3.2.2010 | 23:14
að njóta augnabliksins
er erfiðara en það sýnist.
Hafið þið veitt því athygli hvað það eru mörg augnablik á einum venjulegum degi sem synd væri að láta framhjá sér fara.....
Ég er alla vega alveg dauðþreytt eftir enn einn athyglisverðan dag.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
2.2.2010 | 23:57
ég þarf að prjóna mér húfu...
Það eru þessar vaktir á Mínum Vinnustað sem þarf að vinna, VSK-skil, söngæfing, fjögra kennslustunda fyrirlestur, heimilishald, ganga að og frá stöðum, sjósundshittingur, svefn, jeppaferð og svo ætlar Arsenal-gaurinn að kíkja í kaffi og konfekt.
Einhvern tíma við tækifæri mun ég setja niður æfingaráætlun fyrir mig. Hún verður virkilega stif og massíf og ég mun svitna verulega á að fara eftir henni. Síðan mun ég setjast niður með sjálfri mér og semja um aðeins hollara mataræði en súkkulaðirúsínur og Maxpoppcorn í öll mál.
Ég er á leiðinni í gönguna 24x24.....
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
1.2.2010 | 23:41
þú ert mikilvægur einstaklingur
þú ert í það minnsta mér mikilvægur:
-þegar þú lítur upp og gefur þér tíma til að tala við mig
-þegar þú ert nálægt mér og gefur þér tíma til að hlusta á það sem ég hef að segja
-þegar það er vegna verka þinna sem ég hef tækifæri til að framkvæma eitthvað skemmtilegt
-þegar það er vegna þín sem ég hef tækifæri til að hreyfa mig í félagsskap
-þegar þú býður mér inn til þín til að hafa gaman saman
-þegar þú sýnir mér áhuga eða þegar þú gefur mér tækifæri til að hafa áhuga á þér
Þar fyrir utan ertu bara mikilvægur......
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
31.1.2010 | 22:40
leiðarvísir að góðri helgi
Ég skil ekkert í Nördinu að gerast ekki dagdrykkjumaður, alki eða bara róni. Það myndi henta mér svo ágætlega....
Helgin gufaði upp eins og venjulega. Eftir situr minning um míníbar sem ætlar aldrei að klárast. Ganga upp og niður stiga, aftur og aftur og aftur. Gítarspil, annað gítarspil, hljómborðsleikur og margraddaður söngur fólks og engin með sama lagi. Trylltur dans fram undir morgun á Thorvaldssen með öllu Ókunnuga fólkinu. Hjólreiðaferð i morgunsárið með manni sem ég vil gera að einkaþjálfara mínum. Spjall, plön og feit tilboð á kaffihúsi. Og bragðið af pungunum.
Toppmaðurinn er algjört æði......
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
28.1.2010 | 21:22
hugsað upphátt
Sundurlausar hugsanir fljóta yfir heilabörkinn þannig að ég næ ekki að henda reiður á þær. En eitt og eitt myndbrot, tilfinning fyrir snertingu eða minning um lykt belgir sig út og æpir á mig
Ég man ekki hvað fólk segir nákvæmlega nálægt mér en ef það snertir mig lifir minningin að eilífu.
Ég hef engan sérstakan áhuga á að spyrja fólks einhvers sem kemur mjög nálægt mér en mér finnst gott að þefa af því.
Sum augnablik límast einhvern veginn inn á augnlokin og vilja ekki þaðan burtu hvað sem ég reyni að telja sjálfri mér í trú um að þetta sé nú ekki alveg í lagi.
Getur einhver sagt mér hvað er að
getur einhver hjálpað mér......
Í dag sit ég og segi við sjálfa mig:
það á ekki að ganga upp að strákum toga í hálsmálið og strjúka yfir náttúrulega lopann nema manni sé boðið í partýið...
það á ekki að biðja stráka sem maður þekkir ekki neitt um að kyssa sig
það á ekki að haga sér eins og fimm ára þegar maður er orðin fullorðin
Þetta geri ég bara svona til vonar og vara því það er aldrei að vita í hvaða aðstæðum maður lendir í þessu lífi.........
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
27.1.2010 | 12:41
þráhyggja mín...
...þessa dagana fellst í því að sjá ekkert, heyra ekkert og framkvæma ekkert nema með hugann bundinn við þennan hóp fólks sem ég kalla Ókunnuga fólkið.
Ég man ekki lengur eftir því hvernig Toppmaðurinn lítur út. Ég hef ekki hringt í hann til að grátbiðja hann að koma út á lífið núna í lengri tíma og ég verð bara að segja eins og er að ég er farin að sakna þess að hafa ekki hans fallega smetti fyrir augunum og líkama hans til að rekast óvart utan í. En það stendur til bóta. HjúkkanSemStalNafninuMínu boðar til kveðjustundar heima hjá henni um helgina(hún er að fara að flytja til Brussel) og mögulega verður hann þar og ef ekki, eru allar líkur til þess að hann verði nálægt daginn sem ég ætla að horfa aðdáundaraugum á ArtDan og hlusta með athygli á allt sem hann hefur að segja. Nú og ef mér verður ekki að ósk minni geri ég ráð fyrir að gera árás inn á hans heimili rétt til að sulla í mig eins og einum bjór í minni nánustu framtíð.
Ég bara verð að fara að sjá hann........
Ég sakna líka FrekuSjúkraliðaKonunnar, FRÆNKU minnar, barna minna, barnabarnanna og VINKONU minnar.
hafrún er upptekin kona núna og við það að verða óviðræðuhæf......
hafún ég panta tíma. Tíma til að fara í göngutút, í bókabúð, á sýningu eða hanga yfir kaffisopa einhvers staðar með þér.....
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
25.1.2010 | 22:09
Nördið sagði að ég væri asni.....
Ég þoli ekki þennan mann......
Ég gekk nú samt út í sjóinn með Sjósundskonunni, HjúkkunniSemStalNafninuMínu og Manninum sem ég vil giftast og ég lifði það af.
Síðan fór ég að ganga með Fallega fólkinum stóran hring utan um Öskjuhlíðina. Það er bara nokkuð fallegt þetta Fallega fólk. Þarna var til að mynda maður sem deilir með mér hrifningu minni af Manninum sem ég vil giftast. Hann sagðist ekki hafa þorað í mat til hans nokkuð lengi því hann væri hræddur við að missa annars mjög svo þokkalega lögun sína. Þarna voru líka tvær fallegar ókunnugar konur sem ætla einhvern tíma að ganga með mér út í Atlantshafið. Auk þess sem GönguglaðiStrákurinn var þarna og einn og annar sem ég kann ekki skil á.
Þaðan gekk ég svo heim.....
Núna þarf ég að hrista fram úr erminni glærur fyrir 5 kennslustunda fyrirlestur sem ég ætla að fara með á morgun eftir vinnu á Mínum Vinnustað.
Og mig sem langar svo að fara að sofa......
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
23.1.2010 | 21:05
sex
Núna langar mig að detta ofan i sjálfsvorkunarkast en það gengur bara ekki upp því að ég á ekkert bágt.
Fúlt.....
Áður en þú talar skaltu spurðu sjálfa þig, er það vingjarnlegt, er það nauðsynlegt, er það satt eða bætir það þögnina ? næstum því haft eftir láru
....þú verður bara að vita það að ég ræð mér sko sjálf núna hik
Ef lífið væri betra myndu ljósgeislar vakna þar sem ég stíg niður fæti. Hlutirnir myndu gerast við það eitt að ég blikkaði augunum. Og allt og allir myndu svar brosi mínu með hlátri.
Sex í 6. eru hvað ?
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
22.1.2010 | 10:38
Löngunarlistinn
að læra að dans og dansa eins og engin væri morgundagurinn....
að læra að spila á gítar....
að ganga á 52 fjöll....
að fara á teikninámskeið....
að það sé elduð handa mér þríréttuð máltíð. Aftur og aftur og aftur....
að sofa úti í bívak í sumar....
að borða súkkulaði....
að fara í jeppaferð....
að fara í langa gönguferð....
að eiga magnað reiðhjól og alla fylgihluti....
að fara í hjólreiðaferð í útlöndum....
að ganga þvert yfir Skotland....
að liggja í sófanum með einhverjum, horfa á vídeó, borða popp og drekka kók....
að flækja tánum mínum við aðrar tær....
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
21.1.2010 | 17:47
ég er búin að skíta á mig upp á bak....
einn vinnuveitenda minna sagði: ..annað hvort verður þú að fara að hugsa almennilega um okkur eða við verðum að finna einhvern annan til að gera það..
Auðvitað kom það mér ekki á óvart því ég er búin að hugsa um það í mánuð að ég sé kannski í einni vinnu of mikið ef ég ætla að hafa tíma til að eltast við allt þetta Ókunnuga Fólk eða allar vonir mínar og þrár.
Þetta spark þurfti samt, til að ég áttaði mig á því að ef ég ætla að sleppa einhverri vinnu þá er það kennslan við tómstundarskólann sem fær að fjúka. Í fyrsta lagi er það verktakavinna. Í öðru lagi er það ótrygg vinna. Og í þriðja lagi skapar hún mér mesta stressinu af öllum þessum þremur vinnum sem ég hef.....
ein af Ókunnuga fólkinu sagði: ..ég veit þú elskar mig mest af öllum á eftir manninum sem þú ert búin að biðja um að giftast þér..
Auðvitað hefði ég sagt henni það einhvern tíma en það var bara ekki komið að því enn og enn síður var það tímabært að fregnin fengi að fljúga um alla netheima.
ég undirbý skíðaferð til Ísafjarðar með vinnufélögum og það er engin snjór í spánni...
ég undirbý áætlun um að mæta í ræktina og það eru bara 24 tímar í sólahringnum...
ég þarf að gera svo margt, langar að gera svo margt og vil gera svo margt en núna ligg ég með höfuð undir kodda með kulda í kroppnum, verki í vöðvum, hor í nefi, illt í eyra og sársauka í sálinni eða eitthvað. Ófær um að mæta í vinnu eða taka þátt í öllu hinu.....
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)