nýjungagirni mín á sér engin takmörk

Eitt af markmiðum mínum fyrir árið 2010 var að gera eitthvað nýtt..... 

Ég er búin að hátta mig úti í móa og skella mér undir lítinn foss, sápa mig, þurrka og koma mér í klæðin aftur...
Ég er búin að fara upp á svið og syngja og það tvisvar...
Ég er búin að skrá mig á Salsanámskeið...
Ég er búin að samþykkja að fara á golfæfingu...
Ég er búin að taka við rós og vikupassa í Baðhúsið úr höndum karlmanna í tilefni Konudagsins...
Ég er búin að skreppa í bað á Hveravöllum...
Ég er búin að gerast húkt á sjósundi...
Ég er búin að stíga upp á 8 cm. háa hæla og vera þar á hreyfingu í nokkra klukkutíma...

....og árið er bara rétt að byrja

Ég er búin að bíta það í mig að takast á við áskorun upp á 24 tinda á 28 tímum...
Ég er búin að skrá mig í 16 tíma göngu á Sveinstinda á Öræfajökli...
Ég er búin að ákveða að taka þátt í göngu með FallegaSalsaDansaranum, FallegaFiskverkunarManninum, Manninum sem ég vil giftast og mörgum, mörgum göngum með GönguglaðaKúrubangsanum...

Ég hlakka svo til allra þeirra augnablika sem ég get ekki einu sinni gert mér í hugalund um að ég eigi eftir að upplifa...   kannski köfun, kannski hellaferðar, kannski fallhlífastökk, kannski klettaklifur, kannski skíðaferð í Ölpunum, Spænskunámskeið á Spáni, vinna í Færeyjum......

Ég er staðákveðin í því að megninu af þessu sumri verður sko eytt í leti....


ein Árshátíð getur breytt öllu

Núna á ég skó með háum hælum og er búin að ganga á þeim nánast heila kvöldstund.  Jamm.... ég reif þá af mér hluta af dansgólfarhristingstímanum á hátíðinni til að eiga auðveldara með að hreyfa mig.   En nánast frá því klukkan 18:00 og til 04:30 var ég á 8 cm háum hælum og á hreyfingu.

Ég er sko algjör snilld......

Ég er í félagsskap Ókunnugs Fólks og er búin að vera það síðan í ágúst 2009.  Ókunnugs Fólks sem eyðir stundum sínum í að karpa um hvort það sé par eða ekki par ..hvort það sé of gamalt eða ekki of gamalt og ..hvort það sé í dateklúbb eða ekki í dateklúbb.   Ég mætti á aðalfund til að hafa eitthvað um það að segja hvort og hvernig þessi klúbbur kemur til með að þróast um mína nánustu framtíð.  Þar taldi ég atkvæði, reyndi að halda fólki á staðnum og tók við embætti í nefnd.  Á Árshátíðinni sjálfri tókst mér að vera í móttökunefnd, syngja uppi á sviði og það tvisvar, hlæja óskaplega og dansa eins og enginn væri morgundagurinn.

Ég hafði sko nóg fyrir stafni þennan Laugardag......

Milli aðalfundar og Árshátíðarinnar hamaðist ég við að breyta mér í dömu.  Sá gjörningur var framkvæmdur með aðstoð Menntaskóladömunnar sem greiddi mér og Tengdadótturinnar sem málaði mig.   Auk þess sem undirkjóll sá um að strekkja á varmavarnarmassanum og náttúrulega húðslaka líkamans ásamt aðhaldssokkabuxum.   Til að kóróna verkið tróð ég fituvefjunum á bringunni í aðhald, klæddist níðþröngum hvítum kjól, hengdi á mig glingur, sveipaði mig sjali og fór upp á 8 cm. háa hæla.

Ég er sko alvöru kona......

Ef ekki hefði verið aðdáundar augnaráð karlkynsmeðlima þessa klúbbs og orða nokkra þeirra hefði ég velt því alvarlega fyrir mér hvort þetta var fyrirhafnarinnar virði. 


ég á fyrir lífinu

yfirleitt

Í dag langaði mig samt í meira en ég hef efni á.   Í dag fór ég í búðir og uppgvötaði að í búðum má fjárfesta í fötum, fylgihlutum og öðru glingri sem getur breytt hvaða Öskubusku sem er í Prinsessu.   Svo að núna langar mig svakalega til að vera pena og prúða Tátan en ekki Baldintáta.....

næring:    þrjú CARMEL...
hreyfing:    KRINGLAN í leit að skóm...


víðavangssundið

Eftir sjósund í kvöld mætti ég á fund, fyrirlestra eða fræðslu um ofkælingu í sjósundi.  Er því núna fersk á fræðunum um orsök, einkenni og afleiðingu ofkælingar og viðbrögðum við henni.   Ég er líka fersk á hugsun um sex-bjóra tilfinningu, sundbilun og því að Sjósund er hollt, gott og skemmtilegt........ en hættuleg íþrótt fyrir ofurhuga.......

Ég og Nördið skiptumst á gjöfum í dag.  Hann gaf mér sultu, ég gaf honum vit.   Núna get ég því borðað gæsabringur og lax með sultu í öll mál.   Hann verður svo að eiga það við sig hvað hann gerir við allt þetta vit.

Arsenalgaurinn hringdi í kvöld og ég sagði honum allt um leti mína, ArtDan, Toppmanninn og aðra sameiginlega kunnuga einstaklinga.  Hann talaði um bílalán, yfirdrátt, vísakort og fjármál í verulega víðu samhengi auk þess sem hann talaði um geðrof, andvökur og andleg málefni.

En í morgun framkvæmdi ég það sem toppaði daginn minn.  Eftir að hafa látið Strákinn á risa, risastóra jeppanum ná að draga mig fram úr rúminu til að taka á móti klósettpappírsfjalli fór ég út í garð til að klippa og saga runna þar til komin var tími til að koma sér á vinnustað til að kenna einhverjum eitthvað.

Já það verður að segjast að dagurinn i dag var verulega góður dagur í alla staði......


ég..

...vil dansa salsa eins og FallegiSalsadansarinn.  Þess vegna hringdi ég strax og skráði mig á námskeið sem haldið verður einhvers staðar klukkan 16:00 á sunnudaginn. 

...er að fara á Árshátíð á Laugardaginn svo núna svitna ég feitt yfir því hverju ég eigi að klæðast, hvernig ég eigi að vera greidd, hvernig ég eigi að vera máluð og öðrum hégóma vegna löngunar til að strákarnir taki eftir mér, muni eftir að ég er til og vilji tala við mig. Eða eitthvað.

...vil fara á teikninámskeið og skráði mig því á eitt slíkt en komst svo að því að ég get ekki mætt nema endrum og sinnum.  Svo að ég kem ekki til  með að fara....

...er að fara í sjósund á morgun og svo á fund (námskeið) um ofkælingu.

...vil fá eitthvað gott að borða en meðan Maðurinn sem ég vil giftast, vill ekki giftast mér verð ég bara að naga ristaðbrauð með osti áfram.

...er að fara á kaffihús til að blanda geði við Ókunnugt fólk.

...vil fara aftur i pool með Toppmanninum og Nördinu (vegna þess að það var Ég sem SKAUT svörtu  kúlunni niður í eina skiptið sem henni var skotið löglega niður síðast).   Og þú, kæra Nörd, ef þú lest þetta þá finnst mér að ég eigi að vera á bílnum þínum á morgun.  Eða þú getur líka bara náð í mig á Sólon-kaffihús klukkan 22:30.  Erum við ekki að fara að gera, það sem gera þarf fyrir miðnætti á morgun?

...er bara alveg að missa mig í gleðinni.   Skildi ég ná því að verða 84 .......


stýrifærni mín...

...hefur þroskast mikið frá öldinni áður.

Í dag get ég höndlað nánast hvað sem er og verið tilbúin þegar að hlutunum kemur.....
Svo sem eins og bolludagurinn á morgun, sprengidagurinn daginn þar á eftir og svo öskudagurinn í kjölfarið á því.  Ég er búin að baka bollurnar, búin að versla rjómann, er klár með baunirnar og farin að velta því fyrir mér hvort ég geti haft eitthvað tækifæri til að klæðast grímubúning og fara að hengja öskupoka aftan í saklausa vegfarendur á Laugaveginum.
Það er af sem áður var þegar hver máltíðin á fætur annarri kom aftan að mér...  veisludagarnir voru runnir upp áður en ég var búin að snúa mér frá slorinu...  og allt var einhvern veginn alltaf gert á neyðaráætlun....

Ég gekk í bíó áðan og heim aftur.    Spennumyndin The Wolfman er mynd sem fékk mig til að halda höndum fyrir augun nokkrum sinnum, kippast til eins og biluð þvottavél í dauðateygum og hjúfra mig þétt upp að næsta manni... 

Síðustu nótt hafði ég næturgest sem bakaði pizzu með mér, vaskaði upp, pissaði á gólfið mitt, gaf mér pez, stóð fyrir sjónvarpinu, gekk um í prinsessukjól með  bleika pappírskórónu og sofnaði við sönginn minn....

Í dag fór ég og horfði á FallegaFiskverkunarManninn, Manninn sem ég vil giftast, Slóvanann, Tónlistamanninn sem lyktar svo vel, GönguglaðaSalsadansarann, GönguglaðaStrákinn, Manninn sem byggði sér félagsheimili, Kúrekann, Rútubílstjórann og aðra sem höfðu fyrir því að hreyfa sig um á sjóndeildarlínu minni... 

Á morgun ætla ég svo að mæta á Minn Vinnustað, Ganga út í Atlantshafið, Mæta á Aukavinnustað og fara svo heim til að plana væntanlega kennslu dagana þar á eftir........

Ég á bók sem heitir: Bókmennta- og kartöflubökufélagið.


ég á mér líf utan vinnu

Og það er sko frásagnarvert......

Líf mitt snýst ekki lengur bara um Toppmanninn, Nördið, GunnaGötustrák, GunZ, Satistann, Meistarann, Manninn sem á allar íbúðirnar, Trapparann, GrískaGoðið,  HeimilislegaStrákinn,   KanadískaBallettDansarann, TheLady, Krílið, Mine Shrink eða hina sem vinna á Mínum Vinnustað.

Aftur á móti nenni ég ekki að tjá mig um það núna.  Ég er enn i stórri sorg yfir brottför HjúkkunnarSemStalNafninuMínu.   Og með hugann bundinn við það hver komi þá til með að nenna að leika við mig í minni nánustu framtíð.

Á hinum helming rúmsins míns liggja bækur...  það breytist seint.
Í stofunni liggja bækur og blöð um allt, í skipulögðu kaósi...  Þar liggja líka garnhrúgur, prjónar og hálfprjónaðar flíkur...

Á planingu er að hreyfa sig meira, vinna minna og framkvæma meira....

Mín plön eiga aftur á móti ekki alltaf létt með að ganga upp þar sem ég trúi á að láta hið óvænta ekki fara forgörðum.


HjúkkanSemStalNafninuMínu

...er alveg að falla í gleymskunardá.

Einn daginn var Minn Vinnustaður til vandræða fyrir mig því allt í einu ómuðu gangarnir af röddum sem sögðu elin og voru ekki að kalla eftir svörum frá mér.  Þar sem ég er ég og ég hef alltaf verið ferlega ánægð með að vera elin í þessum heimi fannst mér vegið þungt að mér með þessum stelpukrakka sem ruddist inn á Minn Vinnustað  og tók ekki bara athyglina frá mér heldur einkarétt minn á mínu nafni.   Svo auðvitað fékk hún ekki hlýjar móttökur frá mér.  Ég sagði henni bara strax að mér væri illa við hana fyrir þennan þjófnað.....

Siðan hafa margir bjórar runnið til upphafsins fyrir okkar tilstilli.  Laugavegurinn var genginn... Esjan var tekinn nokkrum sinnum upp að Steini og það á tíma...  Sjósundið var prófað...  plan var sett á Októberfest...  hæðir og hólar voru gengnir í litlum sem stórum hópum frá Okkar Vinnustað...   og ýmislegt skemmtilegt rætt utan sem innan Vinnustaðar.

jamm.... þetta er búið að vera ansi góður tími.....

Með tímanum eða út vikuna mun ég venjast því að þegar nafnið mitt er notað þá er verið að tala við mig og mig eina.   Ég mun svo eyða næstu helgi í að væla af söknuði en síðan mun ég halda áfram að lifa mínu lífi án þess að leiða hugann að því  sem var.

Hamingjan er smitandi -veldu sessunaut þinn af kostgæfni....  stóð í einhverri bók sem ég las einhvern tíma.

Ég vil þakka þér fyrir að setjast hjá mér..... vilta hjúkka !!


ég er svo þreytt.....

......að ég hef enga orku til að segja ykkur frá:
    -Fálkanum sem ég gerði heiðarlega tilraun til að sjá.
    -bingóvöðva æfingunni sem ég stundaði í heita pottinum á Hveravöllum.
    -bókunum sem ég verslaði i Eymundsson áðan.
    -hvað ég var að gera heima hjá Tónlistamanninum sem lyktar svo vel.
    -hvernig það æxlaðist að HjúkkanSemStalNafninuMínu svaf hjá mér.
    -allt það sóðalega sem ég var að bralla í návist Toppmannsins alla helgina

eða öðrum athöfnum mína þessa dagana.

ZZZzzzzzzz.......


það er engin snjór á Ísafirði....

...svo að ég kem ekki til með að eyða helginni þar í þetta skiptið.

Þess í stað sat ég þétt upp að GrískaGoðinu í allt kvöld á meðan við plönuðum ferð til Danmerkur og á Spán í maí.....   
Við ætlum að hafa inni í planinu hvíld, hjólaferð í Kongsins Kaupmannahöfn og fjallgöngu á Spáni.    Leigja íbúðir á báðum stöðum og fljúga ódýrt.
Ég vil helst hafa Nördið með, Toppmanninn, Krílið og TheLady.   En ég á þau víst ekki....

Á morgun fæ ég að vera í snertingu á Mínum Vinnustað...
Á Laugardag verð ég í óvissuferð með gönguglaða Ókunnuga fólkinu...
og á Sunnudag verð ég svo á flissinu með hinum FJÓRUM FRÆKNU...

Bara gaman....


« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband