjali og fór upp á 8 cm. háa hæla.

Ég er sko alvöru kona......

Ef ekki hefði verið aðdáundar augnaráð karlkynsmeðlima þessa klúbbs og orða nokkra þeirra hefði ég velt því alvarlega fyrir mér hvort þetta var fyrirhafnarinnar virði. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Jamm Elín mín þú ert alvöru  Og flott lokasetningin.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 23.2.2010 kl. 11:36

2 Smámynd: Elín Helgadóttir

 

Elín Helgadóttir, 27.2.2010 kl. 21:29

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband