nýjungagirni mín á sér engin takmörk

Eitt af markmiðum mínum fyrir árið 2010 var að gera eitthvað nýtt..... 

Ég er búin að hátta mig úti í móa og skella mér undir lítinn foss, sápa mig, þurrka og koma mér í klæðin aftur...
Ég er búin að fara upp á svið og syngja og það tvisvar...
Ég er búin að skrá mig á Salsanámskeið...
Ég er búin að samþykkja að fara á golfæfingu...
Ég er búin að taka við rós og vikupassa í Baðhúsið úr höndum karlmanna í tilefni Konudagsins...
Ég er búin að skreppa í bað á Hveravöllum...
Ég er búin að gerast húkt á sjósundi...
Ég er búin að stíga upp á 8 cm. háa hæla og vera þar á hreyfingu í nokkra klukkutíma...

....og árið er bara rétt að byrja

Ég er búin að bíta það í mig að takast á við áskorun upp á 24 tinda á 28 tímum...
Ég er búin að skrá mig í 16 tíma göngu á Sveinstinda á Öræfajökli...
Ég er búin að ákveða að taka þátt í göngu með FallegaSalsaDansaranum, FallegaFiskverkunarManninum, Manninum sem ég vil giftast og mörgum, mörgum göngum með GönguglaðaKúrubangsanum...

Ég hlakka svo til allra þeirra augnablika sem ég get ekki einu sinni gert mér í hugalund um að ég eigi eftir að upplifa...   kannski köfun, kannski hellaferðar, kannski fallhlífastökk, kannski klettaklifur, kannski skíðaferð í Ölpunum, Spænskunámskeið á Spáni, vinna í Færeyjum......

Ég er staðákveðin í því að megninu af þessu sumri verður sko eytt í leti....


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigrún Óskars

Sigrún Óskars, 26.2.2010 kl. 14:15

2 Smámynd: Elín Helgadóttir

 jamm Sigrún.... lífið er ljúft !!

Elín Helgadóttir, 27.2.2010 kl. 21:28

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband